Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1984, Qupperneq 1

Norðurslóð - 14.12.1984, Qupperneq 1
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★★★★★★★★★★★★★★ bær Svarfdælsk byggð 8. árgangur Föstudagur 14. desember 1984 9. tölublað Jólablað 1984 „Sjá himins opnast hlið“ Sjá, himins opnast hlið, heílagt englalið, fylking sú hin fríða úr fagnaðarins sal, fer með boðun blíða og blessun lýsa skal yfir eymdadal. Já, þakka, sál mín, þú, þakka’ og lofsyng nú fœddum friðargjafa, þvífrelsari er hann þinn, seg þú: ,,Hann skal hafa œ hjá mér bústað sinn, vinur velkominn'. I heimi er dimmt og hljótt, hjarðmenn sáu um nótt Ijós í lofti glœðast, það Ijós guðs dýrðar er, hjörtu þeirra hrœðast, en herrans engill tér: ,,Ottist ekki þér. Með fegins fregn ég kem: Fœðst I Betlehem blessað barn það hefur, er birtir guð á jörð, frið og frelsi gefur og fallna reisir hjörð. Þökk sé guði gjörð“. Ó, guðs hinn sanni son, sigur, líf og von rís með þér og rœtist, þú réttlœtisins sól, allt mitt angur bœtist, þú ert mitt Ijós og skjól. Eg held glaður jól. A hœstri hátíð nú hjartafólgin trú honum fagni og hneigi, af himni er kominn er, sál og tunga segi með sælum englaher: ,,Dýrð sé, drottinn, þér“. Björn Halldórsson prestur í Laufási 1823-1882 Kirkjan í Laufási - sér til Upsastrandar. “ Ljósm. Jón Karl Snorrason. ★★★★★★★★ Jóladagbóh 1984 Messur um hátíðarnar í Dalvíkurprestakalli: Á aðfangadag kl. 18.00 - aftansöngur á Dalvík. Á jóladag kl. 13.30 - messað á Tjörn. Á jóladag kl. 15.30 - messað á Urðum. Annan jóladag kl. 11.00 - barnamessa á Dalvík. Annan jóladag kl. 14.00 - messað á Völlum. Annan jóladag kl. 16.00 - messað í Dalbæ. Nýársdag kl. 17.00 - messað á Dalvík. Jólatrésskemmtanir barnanna verða sem hér segir: Á Þinghúsinu á Grund 28. des. kl. 13.30 Á Dalvík, Víkurröst 29.des. kl. 14.00 fyriryngri en 12 ára og kl. 21.00 fyrir 12 ára og eldri. Foreldrar eru hvattir til að mæta með yngri börnunum. Samkór Dalvíkur heldur jólatónleika í Víkurröst fimmtud. 27. des. kl. 21.00. 30 barna kór frá Tónlistarskóla Dalvíkur ásamt með hljóðfæra- leikurum taka þátt í konsertinum. Sunnudaginn 30. des. kl. 14.00 syngur kórinn í Dalbæ. Á miðvikud. 19. og laugard. 22. syngur kórinn á götum úti og við verslanir bæjarins. Leikfélag Dalvíkur heldur kabarett í Samkomu- húsinu á 2. dag jóla, 26. des. kl. 21.00. Afgreiðslutími verslana á Dalvík um jólin: Laugardag 15. des. verður opið frá kl. 10-18. Fimmtudag 20 des. verður opið frá kl. 9-22. Laugardag 22. des. verður opið frá kl. 10-23. Aðfangadag 24. des. verður opið frá kl. 9-12. Gamlársdag 31. des verður opið frá kl. 9-12. Söluop verða lokuð á annan jóladag, sunnudag 30. desember, gamlársdag og nýársdag. Jólasveinn: Frést hefur af jólasveinum fram á Gljúfurárjökli á leið til byggða. Reiknað er með að a.m.k. einn þeirra „troði upp“ á svölum Kaupfélagsins sunnudaginn 16. des. kl. 15.00. fiemmuM ái ^■★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★^ ★★★★★★★★★★★★★

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.