Norðurslóð - 14.12.1984, Qupperneq 3
Aðventukvöld í Tjamarkirkju 4. des. -
börn úr Húsbakkaskóla
Væntanleg fermingarbörn T.v.
Hlýtt á sr. Þóri Stephensen, sem
hélt ræðu kvöldsins. F.v. Kári
Gestsson, Gerður Þorsteinsdóttir,
Dagbjört Gunnlaugsd., sr. Stefán
Snævarr, Valdemar Óskarss. form.
og Gunnlaugur V. Snævarr.
Stjórnandinn Colin P. Virr og undirleikarar, f.v. Gunnar Sigursteinsson,
Arna Hafsteinsdóttir, Einar Arngrímsson.
Sr. Þórir Stephensen.
Gestir að heiman: Hallgrímur
Hreinsson, Herdís Geirsd., Sigmar
Pétursson, Sigurhjörtur Þórarins-
son, Ríkharður Gestsson og Eiður
Steingrímsson (hálfur).
Kveðja á jólum
Til íbúa Vallaprestakalls
Lífslán og hamingja fólks kann á stundum að markast af því
hverjir verða fyrir á veginum til að reynast þar samferða-
menn. Engin verðmæti, sem okkur kunna að hlotnast á lífs-
leiðinni, jafnast á við kynni, félagsskap og vináttu góðra
mannai
Orð verða fátækleg og duga skammt til að lýsa þakklæti
okkar hjónanna fyrir þá gestrisni og hlýju og það manneskju-
lega viðmót, sem mætti okkur óverðugum, sólbjörtu
sumardagana fyrir norðan.
Hugur okkar stóð sannarlega tii þess að fá að eignast
samastað í fagurri byggð hjá góðu fólki, i nálægð við
Qölskyldu og ástvini, og nýta þar menntun, reynslu og starfs-
krafta alla i þágu þess málstaðar, sem dýrasturerájörð. Við
þökkum í auðmýkt öllum þeim, sem sýndu okkur það traust
að styðja þessi áform, og gáfu okkur auk heldur samfélag og
vináttu, sem verður ávinningur þessara daga þegar fram líða
stundir.
Von mannkynsins er fólgin í friði, sátt og bræðralagi allra
manna-Jesús Kristur boðar það blessað ííknarráð. Kirkja hans
er vettVangur þeirra lífsins gilda, er ein megna að efla
mennsku okkar, trú, von og kærleika. Við biðjum góðan Guð
að blessa kirkjulegt starf í öllum sóknum Vallaprestakalls.
Megi það ætíð vera blómlegt og gróskumikið og gefa
ríkulegan ávöxt, mannlífi öllu til farsældar og Drottni til lofs
og dýrðar.
Bestu þakkir, góða fólk. Guð gefi ykkur öllum gleðilega
jólahátíð og heili og blessun alla ókomna tíma.
Jón Þorsteinsson.
Sigríður Þórðardóttir.
Fréttir í myndum
Árshátíð Svarfdæla sunnan fjalla 10. nóv. ’84
Kór og kirkjugestir syngja.
Samkór Dalvíkur á æfíngu.
Upplýsingar gefur Júlíus
Kristjánsson Hólavegi 7.
Sími 6-12-18.
Mynd 1.
Hver
er
konan?
Mynd 2.
Mynd 3.
Mynd 4.
NORÐURSLÓÐ - 3