Norðurslóð - 14.12.1984, Page 5
„Vættur dalsins“
Gunnar Stefánsson sendi blaðinu
Fyrr á þessu dri var öld liðin jrd
Jϗingu eins hins kunnasta
frömudar úr hópi Svarjdœlinga,
Snurra Sigjússonar. Hann Jœdd-
isl d Brekku 31. dgúst 1884. í
Svarjaðardal ólst hann upp og
þar hóf hann œvistarj sitt ej'tir
ndm heima og erlenclis. Síðan
dtti Snorri lengstum heima d
öðrum slóðum, og er dstœðu-
laust að rekja hér þjóðkunnan
starfsferil hans við kennslu og
skólastjórn d Flateyri við Önund-
arjjörð og Akureyri, og loks
ndmsstjórn barnajrœðslunnar á
Noröurlandi. Snorri verður öll-
um minnisstœður sem honum
kynnlust, sakir dhuga sins og
kapps að leggja lið hverjum
þeim mdlum sem hann taldi
stuðla að JramJör lands og lýðs.
A hann i því sammerkt með
ýmsum öðrum góð'um Júlltrú-
um þeirrar k vnslóðar sem var
ung d morgni aldarinnar.
Snorri Sigjússon varð hd-
aldraður maður, lést i Reykja-
vík 13. april 1978. A ej'ri árum
ritaði hann minningar sínar í
þrem bindum sem einu naj'ni
heita Ferðinjrd Brekku. Þannig
minnti hann á uppruna sinn, og
svo lagði liann J'yrir að legstað
sky/di hann hljóta í Tjarnar-
kirkjugarði. Alla tíð var hann
tengdur æskustöðvunum og líj'i
J'ólksins þar J'yrr og síðar og
lagðiþvílið með orði ogathöjh.
Það var því vel lil Júndið er
Kristjdn Eldjdrn kvað svo að
orði í ej'tirmœlagrein að honum
haji Jundist ,,stundum í seinni
tíð að Snorri vœri orðinn eins
konar vœttur dalsins, þó aldrei
nema hann œtti heima Jýrir
sunnan JjölT.
Mér Jinnst vel J'ara d þvi að
minnast Snorra a aldarajmœlinu
með þvíað biðja Norðurslóð að
birta erindi hans um nokkra
Svatjdælinga Jýrri alda. Það
J'lutti hann d Svatjdælingavöku
í útvarpinu sem Gísli Kristjáns-
son stóð fyrir í J'ebrúar 1974.
Erindið er varðveitt i segul-
bandasajhi útvarpsins. Þegar
það varjlutt var Snorri tæplega
nirœður og dtti enn j'jögur ar
ólij'uð. En viðgetum litið dþetta
spjall um gamla sveitunga sem
hinstu kveðju hans til dtthag-
anna sem honum voru svo hug-
Jólgnir d langri ævi. q
Nokkrir
Svarfdælingar
fyrri alda
Það kom eitt sinn í minn hlut á
skemmtisamkomu að minnast
Svarfdælinga, og varð úr því
eins konar gamansamur sögu-
stíll sem hefur geymst. Þar var
drepið á sögu og sagnir um
fáeina svarfdælska merkismenn
fyrri tíma, bæði í gamni og
alvöru.
Fyrst ber að minnast hinnar
fornu Svarfdæla sögu sem þeim
vísu mönnum hefur jafnan þótt
heldur létt á prjónum og nokkuð
þjóðsagnakennd og má svo vel
vera, en oft hef ég skemmt mér
við þann lestur. Þar eru vissu-
lega sterkar manngerðir á stjái
og ekki allar algengar, en býsna
eftirminnilegar.
Þorsteinn Svörfuður
Sjálfur landnámsmaðurinn frá
Naumudal, Þorsteinn Þórgnýs-
son, að vísu heldur seinn úr
sinni öskustó og til verka, en
reyndist þeim mun betur, svo að
blámenn og berserkir hníga að
velli fyrir vopnum hans og harð-
skeyttu áræði. Hann fær svo á
sig slíkt frægðarorð að sænskum
jarli þykir sem enginn ágætari
maður hafi þar komið og giftir
honum Ingibjörgu dóttur sína
með mikilli ánægju, sem var þó
talinn hinn ágætasti kvenkostur.
Þegar Þorsteinn er sestur að á
Grund í Svarfaðardal, en þá
sveit nemur hann um 910,
reynist hann raunsær og frið-
samur höfðingsmaður. - Og
ekki er Klaufi karlinn neinn
venjuiegur stubbur eða stauli,
veður fram með ferlegum bers-
erksgangi, þótti sér þá flest fært,
og flýgur svo um loftin blá,
syngjandi og trallandi með
afhöggvið höfuð sitt í hendi sér.
Ingveldur fögurkinn
Þorleifur jarlaskáld
Engin skömm er heldur að
Ingveldi hinni fögru sem alla
heillar, staðföst og þrautseig
þótt örlögin yrðu henni.þung (
skauti. - Eða þá Þorleifi jarla-
skáldi Ásgeirssyni, bóndasynin-
um frá Brekku, sem var slíkt
kraftaskáld að sagan getur varla
annars meiri. Honum tókst
vissulega að hefna harma sinna
á Hákoni Hlaðajarli. Það gerði
hann með því að kveða á jarlinn
slíkan ofsakláða að hirðmenn-
irnir urðu að rífa hann með
kömbum allt hvað af tók, svoað
hann hefði eitthvert viðþol
meðan hár og skegg rotnaði af
honum. Þorleifur steypti síðan.
yfir höllina þvílíku kolniða-
myrkri að enginn sá handa
sinna skil meðan skáldið í staf-
karlsgervinu laumaðist brott.
Það var eitthvert verklag á slík-
um svarfdælskum vinnubrögð-
um og kynngikrafti! Mér hefur í
annan tíma varla þótt vænna
um að vera Svarfdælingur en þá
er ég gat sagt norskum skólalýð
þessa sögu um viðskipti þeirra
Hákonar og Þorleifs, og bætti
því auðvitað við að ég væri ekki
aðeins Svarfdælingur eins og
hann, heldur borinn og barn-
fæddur á sama bænum. Þeir
mættu því við ýmsu búast ef í
odda skærist! - Þá mætti líka
minnast þess nú að þetta svarf-
dælska kraftaskáld mun hafa
borið beinin á sjálfum Þing-
völlum og þangað því dæmdur
af drottni sínum og hæstum
herra, sem að sjálfsögðu er stór-
um merkilegra en samþykktir
þehra sem á vorum dögum óku
þangað jarðneskum leifum Einars
Benediktssonar og ímynduðum
kögglunt Jónasar.
Þorsteinn Eyjólfsson
Þá mætti vissulega minnast
Urðabóndans á fjórtándu öld,
Þorsteins Eyjólfssonar og þeirra
feðga. Þorsteinn var á sinni tíð
bæði hirðstjóri og lögmaður, og
segja Páll Eggert Ólason sagna-
meistari og íleiri að hann hafi
verið einn mesti valdamaður
landsins um langa tíð. Er það
raunar eftirtektarvert um
Þorstein Eyjólfsson sem svo var
valdamikill og riðinn við stór-
mál og átök, eins og til dæmis
Grundarbardaga er gerð var hin
eftirminnilega aðför að Smiði
Andréssyni og Jóni skráveifu,
báðir drepnir og mikil eftirmál
urðu, - að þá virðist eins og
Þorsteini Eyjólfssyni geri þetta
ekkert til, hann smýgur gegnum
allt án þess að glata sæmd og
valdi. Má því ætla að þar sé
enginn meðalmaður á ferð,
heldur gáfaður höfðingsmaður
er sefa vill órétt og ofstopa, og
ekki af eigingjörnum hvötum
sem langoftast eru og verða
drýgstar á metum til að viðhalda
illindum og ófriði. Kannski er
það ekki tilviljun ein, sá ríkjandi
þáttur í lífstrú og siðaskoðun
Svarfdælinga að úr djúpi sögu
þeirra sé máttur samvinnu og
samtaka sprottinn, og góð
sambúð og friðsemd í þéttri
byggð sé þeim lífsnauðsyn sem
ekki verður ofmetin. Svo er víst
að verið hefur hinar síðari aldir
að minnsta kosti, og dýrmæt sú
minning alla þessa öld.
Þorvaldur á Sauðanesi
Þá mætti ekki síður minnast
kraftaskáldsins á Sauðanesi á
sautjándu öld, hans Þorvalds
Rögnvaldssonar sem kvað sína
Æviraun, og líklega þá mesta að
geta ekki frelsað bróður sinn frá
bálinu, en hann var hér fyrstur
manna brenndur fyrir galdra
sem kunnugt er. - Hins vegar
gat Þorvaldur breytt músum í
mórauða sauði í magnaðri
sláturtíð og greitt með því
skuldir sínar hjá kaupmannin-
um á Akureyri, og lét sig ekki
muna um það þegar honum
sýndist að fiska upp úr flórnum
á Sauðanesi fiskmetið góða,
ýsuna og kolann, og hákarlinn
seiddi hann á miðin þegar
honum sýndist. Og ekki lét hann
sér blöskra fannfergið á Sauða-
nesi þó allt færi á bólakaf í snjó,
en beitti sauðum sínum, hundrað
að tölu á þann eina stein sem
upp úr fönninni stóð í landar-
eign hans og lét þá spikfitna í
fóðri! Slík var tækni þessarar
aldar þótt ekki væri hún öllum
léð.
Það var ekki lítilsvert að eiga
slíkan tæknimeistara innan sveit-
ar, sem alveg vafalaust eggjaði
sveitungana til þess að drepast
ekki ráðalausir þótt stundum
snjóaði mikið og í álinn syrti. Og
það var tækni út af fyrir sig að
taka því meðæðruleysi oggefast
ekki upp eða guggna fyrir illviðri
og óvættum sem ásóttu volaðar
mannkindur á þeirri tíð.
Duggu-Eyvindur
Það sama mátti vissulega
segja um nágrannann á átjándu
öld, hann Eyvind Jónsson á
Karlsá, Duggu-Eyvind, sem
margt og mikið fékk að reyna.
Hann smíðaði stöðugt hrað-
skreiðari báta til að forðast ill-
hvelin sem þá voru aðgangshörð
og eltu þá oft en náðu þeim
aldrei, og allt Eyvindi að þakka.
Má síst gleyma þeim nafntogaða
manni sem mun hafa verið
snjallasti og mikilvirkasti báta-
og skipasmiður á sinni tíð, smíð-
aði haffæra duggu, hið fyrsta og
eina skip sinnar tíðar, a.m.k.
norðanlands, sem siglt hefði
getað landa á milli. Má víst segja
að ekki væri neitt spaug að fást
við slíkt í allsleysi þeirra tíma, en
upp komst duggan þótt illviðri
og stjórsjór þeyttu henni á land
og í spón. En Eyvindur karl var
ekki af baki dottinn eða alveg
ráðalaus og ekki við eina Ijöl
felldur. Hann gerist sýslumaður
og síðar klausturhaldari, I stór-
deilum við kirkjuvaldið sunnan-
lands árum saman, en bregður
sér þá bara til Kaupmannahafn-
ar, talar kónginn á sitt mál og
kemur hejm sigri hrósandi.
Þetta var hans galdur.
Jón Pétursson -
Bjarni Pálsson
Ekki var síðari læknirinn víð-
förli, Jón Pétursson frá Hofsá,
sem í Hólaskóla kom sér í
djáknastöðu, en þótti sá efnis-
maður að rétt væri að hann
gerðist lærisveinn sveitunga síns,
Bjarna Pálssonar frá Upsum
sem þá var landlæknir í Nesi við
Seltjörn. Að námi loknu þar
komst Jón í mikið veraldar-
vafstur. Gerðist meðal annars
skipslæknir á herskipi sem lenti í
höndum sjóræningja og mann-
drápara, en bjargaði lífi sínu
með því að sýna lækningatækin.
Kemst svo þaðan og á annað
skip og I það ævintýri að vera
sóttur til að lækna dóttur ntikils
háttar höfðingja og valdamanns,
sem honum tókst með prýði, en
varð svo að laumast brott í nátt-
ntyrkri frá öllu saman til að
sleppa við að kvongast dömunni
og gerast austurlenskur höfðingi
sem honum stóð til boða og
virtist ekki amalegt.
Jón Pétursson langaði heim
eins og svo margan fyrr og síðar.
Heim komst hann oggerðist hér
fjórðungslæknir eins og það var
nefnt þá og var ekkert smáræði,
enda náði starfssvið hans yfir
Norðurland allt, eins og nafnið
bendir til. Mundi þykja örðugt
nú á dögum, hvað þá á þeim
tíma í allri vegleysunni og með
öll vatnsföll óbrúuð. En Jón
Pétursson þótti snjall læknir,
talinn forspár, skrifaði lækninga-
bók sem lengi var notuð og
sagði fyrir um dauða sinn sem
alveg gekk eftir. En þá var hann
á leið suður á Leirá til að lækna
sjálfan Magnús Stephensen.
Hann dó í Reykholti á suður-
leið, en hafði áður lagt fyrir
fylgdarmanninn að færa Magnúsi
ráðleggingar sínar og meðul sem ■
honum svo batnaði af.
Þorsteinn aumingi
Svo er það nítjándu aldar
maður sem e.t.v. er mestur
þessara manna sem nefndir hafa
verið, og engar sagnir eru um,
heldur saga í manna minnum.
Hann hét Þorsteinn Þorkelsson,
mikilsmetinn þjóðsagnaritari,
barnafræðari og sálmaskáld.
Hann steig aldrei heilum fæti á
jörð eftir níu ára aldur, lá í bein-
kröm eða liðagigt heilan áratug,
bæði heima og á Akureyri og
varð síðan alla ævi að dragast
áfram á hækjum, enda í daglegu
tali manna nefndur Þorsteinn
aumingi vegna þessarar bækl-
unar. En hann lærði bókband á
Akureyri af Friðbirni Steinssyni
strax og hann komst á ról, gerð-
ist síðan barnakennari og bók-
bindari í Höfðahverfi og á
Látraströnd um árabil, hefur
líklega kennt börnum séra Björns
í Laufási og Einars í Nesi meðal
annarra. Ug í Keflavík fór hann
með Jóni Loftssyni sveitunga
sínum er hann hélt þar sinn sjó-
mannaskóla á þeirri tíð. En
heint í dalinn kemur hann svo
skömmu fyrir þjóðhátíðarárið
1874, og er þar aðalforsagnar-
maður með frænda sínum,
Zóphóníasi, frá Brekku, síðar
prófasti í Viðvík. Þessi hátíð
Svarfdælinga þótti takast með
þeim ágætum að víða var rómað
þá og lengi í minnum haft. Nú
sest Þorsteinn að í dalnum,
kennir börnum og bindur bækur
og ritar mikið af alls konar þjóð-
legum fróðleik, stofnar lestrar-
félag og gefur því allar bækur
sínar, ýtir undir stofnun spari-
sjóðs, yrkir kvæði og sálma sem
nokkrir hafa verið og eru í
sálmabókum og þykja sórna sér
þar vel, eins og sálnturinn sem
þannig byrjar:
Ég fell í auðmýkt (latur niður
á fótskör þína, Drottinn minn,
mitt hjarta bljúgt og heitt þig biður
um hjálp og náð og kraftinn þinn,
aö sigra hverja synd og neyð
er særir nrig unr æviskeið.
Allir vitna sálmar Þorsteins
um einlægni og auðmýkt krist-
ins manns og eru því sígild til-
beiðsla hverjum þeim sem nálg-
ast vill guð sinn I bæn og trú. Og
þessi maður, svo bæklaður sem
hann var, varð samt eins konar
andlegur leiðtogi sveitar sinnar
og slíkur höfðingsmaður sem
hún skyldi lengi muna.
Þótt ofI hafi að Svarfdælum
sorfið á liðinni tíð hafa þeir samt
haldið velli og sínum hlut í sam-
félaginu, átt og eiga ýmsa
merkismenn, aflakónga, gilda
bændur og búalið, og enn í dag
unga lærdóms- og fremdarmenn.
Það er trúa mín að sá þáttur sem
þeirspinna í þjóðarvoðina verði
jafnan góður þáttur. Á þann
hátt munu þeir halda í heiðri
nafni sveitar sinnar, að svíkjast
aldrei um neitt sem þeim var til
trúað, svo sem góðum íslendingi
sæmir. Og syngja munu þeir
jafnan eitt og annað um dalinn
sinn, eins og t.d. þetta sem einn
þeirra setti saman:
Svarfaðardalur,
söguhólmans prýði,
háljallasalur,
þig helgar vættir skrýði
og blessi meðan bárur
brotna á fjörusandi
og líf er í landi.
Að lokum kveð ég svo mína
kæru sveitunga með þökk og
blessunaróskum og öllum góð-
um vinum og samstarfsmönnum
sendi ég kveðju ogþökkogóska
öllum landsins lýð velfarnaðará
komandi tímum. í Guðs friði.
NORÐURSLÓÐ 5
Snorri Sigfússon skólastjóri.