Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1984, Side 8

Norðurslóð - 14.12.1984, Side 8
Aðalskilarétt Svarfdæla í þúsund ár? Júlíus J. Daníelsson ATHUGIÐ Sparisjóöur Svarfdæla verðuropinn til hádegis á aðfangadag jóla og á gamlársdag. Sjóðurinn verður lokaður miðvikudaginn 2. jan. ’85 vegna áramótauppgjörs. Sparisjóðurinn - Ljósm. J. J. D. staðarétt því margir bændur úr miðsveitinni ráku f’é sitt í Svein- staðaafrétt a vorin. 20-24 nrönn- um var ætlað að smala Svein- staðaafrétt og fóru þeir að heiman á sunnudag og gistu á mánudagsnótt á fremstu bæjunt Skíðadals, meðan þeir voru í byggð og um árabil í framhúsi á Sveinsstöðum sem hékk uppi í nokkur ár eftir að jörðin var yfirgefin. Um skeið var gist í hlöðu á Krosshóli og baðstof- unni þar, eftir að jörðin fór í eyði. Næst er bjargast við bragga yfir menn og hesta um árabil, en fyrir nokkrum árum var komið upp myndarlegri byggingu sent er hin ángæju- legasta vistarvera fyrir gangna- mennina og ekki var hestunum heldur gleymt. Mánudagurinn var hinn fasti smölunardagur um alla sveitina og kapp lagt á að rétta svo snemnta að sundurdrætti væri lokið fyrir myrkur. Við hverja rétt voru tilteknir menn sem tóku í sína umsjá þær kindur sem eigendur fundust ekki að um kvöldið og bar að skila þeim í Hofsrétt ekki seinna en um hádegi á þriðjudag. Hofsrétt var því alltaf nefnd úrtíningsrétt og þar fór fram síðasta réttar ragið á hverju hausti og fjallskilastjóri tók í sína vörslu kindur með ólæsi- legum mörkum og ómerkinga. í Guðmann á Tungnfelli In Memoríam Réttarrústir í Hofsgili, Ingólfur Júlíusson horfir á. Hofsrétt var sæmilega stór almenningur og fjórir dilkar. Haustið 1928 var síðast að- greindur úrtíningur í Hofsrétt, því næsta haust fór allur sundur- dréttur fram í Tungurétt ný- byggðri og hefur hún verið aðal- rétt sveitarinnar síðan. Þá var Hofsrétt urn langt árabil markaðsrétt Svarfdæla. í réttum. Fjárkaupmenn frá Akureyri riðu út í dal daginn fyrir markaðinn og gistu þar, en bændur ráku fé sitt í réttina morguninn el'tir og þar fóru viðskiptin fram. Þá var sýning á búfé og heimilisiðnaði í Hofsrétt árið 1880. Gunnlaugur Gíslason. Guðmann skar sig úr Ijöldan- um á fleiri vegu. Hann átti sér hugaríþrótt, sem hann ástund- aði alla tíð og létti með því sér og öðrurn hversdagsstritið. Hann setti saman vísur og ljóð og var óspar á aðyrkja bæði um sjálfan sig og aðra. Vísur hans fengu vængi og ílugu um dalinn og gerðu mörgum glatt í geði, lausavísur, bændarímur, ljóð og sálmar, en hann var mikill og einlægur trúmaður. Allt varð Guðmanni að yrkisefni. Ekki var það allt vandað eða fínhellað, en samt var alltaf einhver „neisti" í vísunum hans Manna. Þær þekktust úr, þær báru glögg höfundareinkenni. Með syni unga og auðargná oft er slunginn lifs í þrá. Grænar bungur greitt kann slá Guðmann Tungufelli á. Þetta orti Guðmann um sjálfan sig í bæjarvísnasyrpu og gæti verið gott sýnishorn af vísnasmíð hans, sem hann gerði sér og öðrum til skemmtunar líklega hundruðum saman. Nú slær hann þó ekki meir hér megin grafar. En ef satt er að hinumegin séu líka grænar bungur og slægjur góðar, þá er alveg víst að þangað Ieitar Guðmann með orfið sitt og skárar mikinn sér til skemmt- unar og drottni til dýrðar. „Ellin hallar öllum leik". Svcj brá við á síðastliðnu vori, að Guðmann kom ekki heim í dalinn. Heilsan var brostin eftir langt og athafnasamt ævistarf. Hann dó í lok nóventbermánað- ar og var jarðsunginn í Reykja- vík þriðjudaginn II. desember. Svarfdælingar munu hugsa hlýtt til Guðmanns á Tungufelli nú og framvegis. Hann var einn þeirra samlérðamanna, sem settu svip á umhverfi sitt og krydduðu svarfdælskt mannlíf á miðri tuttugustu öldinni. H. E. Þ. Eftirfarandi pistla fékk blaðið hendur rétt fyrir útkomu jóla blaðsins 1983. Ekki reyndist unr að koma þessu efni inn í það blac Ekki kemur það að sök, því forn fróðleikur, sem þetta er, hefur ekki tímabundið gildi. Hann er alltaf vel þeginn og þakkar blaðið höfundunum fyrir framlag þeirra. Ritstj. Suntarið 1982 fórum við tveir feðgar í pílagrímsferð upp í Hofsárgil og alla leið upp að fossi. Ég hafði haft þennan foss fyrir augunum allt frá bernsku, hann var það fyrsta sem við blasti af hlaðinu í Syðra Garðs- horni á morgnana, þegar á annað borð var birta og skyggni og nú var loksins af því komið að heilsa upp á þennan gamla vin. - En við áttum líka annað erindi og það var að skoða gömlu Hofsréttina, eða það sem eftir var af henni þarna í gilinu. Ég hafði heyrt bæði pabba og afa tala um þessa rétt og fjár- markaðina þar. Þangað komu kaupmenn af Akureyri og keyptu fé á fæti og létu reka inneftir til slátrunar og þar var á ferðinni á sínum tíma Coghill hinn skoski, kaupmaðurinn, sem keypti sauði fyrir gullpeninga, sem hann reiddi með sér I klyfja- töskum. Ekki er nú vitað hve lengi Hofsrétt hefur verið aðskilarétt eða úrtíningsrétt Svarfdæla, en líklegt er að það hafi hún verið allt frá fyrstu áratugum byggðar í dalnum á 10. öld. Haustið 1923 tók Tungurétt við hlutverki Hofsréttar. Þaðár var tíðin svo mild og góð á Góunni að Svarfdælingar grófu þá fyrir undirstöðum Tungu- réttar og luku svo við hana um sumarið. „Við Hallgrímur á Melum gengum heilan dag þarna um melana á Tungunum til þess að velja réttinni stað,“ sagði Björn R. Árnason frá Atlastöðum, (síðar á Grund) mér löngu seinna. Þeir voru þá báðir í hreppsnefnd. Tungurétt varð sextug á sl. hausti og var þess getið sem Guðmann fyrrverandi bóndi á Tungufelli hér í sveit andaðist í Reykjavík þann 27. nóvember. Guðmann Kristinn Þorgríms- son var fæddurá Miklhóli í Við- víkursveit í Skagalirði 12. febrúar 1898. Foreldrar hans voru hjón- in Þorgrímur Helgason og Salbjörg Jónsdóttir, bæði Út- skagfirðingar og bjuggu búi sínu á Miklholti. Guðmann kvæntist, kominn undir þrítugt, Þóru Þorvalds- dóttur Baldvinssonar bónda á Tungufelli. Þessi ráðahagur beindi sporum hans hingað í Svarfaðardal, því 1929 llutti hann hingað með konuna og fyrsta barn þeirra, Salbjörgu Helgu, fædda 1928, og hóf búskap á eignarjörð tengda- foreldranna, I ungufelli. Þar bjó Ijölskyldan til 1953, er þau hjónin Iluttu til Reykjavíkur, þangað sem flest börnin voru komin á undan þeim. Það er gömul og ný saga á íslandi. Á Tungufelli fæddust börnin: Þorgrímur 1930, Þorvaldur 1931, Höskuldur 1932, Kristín 1934, Hartmann 1935, Hallgrímur 1939, Rósa 1941, Guðmann 1945. Það er öllum fulltíða Svarf- dælingum án efa í fersku minni, hvílíkur óhemju dugnaðar- og áhugamaður Manni á Tungu- felli var á sínum velmegtardög- um. Hann var varla einhamur þegar hann lagði til atlögu við grjót og stórþýfi og sléttaði og færði út Tungufellstún. Ogekki sparaði hann sig frekar, þegar hann vann fyrir aðra. Hann var bókstaflega metinn tveggja manna maki og eftirsóttur til vinnu eftir því. Ekki mun það hafa verið af því að hann brysti búskapar- áhugann að Guðmann brá búi og flutti til Reykjavíkur. Hann undi þó allvel ítag sínum fyrstu árin, en þó var hugurinn fyrir norðan. Þegar svo Þóra andað- ist 1965 tók sú hugsun aðsækja á hann að hann ætti ekki heima verðugt var hér í Noðurslóð. Þegar Hofsrétt var lögð niður hefur hún líklega verið orðin þúsund ára og þar hafa þá yfir þrjátíu kynslóðir forfeðra okkar ragað fé á hverju hausti. Ég bað Gunnlaug á Sökku sem lengi var oddviti Svarfdæla að segja eitthvað frá réttum í Svarfaðardal áður fyrr og einkanlega Hofsréttinni, en hann ólst upp á Hofi. Gunnlaug- ur brást vel við þessu og birtist frásögn hans hér. Gunnlaugur á Sökku með sonar- sonardóttur sína Rósu. Réttir í Svarfaðardal Frá því ég man fyrst eftir hafa göngur og réttir í Svarfaðardal farið fram um helgina í tuttug- ustu og annarri viku sumar, með sárfáum undantekningum. Frá bernskudögum man ég eftir þessum réttum í dalnum: Hálsrétt, Hofsrétt, Kóngsstaða- rétt, Skeiðsrétt, Þverárrétt, Holtsrétt og vel gæti ltafa verð rétt úti á Ufsaströnd. Sjálfsagt hefir flest fé komið að Kóngs- Guðmann á Urðarhlaði. fyrir sunnan. Hann hefur vafa- laust á sinn hátt spurt sig þessar- ar spurningar, sem skáldið orðar svo: „ . . . hvers vegna ertu hér/hafrekið sprek á annarlegri strönd?" Hjá honum þróaðist sú hug- mynd, að hann gæti tekið upp búskap á Tungufelli á ný,jörðin var jú í eyði. Sú hugmynd var þó fyrirfram dæmd til að mistakast, en Guðmann þráaðist við að viðurkenna það. Ár eftir ár kom hann hingað norður á vor- dögum og með tilstyrk skilnings- ríkra nágranna gat hann eytt sumrinu í svarfdælska fjalla- faðminum. En þegar vetur gekk í garð kom eitthvert af börnurn hans og sótti hann heim úr sumar- haganum. Þau skildu að þetta var honum nánast lífsnauðsyn, enda þótt þau vissu fullvei að draumurinn um búskap áTungu- felli væri ekki á raunsæi reistur og gæti ekki ræst. 8 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.