Norðurslóð - 14.12.1984, Side 9
Ævintýralegur
kosningaleiðangur
Fyrir nokkrum árum síðan var
Norðurslóð send neðanskráð frá-
sögn af eftirminnilegum kosn-
ingaleiðangri Dalvíkinga árið
1903. Sendandinn var Sigurjón
Sigtryggsson á Siglufirði Svarf-
dælingur að ætt og kunnur
fræðavinur. Siguijón bauð
blaðinu greinina til birtingar og
fylgdu henni svo felld fororð:
Grein þessi birtist o.s. frv.
Grein þessi birtist í blaðinu
„Einherji“ Siglufirði 21. júní
1946 og er eftir Friðleif Jóhanns-
son frá Háagerði á Ufsaströnd nú
til heimilis á Siglufírði.
Tilgangurinn með grein
þessari, er að forða frá glötun
nokkrum fróðleik um seinustu
opinberu Alþingiskosningar, sem
fram fóru hér á landi þegar nafn
hvers kjósenda var kallað upp og
hann svaraði i heyrenda hljóði
hverjum frambjóðenda hann
greiddi atkvæði.“
Norðurslóð þakkar Sigurjóni
sendinguna og góðan hug til
blaðsins og birtir frásögn
Friðleifs með ánægju.
Breytt viðhorf
Árið 1903 var síðasta árið, sem
kosningar til Alþingis fóru fram
opinberlega (kosið upphátt). Þá
höfðu aðeins karlmenn 25 ára
og eldri kosningarétt.
Kosningin fór fram á öllu
landinu, dagana frá 2. -6. júní.
Þá voru í framboði í Eyja-
íjarðarsýslu Klemenz Jónsson
sýslumaður og bæjarfógeti á
Ákureyri, Hannes Hafstein
sýslumaður og bæjarfógeti á
ísafirði og Stefán Stefánsson
bóndi í Fagraskógi. Allir þessir
frambjóðendur voru fylgjandi
heimastjórnarstefnunni. J.V.
Havsteen kaupm. á Akureyri var
frændi Hannesar Hafsteins, og
vildi af öllum mætti styðja
frænda sinn til þess að ná
kosningu í Eyjafjarðarsýslu.
- Sendi hann því trúnaðarmenn
út um sveitir til þess að mæla
með H. Hafstein, sem þá var
talinn mesta höfðingjaefni á
þeim tímum.
Hjá J.V.H. var þá verzlunar-
maður Hannes Jónasson (nú
bóksali á Siglufirði), ungur og
ötull maður, sendur út um
sveitir vestan Eyjafjarðar. Varð
Hannesi allmikið ágengt, þó
við ramman reip væri að draga.
Því margir bændur voru tregir
til að hverfa frá Stefáni bónda. -
En hér voru sjáanlegir miklir
yfirburðir hjá H. Hafstein, fram
yfir hinn, eins og líka kom á
daginn. I Eyjafjarðarsýslu átti
að kjósa laugardaginn 6. júní á
Akureyri, þangað varð því hver
og einn kjósandi að sækja
kjörfund. All flestir bændur út
með firðinum fóru á kjörstað á
hestum, en þeir, sem við sjóinn
bjuggu, höfðu engin hross, og
urðu þessvegna að fara á
árabátum, því að þá voru hvorki
vélbátar eða flugvélar eins og nú
eru til ferðalaga.
Eftir hádegi föstudaginn
þann 5. júní 1903 lögðu 2 ára-
bátar frá Dalvík, áleiðis til
Akureyrar, á þeim voru 17
menn, allt kjósendur, til þess að
mæta á kjörstað daginn eftir. Á
þeim bátnum, sem fyrr lagði á
stað voru 8 menn, og fór hann 2
stundum fyrr en sá síðari, sem á
voru 9 menn. Þegar lagt var á
stað frá Dalvík var logn og
blíðuveður þar til komið var
austur hjá Birnunesnöfum, en
þá var komið ofsaveður af suðri,
sem var beint á móti, út
Eyjafjörðinn, og því engin tök
til þess að halda ferðinni áfram.
Var þessvegna það ráð tekið
að setja bátinn á land á Litla-
árskógssandi og bíða þar, ef ske
kynni, að veðrinu slotaði. En
fyrri báturinn náði til
Hjalteyrar, og settist þar að.
Nú víkur sögunni til þeirra,
sem á síðari bátnum voru. Þeir
bíða þar til seint um kvöldið, en
ekki lægir veðrið og eru sumir
mjög hugsandi yfir þessu
Friðleifur Jóhannsson.
ástandi, og vita, að hinir Svarf-
dælir eru komnir til Akureyrar
og ná í kosningu, sem byrja átti
kl. 10 morguninn eftir.
En nú sjá menn, að stórt
gufuskip kemur utan fjörðinn,
vestan við Hrísey.- Nú eru 2
menn fengnir þar á staðnum til
þess að fara með bátinn í land, ef
bátsmenn fengju far til
Akureyrar með’skipinu. Þá er
róið í veg fyrir skipið, sem hægir
ferðina, svo nú er lagt að hlið
þess og beðið um far fyrir 9
menn til Akureyrar. Svarið var
stutt: „Velkomið. Verið fljótir
um borð.“ „Látið bátinn fara í
land.“ Öllu þessu var hlýtt. Allt
gekk sem í sögu, 9 menn upp á
þilfar, en 2 með bátinn í land.
Nú brunaði skipið inn fjörðinn
og inn fyrir Hjalteyri, en þá kom
fram bátur sá, sem fyrr lagði á
stað frá Dalvík ognáði Hjalteyri
í hvassviðrinu, nú hægir skipið á
sér, og mönnunum skipað að
vera fljótir að hlaupa upp
stigann, en vegna ofviðrisins,
skipaði skipstjóri að sleppa
bátnum, og voru þá 2 menn eftir
í bátnum, og eitthvað af dóti
þeirra. Þessir 2 menn sneru
bátnum til lands og lentu á
Hjalteyri og fengu hjálp til þess
að setja bátinn upp en fóru svo
gangandi til Akureyrar næsta
morgun, og þótti þeim sín ferð
all ill.
Nú er til þess að taka að skip
brunar inn Eyjafjörðinn bjarta
vornóttina, á móti ofsaveðri af
suðri, og leggst fyrir ankeri
innarlega á Akureyrarhöfn, því
þá var engin hafskipabryggja
komin þar. Komu þá ferjumenn
fram að skipinu og fluttu liðið í
land, sem voru siglfirzkir
borgarar, en skipið var
„Minerva" hvalflutningaskip
frá Önundarfirði, sem var um
þetta leyti að sækja hvali til
Siglufjarðar er skotbátarnir
höfðu lagt þar til geymslu á
firðinum.
Höfðu Siglufjarðarkjósendur
fengið skipið til þess að flytja þá
á kjörstað, og fyrir góðvilja
þeirra fengu bátshafnir þær,
sem fyrr eru nefndar, far með
skipinu í ofveðrinu til
Akureyrar, án þess þó að spyrja
eftir því, hvern mann við
ætluðum að kjósa, (eins og
stundum hefur komið fyrir). En
í þetta sinn vorum við Dalvík-
ingar á báðum bátunum, 17
menn, og Siglfirðingar samtaka
með að kjósa Hannes Hafstein.
Strax þegar á land var komið
á Akureyri, dreifðust þá menn
um bæinn, en þetta var um kl. 3
um nóttina, 6 menn af öðrum
bátnum fóru á Hótel Akureyri,
sem þá hafði verið opnað fyrir
nokkrum Siglfirðingum, sem
með s.s. „Minerva“ komu þá
um nóttina. Þar voru þeir mestir
gleðimenn séra Bjarni Þorsteins-
son, Helgi Guðmundsson læknir
og verzlunarstjóri Carl Júl.
Grönvold, og ýmsir fleiri.
Siglfirðingarnir höfðu fengið
stofu sér á hótelinu, til þess að fá
sér hressingu eftirsjóferðina, en
þeir Dalvíkingar, sem á hótelinu
voru, gátu ekkert rúm fengið, til
þess að leggja sig fyrir í þennan
næturpart, en gátu aðeins fengið
að sitja inn í drykkjustofu
hótelsins.
Þegar Dalvíkingarnir höfðu
setið litla stund í stofunni kemur
Helgi Guðmundsson læknir til
þeirra, og spyr þá hvort þeir vilji
heldur „bjór eða brennivín". 5
af þessum kjósendum vildu
heldur brennivín, því þeim var
fremur hrollkalt (og voru það þá
engir vínmenn), en einn þeirra
hafði oft smakkað brennivín, en
aldrei bjór, segir: „Eg skal
þiggja einn bjór.“ Þá segir Helgi
læknir: „Þetta er allt í lagi eins
og þið viljið“, og fer en eftir litla
stund kemur þjónn hótelsins
með 5 staup af brennivíni og 1
flösku af bjór, sem tekið var við
með þökkum. En þegar sá, sem
bjórinn fékk í sinn hlut, fór að
smakka, þá þótti honum lítið til
hans koma, og vill helzt ekki
drekka svona drykk, og grettir
sig allan. En eftir all langan tíma
er hann þó búinn að yfirvinna
bjórinn og sagði, að sér hefði
þótt hann vondur.- En rétt í
þessu kemur Helgi læknir fram í
stofuna aftur, og þakka þá allir
fyrir veittan greiða,- En þá segir
sá, sem bjórinn hlaut í sinn hlut:
„Máske ég þiggi eitt staup.“ Þá
hló Helgi læknir, og hinir líka,
og samstundis var manninum
veitt eitt staup af brennivini.-
Þegar fram á laugardagsmorg-
uninn kom og fólk komið á
fætur í bænum, fengu ýmsir sér
hressingu, en þá þurfti að gæta
sín, og sinna manna vel, því þá
var reynt að tala um fyrir
mönnum á allan hátt,afbáðum
flokkunum, ef ekki gat dugað
með orðum, þá með veitingum,
svo mótstöðumaðurinn féll í
valinn og tekinn úr umferð.
Á laugardagsmorgun kl. 10
byrjaði kosningin úti í stórum
garði sunnan við verzlunarhús
Guðm. Efterfölger á Akureyri.
Þar var pallur reistur upp fyrir
frambjóðendur og skrifara. Þá
var byrjað á Öngulstaðahreppi,
og svo fram Eyjafjörðinn, þá
Saurbæjarhreppur, Hrafnagils-
hreppur, svo Ákureyri, því þá
var hún með sýslunni, þá Glæsi-
bæjarhreppur, Ólafsfjarðar-
hreppur og síðast Hvanneyrar-
hreppur. Sýslum. Klemens
Jónsson stóð á pallinum og las
kjörskrá hvers hrepps eftir
stafrófsröð, þannig að sýslu-
maður kallaði upp nafn hvers
kjósenda: „Hvern kjósið þér?“
Ef einhver kjósandi var ekki
viðstaddur, þegar nafn hans var
kallað upp, þá gat hann ekki
kosið, fyrr en síðast, þegar sú
kjörskrá var á enda, sem hann
stóð á.- Allt gekk nú sæmilega
þó voru stöku karlar teknir af
lögreglunni úr umferð, og
geymdir þar til allra síðast um
kvöldið. En allmikill spenn-
ingur var í mörgum, meðan á
atkvæðagreiðslu stóð, og var þá
hægðarleikur að fara mjögnærri
um hver sigur bæri að kvöldi.
Þegar fór að líða á daginn og
komið var í úthreppana, þá var
farið að halla á Hannes
Hafstein, því allir kjósendur
Svarfaðardalshrepps, sem var
lang atkvæðamesti hreppurinn,-
kusu allir Stefán Stefánsson,
nema Dalvíkurmenn, sem stóðu
allir saman 17 að tölu, um
Hannes Hafstein, Ólafsfirðing-
ar fylgdu Stefáni, en þaðan voru
fá atkvæði.- En allir Siglfirð-
ingar, sem á kjörstað komu
þennan dag, fylgdu Hannesi
Hafstein, sem mun hafa verið
innan við 20 atkvæði,- Þegar
allri atkvæðagreiðslu var lokið,
þá lýsti Kl. Jónsson sýslumaður
yfir því, að eftir hálftíma skyldi
han tilkynna úrslitin. Þann tíma
biðu bargir með óþreyju eftir
fullnaðarúrslitum,- Þá voru
margir farnir að verða allmikið
ölvaðir, og allvíða hávaðasamt.
En eftir hinn tiltekna tíma, kom
Kl. Jónsson sýslumaður út á
pallinn, og sagði, að nú væri
endanlega búið að ganga frá
kosningunni, og las því næst
upp talningu, sem hér fer á eftir:
Klemenz Jónsson, sýslu-
maður og bæjarfógeti, 363 atkv.
Hannes Hafstein, sýslumaður
og bæjarfógeti 213 atkv.
Stefán Stefánsson, bóndi 190
atkv.
Voru því greidd alls 766 atkv.
í allri Eyjafjarðarsýslu,
Akureyri og Siglufirði.
Þannig bar Hannes Hafstein
sigur af hólmi (með 23 atkv.
mun) þann 6. júní 1903, og varð
fyrsti íslenzki ráðherra Islands,
og barðist fyrir því að Island
kæmist , í símasamband við
önnur lönd, sem og líka varð.
Þegar Klemenz Jónsson
sýslumaður var búinn að lesa
upp atkvæðatölurnar var
hrópað margfalt húrra af H.
Hafsteins-mönnum, en illur
kurr og gremja var í liði Stefáns,
en hann þurfti ekki lengi að bíða
eftir þingsetu, því Kl. Jónsson
varð landritari, þegar Hannes
Hafstein varð ráðherra og sagði
af sér þingmennsku, þá kom
Stefán bóndi í staðinn.-
Eftir að úrslitin voru tilkynnt,
var farið að búa sig til heim-
ferðar, þá strax um kvöldið, en
það gekk fremur seint að tína
menn saman, þá, sem með
skipinu áttu að fara, því að
marga þurfti að kveðja, og mjög
svifasamt, því margir voru þá
góðglaðir, og vildu helzt vera
lengur,- Þó fór svo, að skipið fór
kl. 2 á sunnudagsnóttina, og
allir Siglfirðingar og Dalvík-
ingar, sem með því komu. Var
þá orðið hægviðri og fagurt að
sigla út Eyjafjörð á móti
vorsólinni, sem þá var að hefja
sig úr hafi. Þegar skipið kom út
að Litla-Árskógssandi, settu
þeir út skipsbátinn, og fluttu
Dalvíkingana í land, og Siglfirð-
ingar og skipsmenn sem
vakandi voru, kvaddir með
þökk fyrir ferðina, og lagt af
stað til Dalvíkur, en „Minerva“
setti á fulla ferð vestur á
Siglufjörð. Fr. Jóh.
Kveðja til Guðmanns
Þann 27. nov. 1984, andaðist í
Reykjavík Guðmann Þorgríms-
son ávallt kendur við Tungufell í
Svarfaðardal. Guðmann var
ofurhugi, kunni vart að hræðast
og talinn með harðduglegustu
mönnum, sinnar samtíðar. Hann
var fjallgöngumaður mikill og
hefði efalaust náð langt í þeirri
list, hefði hann haft yfír þeirri
tækni að ráða, sem nú býðst á þvi
sviði.
Fjallaslóðir feta vann
frœkinn mjög var talinn.
Elliðanum eftir rann,
eins og grundum smalinn.
Kom hann sér til vina vel
víðs á fyrri dögum.
Býr nú hlýtt við hugarþel
með hreystibrag órögum.
Þegar vor um breiða byggð
og blómskrúð fegurst skarta.
Atthaganna taumlaus tryggð
töfrar mannsins hjarta.
Æskubyggð og óðal hans
alltaf laðar drenginn.
Kjarkurinn þess mæla manns
þó, mjög til þurðar genginn.
Sem farfuglinn hann síðar sest
I Svarfdælskt tún, að vori
þar unir hann sér aUrabest
með ásl í hverju spori.
Þegar heimi fór hann frá
og fengust línur skírðar.
Leyfðu honum Drottinn landið sjá,
í Ijósi sumardýrðar.
Ég votta börnum hans og fjöl-
skyldum þeirra einlæga samúð.
Guð blessi minningu hans.
Bóndinn í Birkimel.
NORÐURSLÓÐ - 9