Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1984, Síða 13

Norðurslóð - 14.12.1984, Síða 13
Baunasálmurinn Ljóðagetraun Svarfdælskur humor 1984 Einn af hollvinum Norður- slóðar sunnan heiða, Gísli Kristjánsson frá Brautarhóli, sendi blaðinu snemma á þessu ári eftirfarandi pistil þ.e. gaman- kvæði Halldórs Jónssonar (Dóra á Völlum og Þverá) um það er hann var sendur frá Völlum til að fá lánaðar matbaunir í Brautarhóli. Gísli skýrir tildrög þessa og fer nokkrum orðum um ástand og aðstæður hér í b.Vggðarlaginu á þriðja áratug aldarinnar. Gísli hefur fengið góðfúslegt leyfi frá ekkju og einkasyni Halldórs heitins til að bjóða blaðinu þetta efni til birtingar, - og gerum við það með ánægju. Ritstj. Saga Dalvíkur 2. bindi, bls. 11-74, segir sögu verslunar og viðskipta á Dalvík l'rá upphafi og til ársins 1920, eða þar um bil, svo vel og greinilega að naumast eða ekki verður betur gert. Hve vel verslunin sá fyrir útvegun nauðsynja handa íbú- um hreppsins, sem þá var einn og náði yfir Svarfaðardal og Böggvisstaðasand, er þar ekki frá greint, enda vandgert því að þarfir og kröfur fólksins hefði jafnframt orðið að meta á hverjumtíma. Hitt varlíkastað- reynd, að heimafengnar nytjar, til lands og sjávar, voru á nefndu skeiði taldar fullnægj- andi í mörgum greinum, að minnsta kosti í því er matföng snerti, þó að undanskilinni kornvörunni. Heimilisiðnaður- inn var á þeim tímum svo umfangsmikill, að smámunir einir voru sóttir í verslanir, en íslenska ullin þótti þá ágætt hrá- efni til alls þess, er til klæðnaðar taldist. Hitt var líka staðreynd, að í umtalsverðum mæli fóru fram vörubýtti og fram að þeim tíma höfðu bændur verulegt sjávargagn, þeir stunduðu sjó nokkurn hluta ársins og hinir, sem þá voru að flytja á ,,mölina“ höfðu nokkrar nytjar af búfé. Þess minnast ýmsir, að á sumrin var heill hópur mjólkurkúa Dalvíkinga á beit á Flæðunum fram um 1940. Á árunum eftir 1920 voru eftirtaldar verslanir á Dalvík: Útibú Kaupfélags Eyfirð- inga. Höpfnersverslunar á Akureyri. Verslunar Kristjáns Árnasonar, Ak. Verslun Sigurðar F5. Jóns- sonar. Ætla mætti, að í svo mörgum sölubúðum, sem um þetta leyti útveguðu neytendum aðfengnar vörur, hafi ekki verið um að ræða þurrð nokkru sinni. En þessu fór Ijarri. Samgöguskil- yrði voru ekki alltaf ótrufluð né heldur innkaup erlendra nauð- synja eða flutningur þeirra til hafna umhverfis landið og þá Halldór Jónsson. einkum til lítilla verslunarstaða eins og Dalvík var þá. Á styrjald- arárunum 1914-1918 vantaði sitt af hverju, stundum um vikna eða mánaða skeið, og hliðstæðs gætti nokkuð fram yfir 1920. Þetta var staðreynd á árunum 1925 og 1926, en umræddur tímabundinn skortur á mat- baunum, einmitt þá, varð til- efni þess, að til var Bauna- sálmurinn, sem ýmsir aldnir Svarfdælingar kunnu, en sá sálmur mun nú að falla í gleymsku, þó snjall þætti á sínum tíma. í framangreindum atriðum er tjáð forsendan fyrir því að sálmurinn varð til. Versl- anirnar fjórar gátu ekki fullnægt óskum eftir matbaunum. Þávar lánað milli heimila uns nýjar birgðir komu í verslanirnar og þótti það góð lausn og ágæt. Við svona kringumstæður skeði það, að hið fjölmenna heimili, prestsetrið á Völlum, lenti í baunaþroti, en á næsta bæ voru enn til matbaunir, sem sjálfsagt var að lána af í bili. Þá var á Völlum vinnumaður, Halldór Jónsson frá Hverhóli, góður hagyrðingur og hagvirkur að eðlisfari. Það kom í hans hlut að sækja baunirnar, sem fengn- ar voru að láni uns einhver verslananna á Dalvík fengi nýjar baunabirgðir. Auðvitað fór vinnumaðurinn ekki erindisleysu. Baunirnar afgreiddi Sigurjón Kristjánsson og með þær fór Halldór, kátur að vanda og léttur í lund svo að Jólaöl f rá Sana Pantanir í Sanajólaölið eru teknar í Kjörbúð Skíðabraut og í síma 61304 á kvöldin. Afgreiðsla á fimmtudag 20. og föstudag 21. des. eftir kl. 17, en á laugardag 22. og sunnudag 23. des. frá kl. 13-22. Sanitasumboðið Ásvegi 13, sími 61304. kímnigáfan og skáldgáfan voru ofarlega á baugi á leiðinni frá Brautarhóli að Völlum. Þá varð til hinn frægi Baunasálmur, stæling á rími sálmsins: „Ó blessa Guð vort feðrafrón." Og af því að tilmæli hafa verið uppi um að birta sálminn í Norðurslóð svo að hann félli ekki alveg í gleymsku, þá var og er hann svona: Ó blessa Guð vorn baunaspón úr búinu hans Stjana. Lát ekkert mœta magatjón. í miskunn lít d Sigurjón, sem litlu aj vill lána. Hnýt ofan yfir öjlug bönd svo ekkert J'ari niður. Og vernda þœr með hug og hönd og haltu beint að sultarströnd svo mettist manna kviður. Svo Jjórðung bauna felum vér þér, Jjósamaður kœri. Og J'yrir rottum vel þœr ver svo verði þœr til saðnings þér og aðra endurnæri. Forsendur sálmsins voru ríkj- andi ástæður í verslunarmálum Dalvíkur umrædds tíma en sálmurinn var ortur I925 eða 1926. Halldór Jónsson fæddist II. ágúst árið 1900, ólst upp á Hver- hóli, kom að Völlum sem vinnu- maður eftir 1920, var þar fram yfir 1930, að undanskildu tveggja vetra námi í Laugaskóla í Reykjadal. Hann var góður hagyrðingur, vildi aldrei láta kalla sig skáld, léttur í lund, fyndinn og sérlega góður félagi. Halldór kvæntist Petrínu Soffíu Stefánsdóttur systir Maríu á Þverá konu Helga. Þau bjuggu lengst á Gili í Glerárhverfi, Akureyri. Sonur þeirra er Stefán, kennari, nú húsvörður á Kjarvals- stöðum í Reykjavík. Halldór andaðist í sept. 1977. G.K. 1. Hvað brenndi hún í eldinum? 2. Hvað hlutuð þið í vöggugjöf? 3. Hvar er nóg um hýreyg og heillandi sprund? 4. Hvað má í birkiskógnum líta? 5. Hver sprengdi grjót og gerði veg? 6. Hvað má lesa um í kvæði eftir Matthías? 7. Hvað tíndum við tvö saman á fjalli? 8. Hvar yrki ég skemmstan daginn? 9. Hver kallar á nafna sinn? 10. Hver skreytir skiparaðir? 11. Hvenær var ei til Steinastaða leiðin löng? 12. Hvaðan fóru karlar til fiskiveiða? 13. Hvern vef ég ljúflingsljóði? 14. Hverjir þvinga raddir úr stagi og streng? 15. Hvar vildi ég nú að yrði ærlegt regn? 16. Hvar hafði fólkið hversdagsyndi af hanagali á bænum? 17. Hver flýði í fang hans af ótta? 18. Hver les sig og endalaust lengir? 19. Hvar reið ég um sumaraftan einn? 20. Hver mælti: „Mér ógna þau vindský? 21. Hvað kom eftir seglskipið? 22. Hver leysír brátt úr vanda? 23. Hver kemur heim úr suðrinu heita? 24. Hver sat fastur með fætur úr marmara köldum? 25. Hvað fann guð hentast heimi? 26. Hvert héldu hljóðir og hógværir menn? 27. Hver bjó á Barði? 28. I hverju eru allir krakkar? 29. Hver lyftir blárri brún mót blíðum sólarloga? 30. Hvenær er gott að hætta hverjum leik? Vísufyrripartar 1. En sú blessuð blíðutíð, bara’hún endist fram á jól. II. Ríkisstjórnin ráðþrota rambar á heljarbarmi. III. Ríkisstjórnín ráðum slynga ræður fram úr hverjum vanda. Að vanda ætlar Norðurslóð að veita þrenn verðlaun: Fyrir ráðningu á krossgátu og ljóðagetraun og fyrir bestu vísubotna Hið ágæta bókarforlag Skjaldborg á Akureyri hefur lagt til verðiaunabækur af örlæti hjarta síns, en forlagið gefur út að vanda margar mjög svo eigulegar bækur fyrir þessi jól. Blaðið þakkar þessum vinum sínum og óskar þeim góðrar vetrarvertíðar. Lesendum sínum óskar það góðrar skemmtunar við ráðning þrautanna. Ég var að lesa bók Búskaparsaga Skriðuhrepps forna Þriðja árið í röð hefégnúfengið í hendur nýja bók úr fórum Eiðs Guðmundssonar á Þúfnavöll- um, sem lést í hárri elli snemma á þessum vetri. Þetta er Búskap- arsaga í Skriðuhreppi forna, framhald fyrri bindanna tveggja og er enn ekki komið á hrepps- enda. (Skriðuhreppur hinn forni náði frá Skógum á Þelamörkað Stóra-Dunhaga.) Árni J. Haralds- son áður bóndi á Hallfríðar- stöðum hefur séð um útgáfu þessa rits eins og hinna fyrri en Skjaldborgarútgáfan gefur hana út. Þrátt fyrir annríki við að setja saman þetta blað o.fl. dreif ég mig í að opna bókina, blaða í gegnum hana og lesa nokkrar langar glefsur. Ekki alla, hún er varla hugsuð til samfellds lestrar, en nóg samt til að mynda mér skoðun á verkinu. Það er fljótsagt, að allt virðist mér þetta vera hinar merkustu bókmenntir og öllum til sóma, sem að þeim standa. Ég þykist vita að fyrst og fremst verði bækurnar notaðar sem upp- sláttarrit þegar mönnum liggur á að vita eitthvað um menn og ættir á þessu svæði. Auðveldast mun vera að koma lesendum Norðurslóðar til skilnings á gi'ldi og nytsemi þessa verks með því að benda á hina svarfdælsku hliðstæðu, nefnilega ritið Svarf- dælingar I og II, sem núerorðin ómissandi handbók á hverju heimili hér um slóðir. Það má mikið vera ef Hörg- dælum heima og brottf'luttum finnst ekki þeir vera orðnir tölu- vert ríkari en áður eftir að hafa fengið þessar bækur í hend- urnar. Hliðstæða við Svarf'dælinga, sagði ég. Það er að vísu nokkuð ónákvæmt, því bæði efni og aðferð er talsvert annað hér, en þar að auki eru í þessari bók Eiðs nokkrir sjálfstæðir kaflar um athyglisverða menn fyrri tíma í Skriðuhreppi f'orna. Lengst grein er þar um föður hölundar, Guðmund Guðmunds- son bónda á Þúfnavöllum. Það er í rauninni samanþjöppuð ævisaga hans, rituð á svo gull- fallegu íslensku máli, að unun er að lesa. Oft sér maður í ritdómum að bók hafi verið svo frábær að lesandinn hafi ekki getað lagt hana frá sér fyrr en hún var á enda lesin t.d. kl. 4 eða 5 að nóttu. Oftast mun þetta vera skrum og skyldi enginn taka hátíðlega. Hinsvegar er það satt, að ég f'ékk mig ekki tii að hætta við greinina um Guðmund á Þúfnavöllum f’yrr en hún var öll lesin og voru þá kýrnar búnar að bíða ef’tir gjöf'inni í hálfan til heilan klukkutíma. Ég þakka þessa bók þeim sem þakkirnar ber og óska Hörg- dælum til hamingju með ritsafn Eiðs á Þúfnavöllum. H.E.Þ. NORÐURSLÓÐ 13

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.