Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1984, Qupperneq 14

Norðurslóð - 14.12.1984, Qupperneq 14
Jóhann Tryggvason og Klara Simonsen á heimili þeirra í London. Hér í Norðurslóð hefur annað slagið verið þáttur sem borið hefur yfirskriftina heiman ég fór. Svarfdælingar sem unnið hafa að mestu sitt ævistarf utan heimabyggðar hafa þar verið teknir tali. Við hin sem fórum aldrei alveg að heiman erum stolt og ánægð með þá ijölmörgu sveitunga okkar sem sett hafa mark svarf- dælskrar byggðar á þjóðlíf okkar með starfi sínu. Þá eru til ýmsir, sem hafa valið sér starfsvettvang í öðrum löndum, en af þeim fréttum við sjaldnar. Á liðnu sumri var undirritaður staddur í London. Eins og oft áður var farið í heimsókn til Svarfdælings, sem þar býr Jóhanns Tryggva- sonar frá Ytra-Hvarfi. I þetta sinn var segulband með i för í þeim tilgangi að festa síðar á blað viðtal fyrir Norðurslóð. Margir lesendur Norðurslóðar kannast við Jóhann frá Hvarfi sem sjálfur vakti athygli fyrir tónlistarhæfileika sína í æsku, og síðar eignaðist dóttur sem var undrabarn í músík. Þau hjón Jóhann og Klara búa í góðu hverfi í Hampstead i London. Eftir að við höfum komið okkur notalega fyrir ístofunni hjá þeim hófum við rabbið. Hver eru Jyrstu kynrti þin aj' tónlistarliji og hvernig tengjast þau bernskuminningu úr Svarjaðarcial? Ég hef' frá fyrstu tíð verið gefinn fyrir tónlist. Útvarp var að vísu ekki á Ytra-Hvarfi fyrr en 1936 að mig minnir, svo ekki varð ég fyrir áhrifum þaðan. Hins vegar var til harmoníum eða orgel heima, reyndar ekki nema íjórar áttundir og þvíekki skemmtilegt að spila á. En ég gat nú ekki mikið þá. Jakob bróðir minn lærði hjá Tryggva Kristinssyni á Dalvík þegar hann var 14 ára, þá var ég 9 ára. Ég var alltaf að keppast við að spila eins og hann. Ég man að einu sinni kom ég til þeirra í Sogni og fór að spila á orgelið þar, þá sagði Jórunn við mig: „Értu nú að spila æfing- arnar hans bróa þíns?“ Égjátaði því. Jakob varð organisti við kirkjurnar í dalnum og Hrísey þegar Tryggvi flutti til Siglu- fjarðar 1925. Þegar ég fermdist gaf Jakob mér allar Beethovens sóneturnar í einu bindi, en erfitt var að spila þær á fjögraáttunda orgelið svo vel væri. Seinna keypti pabbi fimm áttunda Lindholm orgel, sem var auðvitað miklu betra hljóðfæri en það gamla, og Beethoven hljómaði betur á það. Ég held að orgelið sé enn á Hvarfi. Þú varst organisti í dalnum, varstu mikið í músikljinu? Þegar Jakob fór í Samvinnu- skólan í Reykjavík varð Gestur Hjörleifsson organisti og Bolla á Völlum eitthvað líka, en þegar ég var 16 ára tók ég við kirkjunum. Áður stjórnaði ég blönduðum kór í sveitinni og var raunar með Karlakór Dalvíkur um tíma. Eitt sinn var konsert með báðum kórunum í Ungmenna- félagshúsinu á Dalvík, þá var ég 16 ára gamall. Ég kom við hjá Baldvini Jóhannssyni fyrir konsertinn og hann sagði, að ég gæti ekki stjórnað konsert í þeim fötum sem ég var í. Hann lánaði mér föt og þá var ég óskaplega fínn. Hvernig gekk konsertinn? Allt gekk slysalaust og þegar honum lauk, stóð upp Hermann Stefánsson íþróttakennari á Akureyri, en hann var með sundnámskeið fyrir nemendur Menntaskólans á Akureyri í Sundskála Svarfdæla. Hermann hrósaði konsertin- um og unga stjórnandanum mikið. Þá fannst mér ég vera lítill upp á senunni. Ég var nú ekki hár í loftinu, en minni fannst mér ég verða við hrósið. Annars minnist ég þess að ég spilaði undir sýningar á þöglu myndunum frá því ég var smá strákur, og var Tryggvi Jónsson í sýningarklefanum í þá daga. Dansmúsik spilaði ég á Dalvík á þessum árum. Einu sinni var ég að spila á balli til klukkan fjögur um nótt, hjólaði síðan frameftir og tók próf í skóla hjá Dagbjörtu á Grund um morg- uninn. Þú hejúr verið við ndm a Þinghúsinu? Hversu skrýtið sem það nú er, var það nánast ekkert. Einhverra hluta vegna þótti pabbi ég ekki þurfa að fara í skóla. Ég tók barnapróf eftir undirbúning þeirra Jóns Jónssonar frá Völl- um (Böggvisstöðum) og Ingólfs frá Arnarnesi. Síðan fór ég á tvö námskeið hjá Dagbjörtu Ásgrímsdóttur og mér finnst ég hafa lært þar meira en á mörgum vetrum. Reyndar náði ég góðum árangri þrátt fyrir dansmúsikina. En tónlistarnámið? Ég var búinn að vera svolítið í námi hjá Jakobi á Akureyri þá 13 ára gamall. Hann hvatti mig til að læra meira, og ég fór á námskeið hjá Páli Isólfssyni í Reykjavík tuttugu ára. Eftir frekari hvatningu frá Jakobi fórégíTónlistaskólann í Reykjavík árið eftir. Samtímis fór ég í Kennaraskólann og tók Öll veröldin getur v Viðtal við Jóhann T söngkennarapróf þaðan eftir einn vetur. Ég var nemandi í Tónlistarskólanum til 1943, en byrjaði söngkennslu við Austur- bæjarskólann 1938. Þú talar um, að Jakob haj'i hvatt þig til náms. Hvað með Joreldra þina? Nei í sjálfu sér ekki, kannski þvert á móti. Það eru líklega mín þyngstu spor þegar pabbi fór með mig á vagninum til Dalvíkur áleiðis til Reykjavíkur. Við sátum þegjandi nær alla leiðina og hvor hugsaði sitt. Ég þótti bóndaefni, mömmu fannst það sérstaklega, líklega vegna þess hve viljugur ég var að hjálpa til við búskapinn. Já, starfsvettvangur minn átti að vera Hvarfsbúið, ég veit að það var meining pabba. Það er skrýtið að hugsa til þessarar ferðar nú ekki síst fyrir þá skoðun mína að pabbi átti aldrei að verða bóndi sjálfur. Hann var í eðli sínu listamaður. En þarna var hann að missa af einhverju, sem hann vissi að hann gat ekki haldið í. Við skynjuðum þetta báðir á leiðinni, og skilnaðurinn var með þeim hætti að við sáum hvor annan í nýju ljósi. En hvað með Reykjavíkur- dvölina? Ég kenndi alltaf í Austur- bæjarskólanum með náminu og tók lólk í einkatíma líka. í Austurbæjarskólanum stjórn- að við fengum til liðs við okkur stelpurnar sent höfðu verið í Austurbæjarskólanum. Þessi kór varð Samkór Reykjavíkur. Fyrsti konsertinn var á afmælisdegi mínum 1944 og er ég með mynd frá honum. A þessum árum gijtirðu þig og stojharJjölskyldu? (ósjálj'rátt er mér litið til Klöru og hún svarar). Við kynntumst fyrsta vetur Jóhanns í Reykjavík. Ég var í Templarakórnum, sem hann stjórnaði. Haustið 1938 giftum við okkur og fyrsta barnið, Þórunn, fæddist ári síðar. „Þeir hjá skólanum hlustuðu á þessa upptöku og gáfu mér síðan skriflega yfirlýsingu um að hún vœri velkomin til náms við skólann. “ Þrjú börnin Þórunn (Dódý), Tryggvi og Sólveig eru fædd á íslandi, en hin þrjú Stefán, Sigrún og Kolbrún í London. Jóhann fór út til náms í London 1945 og ég var þá ein Já, segir Jóhann það má ef til vill segja smá sögu í því sambandi. Ég hafði reynt að fá ieyfi fyrir þau að flytjast út strax fyrsta veturinn, en því var hafnað. Þetta var rétt eftir stríðið og miklar hömlur á öllu slíku í Bretlandi. Ég sagði yfirvöldum frá áhuga mínum á að dóttir okkar Dódý kæmist til náms í Royal Academy of Music. Þeir sögðu að ef ég gæti sýnt þeim svart á hvítu að skólinn myndi taka á móti henni svona ungri, fengi fjölskyldan leyfi til að flytja. Þá skrifaði ég heim til Klöru og hún sendi upptöku frá því árið áður þegar Dódý spilaði í Útvarpið 5 ára gömul. Þeir hjá skólanum hlustuðu á þessa upptöku og gáfu mér síðan skriflega yfirlýsingu um að hún væri velkomin til náms við skólann. í beinu framhaldi af þessu komu þ>au svo til London. Vannstu með náminu? Það var nú ekki mikið, var þó aðeins með stundakennslu. Námið tók rúm fjögur ár. Síðan vann ég við afskaplega fram- sækinn skóla á þeirra tíma mælikvarða. Ég kenndi tónlist við einkaskóla, sem í kennslu- háttum skar sig rnjög úr form- föstu skólastarfi Breta. Þar kenndi ég í 15 ár. Jafn- hliða var ég með einkakennslu. Samkór Reykjavíkur í Gamlabíói 20. janúar 1944. aði ég telpnakórnum „Svölum" og einnig Templarakórnum. Þá tók ég að mér stjórn karla- kórs sem hét Ernir, en úr því varð blandaður kór, á þann hátt heima í sjö mánuði. Erfitt, að láta enda ná saman þá? Ég læt það vera, ekki liðum við skort, ég vann úti. En síðan Jiytjið þið út? Einkakennslan varð síðan mitt aðalstarf og er það enn. Hvað með kóra og hljóm- sveitastarj. í tengslum við skólann sem ég 14 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.