Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1984, Qupperneq 22

Norðurslóð - 14.12.1984, Qupperneq 22
Leiðrétting á einu orði með útúrdúr um brennur og fleira í síðasta tölublaði Norðurslóðar var í aðfaraprðum að viðtali við Guðmund Arnason veitustjóra minnst á að Guðmundur og Ingvi Antonsson hefðu verið þekktir félagar í liði útbæinga. Eg býst við að Dalvíkingum hafi þótt þetta orðaskrípi, því þarna átti að sjálfsögðu að standa „í liði utanbæinga“. Þannig var það í handriri en við prófarkar- lestur í prentsmiðju þótti orðið undarlegt í meiralagi og sætti þar þeirri meðferð og breytingu sem lesendur urðu vitni að. Skipting Dalvíkinga í utan og sunnanbæinga er gömul venja og þó sér í lagi meðal barna og unglinga. Hefðbundin skipting er um lágina eða kaupfélagið þannig að þeir sem búa norðan kaupfélags eru utanbæingar síðan eru við hin sunnanbæingar. Sunnanbæingar skiptast síðan í ofan og neðanbæinga og hefur skiptingin oftast verið um Bjarkarbraut. Utanbæingar skiptust aldrei þannig og gera ekki enn, en hér áður fyrr var talað um þá í kotunum, þ.e. þeir sem bjuggu norðan Brimnesár. Þessi fjórskipting bæjarins kom hvað gleggst í ljós hér áður fyrr þegar var verið að undirbúa áramótabrennur. All mörg áramót voru brennur á fjórum stöðum, austur á sandi sem neðan- bæingar héldu, upp á Stórhól sem ofanbæingar héldu, utan- bæingar héldu sína bennu utan og ofan við kirkju og svo þeir í kotunum upp við Upsir. Samkeppnin um brennuefni var mjög hörð, enda keppikeflið að hafa sína brennu þá vegleg- ustu það árið. Stundum voru þeir í kotunum með öðrum utanbæingum og satt best að segja er mér ekki grunlaust um að þá hafi þeir verið með veglegustu brennuna. Þó er ekki vafi á því að ofanbæingar héldu veglegustu brennuna eitt árið. Þá höfðum við tryggt okkur fjóra snurpu- báta og voru þeir dregnir neðan af sandi og upp á Stórhól með dyggilegri aðstoð fullorðinna manna. Til þess fengum við ýtu og mjólkurtrukk enda fór mestur tíminn milli jóla og nýárs í þessa aðdrætti. Kvöldið fyrir gamlársdag bárust njósnir um að utanbæingar ætluðu að kveikja í brennunni. Var þegar safnað liði til varnar. Kom í ljós að þeir voru komnir upp að brennustæðinu, en með hjálp góðra manna var skemmdar- verki afstýrt, svo á tilsettum tíma á gamlársdag var kveikt í þeirri stærstu brennu sem haldin hefur verið hér, ef ekki á landinu, fyrr og síðar. Þannig var það að minnsta kosti í endurminningunni. Miklar ýfingar voru með 22 - NORÐURSLÓÐ mönnum þegar aðdrættir brennuefnis stóðu yfir. Að- drættir hófust snemma á haust- inu og voru ýmsir húskofar fengnir að láni sem birgða- stöðvar. Mikil leynd var yfir birgðastöðvunum, því oft kom fyrir að liðin stálu hvert frá öðru. Togstreita og keppni hjá unglingunum settu sinn svip á bæjarbraginn. Mjög mikilvægt var að hafa góðan staur í hverri brennu, en í kringum hann var efninu raðað og ef nótabátar fengust var staur nauðsynlegur til að reisa bátinn við. Ekki voru allir staurarnir vel fengnir, t.d. man ég eftir að staur, sem Palli í Bergþórshvoli átti, hvarf eitt haustið. Palla grunaði hvernig í málinu lá, en við ofanbæingar bárum allt af okkur, töldum Undir hvað á að flokka það Hr. bæjarstjóri þegar kofar neðan Svarfaðarbrautar sem börn og unglingar hafa stritað við að byggja, eru bara allt í einu nú í s.l. viku rifnir niður? Eg veit ekki betur en þetta svæði hafi verið afmarkað sem byggingarsvæði fyrir börn og unglinga, hér um sumarið þegar Solla Bomma var með unglinga- vinnuna. Málið er það, að ég skil ekki af hverju kofarnir máttu ekki standa þarna til vors, engum til ama. Er kannski fyrirhugað að nota þetta svæði undir eitthvað annað? Og þá hvað? Hvert eiga þá börnin að fara með nýbygg- ingarnar? Ætlar bærinn að útvega þeim byggingarefni í vor? Hvernig er það með átta húsmæður eru þær búnar að gefa upp öndina? Þórunn Þórðardóttir. Svar Varðandi spurningu Þórunnar, undir hvað eigi að flokka það, sem skeði um umrædda kofa í síðustu viku, er því til að svara að þar var um mistök að ræða. S.l. sumar var svæðið neðan Svarfaðarbrautar hreinsað þannig að lauslegt rusl, pappír og timbur var fjarlægt, svo og kofar, sem voru að hruni komnir, en eftir látnir standa, þeir sem heillegir voru og þeir, sem sýnt þótti að verið væri að vinna við. Þeim kofum var ætlað að standa áfram óáreittum. Hins vegar vildi svo til nú á dögunum, þegar söfnun hófst í líklegast að utanbæingar hefðu stolið staurnum. A gamlársdag urðum við smeykir þegar við komum upp á Stórhól og sáum Palla 'upp á brennunni greinilega að huga eftir staurnum. Sem betur fer var það vel hlaðið í kringum hann að Palli gat ekki sannað að þetta væri hans staur. Annað haust var staur neðan við bakkan hjá Sunnuhvoli sem freistaði mjög, og var ákveðið, að ofanbæingar næðu gripnum á undan öðrum. I skjóli myrkurs m.a. vegna þeirrar „tilviljunar“ að tvö næstu götuljós skinu ekki smá tíma, var hann borinn upp bakkann og yfir götuna. En í sama bili og staurinn var kominn yfir girðinguna á Sunnuhvolstúninu sást yfirvald staðarins Kristján hreppstjóri nálgast hópinn. Kristján kom til okkar og ræddi um daginn og veginn, en spurðist aldrei fyrir um hvað þarna væri á seyði. Okkur þótti yfirvaldið vera ræðið og dvelja þarna helst til lengi, en seint og um síðir fór hann og staurinn komst á öruggan stað. Þótt okkur hafi fundist við leika á yfirvaldið, er grunur minn sá að hann hafi skemmt sér best þarna. Þetta atvik sýnir að fullorðna fólkið var tilbúið að líta framhjá ýmsu þegar þrótt- mikill flokkur brennuvarga var að störfum. Olía var nauðsynleg til að brennan væri tilkomumikil og þótti okkur ofanbæingum eins áramótabrennu að umræddir kofar urðu ungmennum þeim, sem í söfnun voru þann daginn, freisting, sem þau ekki stóðust og ber vissulega að harma það, en sínum augum lítur hver á silfrið. Því miður verða þessir kofar ekki endurreistir, vegna þess að þeir þoldu ekki meðferðina og eru nú lausar spýtur og brotnar á þeim stað, sem fyrirhugað er að reisa áramóta bálköstinn. Svæðið, sem kofarnir stóðu á er ennþá ætlað til að veita smiðum og byggingameisturum yngri kynslóðarinnar mögu- leika til athafna og verður svo þar til annað svæði verður valið, ef þörf þykir, en ekki er fyrir- hugað að nýta þessar lóðir til annars á næstunni. Varðandi byggigarefni í vor, vil ég aðeins segja að líklegt þykir mér að til falli á vegum bæjarins nokkurt efni, er nýta mætti til upp- byggingar á svæðinu, þó ég treysti mér ekki að tryggja þeim er fyrir búsifjum urðu bætur, þó ekki væri nema vegna þess að ég veit ekki eigendur hinna for- djörfuðu húsa. Eg vona að þetta bregði ljósi á það sem skeði á kofasvæðinu og svari að nokkru því, sem um er spurt, en ekki treysti ég mér að svara síðustu setningunni. Að lokum vil ég þakka Þórunni fyrirspurnina og um leið harma ég orðinn hlut í kofamálum, en vona að þessar línur verði til þess einnig að vekja fólk til umhugsunar um, að einum er það kært, sem öðrum er ónýtt. kveðja Stefán Jón Bjarnason og peningar sem okkur áskotnuðust til olíukaupa endast verr en þegar Ottó í Björk var að kaupa olíu fyrir neðanbæinga af Gunnari í Björk eða Benni í Steinholti af Eiríki í Steinholti fyrir utanbæinga. Ein áramót þótti okkur sem við jöfnuðum reikninga, því við fórum til Gunnars og sögðum honum að Eiríkur ætlaði að gefa okkur eina tunnu af olíu Gunnar sagðist ekki geta verið minni en Eiki svo hann lét okkur hafa tunnu. Þá fórum við til Eiríks sem neyddist til vegna áfríjana okkar að gefa aðra. Þetta er nú að verða nokkuð löng leiðrétting á einu orði í síðasta blaði, en af því að stutt er til áramóta og næstu brennu, verður mér vonandi fyrirgefin útúrdúrinn. Auðvitað mætti skrifa langt mál um einstaka hópa á hverjum tíma og ekki síður foringja brennuvarga, eins og Kobba á Upsum, Adda í Kambi ofl. Kannski gerir það einhver í næsta jólablaði Norðurslóðar og segir þá frá bardögum hópanna með sverðum og ýmsum heima- smíðuðum fornkappavopnum. J.A. Svarfdælsk staðfræði Snemma á þessu ári sendi Árni Rögnvaldsson frá Dæli blaðinu landfræðiþraut þá, sem hér fylgir. Menn eiga að spreyta sig á að fínna út á hverju af 7 tilgreindum svæðum hvert fjall og dalur er, sem nefnd eru á listunum. Við höldum að þetta skýri sig sjálft og að margir muni hafa gaman af að reyna kunnáttu sína í svarfdælskri landafræði. Ekki spillir það, að Árni sendi með plagginu 500 krónu seðil, sem á að vera verðlaun fyrir rétta ráðningu. Menn gjöri svo vel að senda blaðinu lausnina og við munum svo birta úrslitin í 1. eða 2. blaði á nýja árinu. Ritstj. Helstu fjöll og hnjúkar í Svarfaðardal Almcnningsljall Hnjúkur Múlinn Auðnasýling Holárljall Rauðuhnjúkar Blekkill Hólshyrna Rimar Brennihnjúkur Hreiðarsstaðaljall Sauðaneshnjúkur Búrlellshyrna Hvarfshnjúkur Sigmundur Bæjartjall Ingjaldur Skeiðsljall Böggvisstaðaljall Kerling Skjöldur Dagmálahnjúkur Kistuljall A Stafnstungnaljall Digrihnjúkur Kistuljall B Stóll Dýjalellshnjúkur Kotaljall Systrahnjúkur Gimbrarhnjúkur Krosshólsljall Sælufjall Gloppuhnjúkur Kvarnárdalshnjúkur Teigarfjall Grímuhnjúkur Lambárljall Tjarnhólaljall Hamrahnjúkur Langihryggur Upsi Heiðinnamannaljall Litlihnjúkur Vesturárdalsljall Hestur Messuhnjúkur Vífilsfjall Hnjótaljall Mjóihnjúkur Helstu dalir í Svarfaðardal Bakkadalur Holárdalur Skallárdalur Búrfellsdalur Holtsdalur Sæludalur Böggvisstaðadalur Hólsdalur Teigardalur Gljúlurárdalur Karlsárdalur lorfdalur Grímudalur Kálfadalur Tungudalur Grjótárdalur Kerlingardalur Upsadalur Grýtudalur Klaufabrekknadalur Vatnsdalur Hamarsdalur Klængshólsdalur Vesturárdalur Hálsdalur Kongsstaðadalur Vífilsdalur Heiðinnamannadalur Lambárdalur Þverárdalur (fremri) Hofsárdalur Sandárdalur Þverárdalur (neðri) Hofsdalur Sauðdalur Færið ofanrituð nöfn úr orðalistunum á tilheyrandi svæði. I. svæði: Frá Hámundarst. hálsi að Hofsá. 2. svæði: Frá Hofsá að Holá. 3. svæði: Frá Holá að Þverá fremri. 4. svæði: Frá Þverá að Heljardalsheiði. 5. svæði: Frá Heljardalsheiði að Þverá neðri. 6. svæði: Frá Þverá að Brimnesá. 7. svæði: Frá Brimnesáað vestari hreppamótum (nyrst). Úr syrpu Freylaugar Eiðsdóttur Elskaðu saltfisk og suðræna vinda, sykraðar lummur og píanóspil, horaðar merar og háfjallatinda, holdugar meyjar og smálækjargil. Elskaðu steinbít og ættjarðarkvæði, ávaxtasafa og stjórnmálaþjark, síldveiðar, búskap og samvinnufræði, svarfdælska bílstjóra og vornæturslark. Elskaðu rökkrið á kyrrlátum kvöldum, kjarnyrta sálma og rúsínugraut. Elskaðu millipils kápur og kjóla, kandís og blóðmör og skötu og hlýr. Elskaðu lyngmóa, lautir og hóla, liljur og fjólur og hjálmóttar kýr.. Elskaðu nærskjól og nátturufræði, nílhesta, kínverja og háskólafólk. Elskaðu grásleppu, kossa og kvæði, karfa og lýsi og skófir og mjólk. Elskaðu lífið í öllum þess myndum eins og það birtist á jörðinni hér I hörmun og gleði og sælu og syndum, syngdu uns máttur úr lungunum þver. Elskaðu varir á ungmeyjum fríðum, augun sem glampa af faðmlagaþrá. Elskaðu smáblóm l (slenskum hlíðum, ættlandið góða og hafdjúpin blá. Hallur Jóhannesson. Púkar við brennu,sennilega 1957: F.v. Haukur Antonsson, Jóhann Antons- son, Svanur Torfason, Sigtryggur Jóhannsson, Gunnar Jónsson frá Kambi, Arngrímur Jónsson. Mér er spurn?

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.