Norðurslóð - 14.12.1984, Page 25
Frh. af bls. 24.
Helga, Matthíasar og Ottós á
Daivík.
Anno 1709.
„Gæskuhláka nýársdag. - Vetur
upp þaðan góður hvarvetna með
hægum frostum og án jarðbanna.
Voriö frá sumarmálum allgott
alstaðar með snemmgæfum gras-
vexti og miklum.
Sumarið frá alþingi allgott hvar-
vetna. Var heyskapur mikill og
góður. Fiskiföng í líkara lagi
norðanlands." Vallaannál.
„Bólusóttin mikla er nú loks að
mestu kulnuð út eftir nær fimm
missera mannfall. Hefurekki önnur
drepsótt jafn mannskæð herjað
landiö, síðan svarti dauði fór yfir
fyrir rneira en tvö hundruð árurn.
Alls er talið að bólusóttin hal'i
lagt átján þúsund manns í gröfina,
eða um þriðjung þjóðarinnar."
Oldin átjánda.
„Haustiö gott hvervetna með
lífvænlegum fiskifeng norðanlands.
Vetur til jóla góður að mestu,
kom snjór mikill nokkru fyrir jólin
en batnaði þá.
Hláka jólanótt með engri tungls-
birtu og misjafnt þaðan af um jólin
til nýárs." Vallaannáll.
Anno 1710.
„Fjúkslepja austan með blota
nýársdag. Vetur upp þaðan ágæta
góður um allt land, svo trautt
mundu menn slíkan.
Vorið frá sumarmálum til far-
daga allgott, en þaðan af til Jóns-
messu kalt og næðingssamt. Kippti
því mjög fyrir grasvöxtinn, er þótti
verða mundu I meira lagi, svo hann
varð víðar í minna lagi, en óvíðar i
meðallagi.
Sumar frá alþingi gott og þurt
mestan hluta með heyskap i minna
lagi, en nýtingu góðri. Fiskur fyrir
sunnan og norðan land.
Haustið í mcðallagi með hretum
og frostum undir veturinn, svo vötn
og ár lagði.
Vetur til jóla skorpusamur með
áfreöjum og jarðbönnum. Fjúk-
myglingúr með dimmviðri jólanótt
og hart upp þaðan til nýársins."
Vallaannáll.
Anno
„Bólan gekk í Ólafsfirði og fyrir
norðan Reykjaheiði i Þingeyjar-
þingi með sama mannduuða og
annarsstaðar áriö fyrr, s\o og á
Austljörðum.
29. janúar gerði mikla stórhríð er
stóö í viku. Ruk þá hafís að landi.
sást hunn 8. febr. en hann rak frá
altur og varð aldrei landfastur um
veturinn.
Frh. af bls. 17.
88. Nói býr á hauöri Hátt
hafs - um mýri vota
ötull stýra þorir þrátt
þóftu - dýrum - gota.
89. Nói Háa Hreysi frá
happa gáir vinnu.
Birni ráa beitir á
bandið Þráins kvinnu.
90. Láp ég nefni. báran blá
borðin þótti við kraumi,
llóða stefnir lílnum sá
fram úr Rauðastraumi.
91. Hjarðartanga heldur enn
hann sem ellin þreytir.
Marga svanga seður menn
Sigurláinn heitir.
Vor frá annari viku eltir sumar-
mál, liart og kalt. 5. maí rak hafís til
lands hvarvetna fyrir Norðurlandi.
í vikunni eftir fardaga rak ísinn
gerla frá landinu, svo hann sást eigi
meir það ár.
Skipkvæmt að venju kringum
landið.
Sumarið frá alþingi gott hvar-
vetna með grasvexti bjarglegum, þó
seint léti við, og heyskap I betra lagi,
víðast með góðri nýtingu.
Haustið all gott hvarvetna með
hægri og kyrri veðráttu og lífvæn-
legum fiskifeng fyrir norðan land.
Vetur góður hvarvetna til jóla
með hægðarhlákum, smáélum og
kyrrfrostum.
Hláka góð með tunglsbirtu jóla-
nótt og veður æskilegt upp þaðan til
nýárs. Vallaannáll.
l’áll Kristjánsson.
Ættfræði er merkileg vísinda-
grein. Sumir segja að henni
megi helst líkja við vanabind-
andi fíkniefni. Sé maður einu
sinni búinn aðsökkvasér niður í
hana er hann háður henni það
sem eftir er.
Einn slíkur vor á meðal er
Páll Kristjánsson búsettur í
Karlsrauðatorgi 19, áður í Höf'n
Dalvík.
Móðir hans er Guðlaug
dóttir Þorvaldar á Tungufelli
sonar Baldvins á Böggvisstöð-
um sonarSnjólaugará Krossum
(dóttur sr. Baldvins á Upsum.)
Krossaætt.
í ofanskráðum þáttum leikur
Páll sér að því að taka upp
gleísur úr Vallaannál bæði
tíðarfarslýsingar og mannalát
og spinnur síðan ættartölur frá
sumu því fólki yfir 280 ára
tímabil allt til nútímafólks, scm
enn gengur hér mitt á meðal vor.
Vallaannáll er skrifaður af
Eyjólfi Jónssyni „lærða", er
prestur var á Völlum 1705-1745,
og þykir merk heimild um síðari
hluta 17. aldar og fyrri hluta
þeirra 18.
Það kom í Ijós í fyrra, að
margir höfðu ánægju af ættar-
tölupistlum Aðalbjargar
Jóhannsdóttur í jólablaðinu
1983. Því dettur okkur í hug að
þetta, sem frændi hennar hefur
hér tekið saman, muni líka falla
í góðan jarðveg hjá mörgurn
lesendum okkar.
Blaðið þakkar Páli framlagið.
Ritstj.
92. Býlið hans við bæinn er
breiðu kennt á fróni.
Bóndinn góðar gál’ur ber
græðis stýrir ljóni.
I
93. Nói snriðavinnu vann
vel með prýði stunda.
Bæinn fríða heldur hann
Hallinskíða kunda.
94. Lykta þannin Ijóðmælin.
lítt á reisu heppinn.
Kjalars hefur kuggur rninn
kannað allan hreppinn.
Liríkur I’álsson
Gert eftir handriti, sem skrifað
var í Heiðarhúsum (á Flateyjar-
dalsheiði 26. júní 1853.
Auglýsing
um innheimtu þinggjalda á Akureyri, Dalvík
og í Eyjafjarðarsýslu.
Síðasti gjalddagi þinggjalda 1984 varhinn 1. desember
sl. Er því hér með skorað á alla gjaldendur þinggjalda
á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu er enn hafa
ekki gert full skil, að greiða gjöldin nú þegar til
embættisins, svo komist verði hjá óþægindum,
kostnaði og frekari dráttarvöxtum er af vanskilum
leiðir. Dráttarvextir eru nú 2,75% fyrir hvern vanskila-
mánuð. Sömuleiðis eru kaupgreiðendur hér með
minntir á að skila þegar til embættisins sköttum
starfsmanna.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík.
Sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu,
7. desember 1984.
Dalvíkingar -
Nágrannar
Tilboð á vetrarskoðun bifreiða
til áramóta.
1. Mótorstillingí38atriðum.
2. Vél þjöppumæld.
3. Rafgeymarog rafgeymasambönd ath.
4. Loftsíaathuguð.
5. Bensínsíaathuguð.
6. Smurolíamældogath.
7. Sjálfskiptiolíamældogath.
8. Vökvastýrisolíaath.ogmæld.
9. Viftureimath.ogstillt.
10. Ástandkælikerfisath.
11. Frostvari setturá rúðusprautu (frostvari innif.).
12. Rúðuþurkurath.
13. Vökviath.ákúplinguoghemlum.
14. Kúplingstilit.
15. Hemlarreyndir.
★ ★ ★ VERÐ 1.383.
Einnig bjóðum við 20% afslátt af Ijósastillingu og
jafnvægisstillingu hjólbarða.
Bílaverkstæði Dalvíkur
S.-61200.
Frá Kjörmarkaði KEA
Hrísalundi
JÓLAINNKAUPIN ERU HAGSTÆÐARI
I HRÍSALUNDI.
JÓLAKERTIN A KJÖRMARKAÐSVERÐI.
JÓLAKONFEKTIÐ A KJÖRMARKAÐSVERÐl.
TILBOÐ I GANGI á ýmsum vörum
ALLA DAGA TIL JÓLA.
VERIÐ VELKOMIN í HRÍSAL UND.
KJÖRMARKAÐUR KEA.
Verslunin Sogn auglýsir
Dalvíkingar - Svarfdælingar athugið að aðeins hjá okkur fáið
þið fallegu jólakortin frá Dalvík og Svarfaðardal. Tilvalin
vinarkveðja. Einnig vekjum við athygli ykkar á fjölbreyttu
úrvali gjafavöru.
Vorum m.a. að fá nýja tegund af Jittala glervörum og lömpum.
Fatnaður á alla fjölskylduna og svo auðvitað nýjustu bæk-
urnar og plöturnar.
Leitið ekki langt yfir skammt.
Verslunin Sogn.
< i
< i
< i
«.
«.
«i
«.
«.
«.
«.
1.
«i
<.
«.
«.
«.
«.
«.
«.
s
<•
«i
«.
«.
«.
NORÐURSLOÐ - 25