Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 2
NORÐURSLOÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Dagsprent hf. Litíð tíl baka Þessi grcin er ekki lciðari í þeim skilningi að fyrir verði tekið eitthvert umhugsunarefni, það rætt ug reynt að krytja til mergjar. Heldur ckki forystugrein ætluð til lestrar í Ríkisútvarpinu fyrir alþjóð til íhugunar. Hins vegar er ætlunin að fara um það nokkrum orðum, að nú er þetta hlað, Norðurslóð, orðin 10 ára gömul fyrir nokkrum dögum og er því að feta sig áfram fram á næsta tug sinna aldursára. Trúlega hafa ekki margir búist við því í upphafinu að þetta fyrir- tæki, svarfdælskt byggðarblað, yrði langlíft í landinu, jafnvel ekki sjálfir aðstandendur þess og stofnendur, minnugir hins fornkvcðna úr Hávamáluin að: Arsánum akri trúi engi madur, né til (of) snemma syni. I>ví að veiiur ræihir akri en vit syni, hætt er þeirra hvort. Nú er það hins vegar orðin staðreynd að cngin þau illviðri hafa geysaö, að nægt hafí til að drepa nvgræðinginn, sem vaxið hefur að viti og árum og mætti ætla að hann væri kominn yfir mesta hættu- skeiðið. Það virðist svo sem margir áskrifendur Norðurslóðar hafi lialdiö hlaðinu saman og hafa sumir hverjir lagt í að fá það allt bundið í eina eða tvær bækur. Hafi vantaö einhver blöð inn í hafa þessir rncnn get- að fengið það, sem týnst hefur, hjá útgefendunum. Þetta er orðin töluvert þykk bók þar sem allir 10 árgangarnir koma saman eða alls nokkuð á 7. hundrað síður. Það er töluvert fróðlegt og skemmtilegt að lletta þcssari stóru bók og sjá hvernig lilaðið liefur þróast. Fyrstu árin var það ósköp sviplítið og grátt á vangann, en í mars 1980 fékk það andlitslyftingu, sem gjörbreytti útliti þess. Þá varð til merkið, Stóllinn í kringluramma, og það sem mcira máli skipti, blái liturinn í blaöhausnum liæði á forsíðu og baksíöu. A þriggja ára afmælinu 1980 kom í fyrsta sinn út jólablað með for- siðu í inörgum lituni. Það var altaristafla Arngríms niálara, sem er í Uröarkirkju. Síðan hafa öll jólabföð, verið með útsíðurnar í lituin. Segja má að kominn sé föst hefð á efnisval blaðsins og uppsetn- ingu. Þátturinn Tímamót hefur t.d. verið á sínuni stað á baksíðunni allt frá upphafí. Þar er nú hægt að fræðast um skírn inikiö á 2. Iiundr- að liarna og um andlát flcstra, seni dáið hafa í héraðinu á þessu árahili. Um 30 minningargrcinar liafa birst í blaðinu og 40-50 viðtöl við fólk, oft í tilefni mcrkisafmæla, sumt af viðtölunum undir fyrir- sögninni Heiman ég fór. Þá hafa komið margar greinar undir fyrir- sögninni Má ég kynna, stutt viðtöl við fólk, sein nýlega hefur flust inn í byggðarlagið. Frá uppbafl hefur sérstök áhersla verið lögð á að vanda til Jóla- blaðsins, enda má fullyrða, aö í því liafi komið margar stórmerkar greinar t.d. af þeiri tegund, sem flokka má undir þjóðlegan fróðleik úr heimabyggð. Ilcfiir Noröurslóö verið fengsæl á sfíkan efnivið og hafa margir mætir menn sýnt hug sinn til bfaðsins með því að lcggja því til grcinar til fróðleiks og skemmtunar. Þá hefur Ijóðagetraun af sérstakri gerð verið í öllum jólablöðunum og notið mikilla vinsælda aö því er virðist. Og að lokum skal nefnd jólakrossgátan, sem jafnan er með svarfdælsku ívafi og hefur stytt mörgum manni stundirnar um jólin. Upphaflega var engin forystugrein í blaöinu en þegar Ríkisútvarpið tók að flytja slíkar greinar úr svokölluöuni landsinála- og héraðsblöð- uni einu sinni í viku sá Noröurslóð sér leik á borði að láta rödd sína liljóma á öldum Ijósvakans. Fyrsti leiðarinn birtist í október 1980 og síðan hefur hann verið þar á sínum stað í hverju blaði og fara þeir því senn að nálgast hundraðið. Ritstjórarnir hafa skipst á um að skrifa leiöarana og gjarnan hyllst til að taka fyrir efni, sem er þess eðlis að hafa í senn staðbundið gildi fyrir íbúa byggðarlagsins en jafnframt víöari skírskotun til almcnnings, sem hlustar á þennan þátt í útvarpinu. Nú þegar Norðurslóð er að byrja annan áratuginn er staða þess að því leyti sterk að lesendur þess halda við það tryggð og sýna það með ýmsu móti. Mjög margir liafa sagt sem svo: Norðurslóð hefur algera sérstiiðu meðal bíaöa á mínu heimili. í hcnui er hvert einasta orð lesið og sumt inarglesið, þótt önnur blöð fari í ruslakörfuna, janvel án þess að liafa verið opnuð. Áskrifendur eru hátt í þúsundið og hefur talan lítið sem ekkert breyst í mörg ár. Þetta er góður grundvöllur fyrir áframhaldandi útkomu hlaðsins. En vitaskuld þarf meira til en trygga kaupcndur og lesendur. Það þarf líka útgefendur sem hafa tíma og áhuga og það þarf líka einhvcrja endurnýjun í liöinu, því ella staðnar blaöiö og glatar að lokuni ölluin ferskleika sínuin. Þarna er framtíöin óráðin. Hér er þó ekki ætlunin að láta skína í neinn uppgjafahug. Núver- andi útgefendur eru enn vinnufærir verkamenn á akrinum og munu ekki leggja frá sér verkfærin alveg á næstunni, og síðan kunna aö koma framá sjónarsviðið nýir liðsmenn áður en varir. Hver veit? j þeim bjartsýnisanda viljum við kveðja lcsendur og scnda þeim öllum hugheilar kveðjur og óskir um gledilegjól og farsælt komandi ár. Starf'sf'ólk Norðurslóðar undirbýr jólablaðið. Ljósmynd: KEH Dagbók Jóhanns á Hvarfi Með þessum pistli hefst þáttaröð, sem á að birtast hér í blaðinu reglu- lega allt næsta ár. Það er dagbók Jóhanns bónda Jónssonar á Ytra- Hvarfi, sem hann hélt árin 1888- 1900. Ekki er þó svo að skilja, að hér sé um að ræða dagbókarfærslurnar í heild sinni, heldur er þetta útdráttur gerður af sonardóttur Jóhanns, Aðal- björgu Jóhannsdóttur frá Sogni. Dagbókin eða bækurnar eru nú geymdar í Héraðsskjalasafninu á Dalvík. Aðalbjörg hefur bætt við í svigum nokkrum skýringum. Ritstjórar Norðurslóðar teija, að þessar heimildir, svo stuttorðar sem þær eru, geymi svo mikinn fróðleik og dragi upp svo skýra mynd af atvinnulífi og umstangi manna hér í byggðarlaginu fyrir 100 árum síðan, aö núlifandi Svarfdælingum hljóti að þykja fengur í að fá þær upp í hend- urnar, þótt í útdrætti sé. Því um leið og þær greina frá, hvað Jóhann á Hvarfi var að sýsla, varpa þær um leið skýru Ijósi á lífsbaráttu almenn- ings í svarfdælsku samfélagi á þessum tíma. Jóhann á Hvarfi var að sjálfsögðu bóndi að atvinnu með vakandi áhuga á búskapnunr þótt hann ynni lítið að honum sjálfur, þegar hér er komið sögu. nema við hevskap á sumrunt. Hinsvegar leynir sér heldur ekki, að sjósókn frá Böggvisstaðasandi á hug hans hálfan a.m.k. Við lestur þessara bóka sjáum við í huganum þessa stöðugu umferð manna af sveitabæj- unum ofan á Sand til róðra og fram- eftir aftur með björg í bú. „Að fara ofan“ 'er orðalag sem gengur aftur nálega á hverri síðu í einhverri mynd og þýðir að fara framan úr sveitinni og niður að sjó. Manni verður ljósara en áður, hve mjög lífsbarátta for- feðra okkar hér í dalnum var sam- tvinnuð af búskap og sjósókn. Hvor- ugt mátti bregðast, ella var lífshætta á ferðunt. En Jóhann á Hvarfi hafði fleiri áhugamál en brauðstritið í þrengstu merkingu. Hann hafði t.d. forgöngu um samtök til verslunar og var virkur í starfi Gránufélagsins. Hann gekkst fyrir stofnun Sparisjóðsins og var gjaldkeri hans fyrstu 15 árin. Einnig fékkst hann við dýralækningar og sparaði sér ekki sporin við að vitja um veikar skepnur. Svo var hann að sjálfsögðu í sveitarstjórninni allt frá því að hún kom til eftir 1984. Allt þetta og miklu fleira kemur franr í dagbókunum. sem hann byrj- aði að færa 1888, þegar hann var rúmlega fimmtugur. Hann fór rólega af stað og er næsta stuttorður allt fyrsta árið. En strax næsta ár, 1889, gerist hann langorðari og heldur því út allt til aldamóta. Þá átti hann skammt eftir ólifað, en hann andaðist 4. maí 1901. Aðalbjörg hefur grafið það upp, að heimilisfólk á Ytra-Hvarfi hafi verið sem hér segir, þegar þessar dagbókarfærslur hefjast: Jóhann Jónsson bóndi og kona hans, Sólveig Jónsdóttir. Börn þeirra Jórunn kona Ólafs Jónssonar barnakennara, þau bjuggu um skeið á Hallgilsstöðum í Hörgárdal. Lilja kona Stefáns Hall- grímssonar síldarformanns á Akur- eyri. Þóra kona Jóns Hallgrímssonar á Jarðbrú. Jóhann kaupfélagsstjóra í Sogni. Tryggvi bóndi á Hvarfi. Enn- frernur voru í heimilinu Sveinn fóst- ursonur og systursonur bónda, Vil- helmína tökubarn, Páll fjármaður. Jóhannes vinnumaður, Kristín (kona hans) vinnukona, Anna Friðrika vinnukona, Sólveig (Solla, systir Sveins, varð kona Gamalíels í Skeggsstöðum), vinnukona, Ólafur, maður Jórunnar, þau fluttust í Hallgilsstaði um þetta leyti. Vinnu- hjúin Jóhannes og Kristín eignuðust son (Jóhann Scheving) og fluttust burt á næsta ári. Þá kom sem vinnu- maður Jón Þórðarson (Nonni) frá Hnjúki. En látum nú dagbókina tala. Ritstj. Anno 1888 1. janúar. Norðan stórhríð í nótt. 4. janúar. Hríðarupprof. Gift- ust Jórunn og Ólafur, veislulaust. 7. 8. Páli á Skeggsstöðum birt lögtak. (Fór fjármaður í Ytra- Hvarf.) 8. janúar. Sparisjóðsfundur á Tungufelli. 19. janúar. Var séra Kristján (Eldjárn á Tjörn) í nótt, fylgdi ég honum fram í Dælisengi. 21. janúar. Skrifaði ég Einari í Nesi. (Ásmundssyni) 22. Fór Jóhannes (vinnumað- ur) á Akureyri sinna erinda. Kom bréf frá Magnúsi (Baldvins- syni í Fagraskógi) um pöntunar- fund. Fundur á Böggvisstöðum, lofað sauðum. 26. Fór Baldvin (á Böggvis- stöðunr) á byttu sinni á Hjalteyri og Magnús í Fagraskógi. Útgert við Gunnar (Einarsson) að panta. 29. janúar. Messað á Völlum. Lýst með Jóhannesi og Kristínu hér lrá heimili (vinnuhjú J. Jóns- son og K. Hansdóttir). 31. janúar. Fórum við Gísli á Ytra-Hvarfshjónin Johann og Sólveig. Hvarfi (G. Ilofi), Vilhjálmur á Hjaltastöðum (V. Bakka), Ólaf- ur (Hallgilsstöðum) og ókum grjóti í kirkjugarðinn (á Völlum). Með okkur var Jón á Hnjúki (Nonni). 14. febrúar. Giltust Jóhannes og Kristín að kvöldi. 21. febrúar. Mikil manna umferð. Kom skip Þingeyinga með vörur. I. nrars. Kom Jón M. Upsurn (J.M. Magnússon) og Jóhannes sama stað (Jóhannesson). 8. mars. Fórum við Jón á Hreiðarsstöðum (J. Baldvin Runólfsson) á Sandinn að skoða bátinn (þeirra bát). 10. apríl. Bjart að morgni svo éljadrög vestlæg, rérum inn hjá Haga 25 á skip og vænt lok. Kom Þorsteinn úr legu með 8 kúta og 9 beitur. ísrek. II. apríl. Norðan stórhríð, gegnum heim af Litla-Árskógs- sandi vegna íss, og hríðar, skild- um eftir bát og áhöld. Frost 7 gráður. 12. apríl. Innistaða fyrir skepnur. Útlit ljótt. 21. apríl. Frost vægara, logn, lagís míkill, lögðum tvisvar, fengum 201 á skip. Fóru piltar heim en við Jón eftir. 22. apríl. Bræddum bátinn. Borgaði Guðnrundi eina krónu, minn hlut, svo beitt og róið á hans bát, 20 í hlut þá nótt. 24. apríl. Gengum heim. Aflaðist undan Nesinu í Vestur- ál, 20-90 í hlut í gær. 16. maí. Norðan bálveður. 23. maí. Hláka. Greiðir ís lítið eitt. 26. maí. Sent hér úr dalnum , með ntarga hesta að sækja síld (til Akureyrar). 28. maí. Fóru enn margir að sækja síld, allir með 1 Vi strokk á tveirn hestum. 17. júní. Sett fram fiskiskip í gær (Akureyri. Sér í ís fyrir utan. 24. júní. Hlýinda veður. Fór Jóhannes ofan. Varð ekki róið fyrir ís. Afbeitt ný síld. 28. júní. í gærkvöldi kom fyrsta dankt skip að Hrísey. 30. júní. Rérum Laxa, (bátur Jóhanns og Jóns á Hreiðarsstöð- um) 50 í hlut allt fullorðið, ís nokkur. 1. júlí. Rérum, köstuðum af í Vogum, höfðunr kippað og seil. 2. júlí. Gott veður, kippað var á alla báta á Sandi vænn fiskur. ís fer minkandi við Sandinn. Afli enn í dag ágætur. Rérum ekki, nema Sigurður í Árgerði á okkar bát, seilaði. (Sig. Sigurðsson Draupnisformaður). 12. júlí. Hættum á Laxa. Flutti heim kornmat, tók tvær tunnur í Lukkunni (skip Gránufélagsins). 13. júlí. Fóru stúlkur í jaktina og keyptu smadót. Byrjað að slá. 20. júlí. Lá skip Jónassens hér við Sand. 22. júlí. Fór Jóhannes og Solla að þvo fisk á Sandinum (Jóhannes vinnumaður) og Sólveig Hall- grímsdóttir (síðar kona Gamalíels á Skeggsstöðum). 1. ágúst. I nótt dreif lognsnjó yfir allt, varð hvítt en tók af eftir dagmál. Komu hákarlaskipin með góðan afla. 2. ágúst. Fór Jói litli eftir há- karli inn á Litla-Árskógssand (Jóhann í Sogni). 16. ágúst. Jóhannes fékk 50 í hlut síld og hnísu. 18. ágúst. Kom Gísli á Hvarfi með síld úr neti sem hann lét liggja- 20. Drengir (Jóhann og Sveinn) réru með Jóhannesi á byttu fengu 30 í hlut (Sv. Bróðir Sollu uppalinn á Hvarfi 13 ára). 21. ágúst. Fór Sveinn ofan eftir fiski. Komu hákarlaskipin með mikið af hákarli, Mínerva og Baldur. 25. ágúst. Kom Friðrik í Steinnesi og lagði inn í sparisjóð- inn 200 kr. Síld allstaðar. Sjást blöðruselir hér á firðinum. Arnarnesbræður (Jón og Friðrik Antonssynir) fengu 1 í gær. 9. september. Hætt heyskap. 10. september. Fór Páll (fjár- maður) í Klaufabrekknakot. Skorið í fingur í 3. sinn. Fór Sól- veig fram í Kot að gera gamal- kýrkaup, 40 kr. Hirturn reipi og lagað í hjalli, vorfiskur fluttur úr (hjalli). 13. Farið á stað til gangna almennt. 16. Teknir sauöir, vigtað hér. 18. Sauðir vigtaðir, geymdir í vöktum, á Hreiðarsstöðum, Tungufelli, Ytra-Holti. Hamri og Böggvisstöðum. Framhald á bls. 18

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.