Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 13

Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 13
' og þúsundþjalasmiður: fa verkefiiaktus^ einasta snitti var úr rekavið, allt saman handsagað og það var svo lygilegt hvað þeir söguðu listilega vel. Það var kaupmaður þarna á Drangsnesi. Andrés gamli Run- ólfsson, frá Ellingsen í Reykja- vík. Hann hafði verslun þar og fyrir kom að einhverjir ætluðu að sökkva upp í stóru ausunni og reyndu að senda honum við, en þá var það stundum svo illa sagað að það var ekki hægt að nota það. Borðin voru svoleiðis að þau fóru ofan í hálftommu og upp í eina og hálftommu og þá er nú hægt að ímynda sér hvernig það er að vinna úr því. Eg var hjá honum Andrési að mig minnir í hálfan mánuð að smíða hjóna- rúmið hans og það var úr reka- við. Ellingsen átti verslunina, kaupfélagið átti ekkert í henni en því er víst öðru vísi farið núna, held ég sé. Aftur kom ég svo til Dalvíkur. Ég var ekki lengi þarna fyrir vest- an en fór þangað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég skaust svona því Rúna, systir mín, bjó í Bæ og ég var með ann- an fótinn þar. Hún var gift Birni Guðmundssyni, Birni í Bæ á Selströnd. Smíðaði þvottavél sem bilaði aðeins einu sinni Það má nú sjálfsagt segja að maður sé orðinn svo vanur alls konar bjástri að yrði ég verkefna- laus þá kynni ég örugglega ekki að lifa. Með því fyrsta sem ég gerði og eitthvert vit hefur kannski verið í var bátur sem ég smíðaði. Þá var ég enn strákur og seldi ég bátinn niður á Dalvík. Þetta var lítill bátur og stældi ég bara mótorbát sem ég sá. Ég gerði það oft að taka svona upp í huganum og geyma kannski svo skipti mánuðum eða árum. Ýmist smíðaði maður svo hlutinn eins eða útfærði á sinn hátt en það er fjarri því að ég hafi alltaf verið með tommustokkinn mælandi. Þvottavél gerði ég einu sinni og hún stóð aldrei klikk í fimmtán ár nema einu sinni bilaði vindan. Þannig var - ég nenni ekki að rifja upp hvaða ár - að kaupfé- lagið gekk í að reyna að fá inn- flutning á þvottavélum og eldavél- um. Það var nú meiri eymdin þá, peningaleysi og allsleysi. Nema hvað, kaupfélagið fær nokkur stykki en það var svo langt frá því að þetta nægði handa öllum sem vildu, að manni var boðið upp á að velja um annað hvort. Ég segi Gunnhildur og Jón ineó fíðluna. strax við Gunnhildi, konu mína: „Viltu taka þvottavélina?" En hú svarar: „Ég tek eldavélina." Þá höfðum við kolavél og áttum heima í gamla skólanum eða Ási öðru nafni. Nágrannakona okkar fékk sér hins vegar þvottavél og við sáum þegar hún var að þvo og hversu mikill léttir það væri að hafa þvottavél. Þá fór Gunnhild- ur að tala um að það hefði nú lík- lega verið betra að fá þvottavél- ina, því við vorum með svo marga krakka þá og þau voru nú ekki alltaf táhrein. Svo ég rauk í að búa til þvottavél. Það var nú spáð ljótu fyrir ■manni, að hún myndi tæta allt tauið í sundur, en það varð nú öðru nær. Hún var alveg stórfín svoleiðis og ég var reyndar alveg hissa á þessu. Það fór nú tölu- verður tími í þetta hjá mér - ég var fjörutíu daga að þessu með öðru - og ég var logandi hræddur um, meðan á þessu stóð að allt yrði ónýtt. Það var nú meira en að segja það að búa þetta til. Á ýmsu gekk nú með að steypa stellið í vinduna, vindustellið sem rúllurnar eru í. Ég gat þarna ekki farið eftir þvottavél nágranna- konunnar heldur þurfti ég að breyta forminu og smíða allt úr tré fyrst. Það fer nú aldeilis tími í svona lagað. Ég hafði aldrei steypt svona nokkuð eða séð það gert og varð bara að úthugsa þetta sjálfur og skapalón verða í grundvallaratriðum aldrei gerð nema á einn veg, þannig að hægt verður að ná þeim úr. Nú, maður var það að auki verkfæralaus og varð að laga sig að því líka. Þetta er svo sem ekki mikið mál hafi maður réttu verkfærin. En ég bjó mér semsé til módel eða skapalón úr tré sem ég á enn. Ég fékk hjól úr skilvindu og bjó til drifið út frá þessu eina hjóli. Snúningurinn var fram og til baka. Drifið sem ég lét fara upp í vinduna hafði ég úr reiðhjóli, litla hjólið og stóra hjólið til þess að fá hraðann niður, ég hafði engin önnur ráð. Svo mixaði ég utan um þetta, ég var þá farinn að steypa út aluminíum. Steypti semsé utan um þetta hylki til þess að geta smurt og til þess að þetta gæti gengið í baði. Þetta virtist bara vera ágætt. Ég dreif þetta svo saman, klippti pottinn til og beygði og belgurinn utan um var úr vatnsþéttum krossvið sem ég málaði. Borðið var úr séttu járni, galvaniseruðu, sem ég skar hring- laga gat á. Þetta stóð sig allt ljómandi vel nema vindan einu sinni, þar fór tannhjól. Hins vegar þurfti ég iðulega að gera við aðrar þvotta- vélar fyrir fólk og er nú víst búinn að sinna þeim nokkrum um dag- ana. Einu sinni kom til mín mað- ur frá rafmagnseftirlitinu - ég varð nú hálfskelkaöur - og segir: „Lofaðu mér nú að sjá innan í hana.“ Ég hafði hurð á hjörum til þess að hægt væri að komast í drifið og gera við færi eitthvað úrskeiðis. Nú, nú, maðurinn fékk að sjá það sent hann vildi og hristi svo bara höfuðið. Mér var alveg sama um það. Þvottavélin var alls ekki Ijót að sjá og því er nú fjandans ver að ég henti henni út á ruslahauga, það mátti svo sem enn þvo í henni, og var henni ekki fleygt fyr- ir það. Hún var bara orðin úrelt, þetta var ekki sjálfvirk vél og hún fékk bara að róa burtu eins og allar þessar eldri vélar. Heflar, skápar og rokkar Viðreisnarárin svonefndu eru þau verstu ár sem ég hef lifað. Þau voru síst betri en kreppuárin því það var svo skrýtið með að það var eins og maður gæti ekki keypt neitt og enginn ætti neitt. Á þessum tíma framlciddi ég eða bjó til litla hefla sem ég nefndi dverga eða „Dverg“. Ég gat þó aðeins selt lítið af þeim þá en þeg- ar skriðan kom aftur þá var hægt að selja þá fullu verði og menn næstum rifust um þá. Ég var þá reyndar hættur að smíða heflana og treysti mér varla orðið til þess að steypa í þá, það var nú það sem fór með þetta. Ég seldi þó þrjátíu og einn að mig minnir og sjálfur átti ég síðast og lengst af einn sem var gallaður. Ég hat'ði hann gjarna með mér í skottinu á bílnum mínum er ég var að setja eldhúsinnrétingar í húsin. Þetta var svo lítið kríli. Það er svo sem eitt og annað sem ég hef reynt að dunda við. Sveinsstykkið mitt var stofuskáp- ur og seinna átti ég eftir að gera þá æðimarga og þeir eru sjálfsagt komnir nokkuð víða og víst voru þetta skápar af ýmsu tagi. Sjálf- sagt hef ég þó búið til fleiri rokka en skápa, litla rokka, aðallega úr kopar og mikil ásókn hefur verið í þá. Nú er ég farinn að lýjast mikið með þá. Það er orðið svo erfitt að standa yfir þessu í sömu sporum og róta kannski ekki til nema höfðinu þegar maður er að spekúlera. Koparinn er gulur og Ljósmyndir: H.K. það stirnir á hann og það fer illa í augun á mér. Ég hlýt að vera búinn að gera hundrað slíka rokka, kannski fleiri. Ég hef ekki talið þá. Hef smíðað 100 byssur en aldrei skotið neitt Upp á síðkastið hef ég snúið mér að byssugerð og það er mér miklu auðveldara en rokkasmíð- in. Það er sjálfsagt hálfur annar áratugur síðan ég fór að sinna byssunum að einhverju gagni og nú er ég búinn að smíða um hundrað byssur. Fyrstu byssuna smíðaði ég tólf ára, skammbyssu sem tók lítil riffilskot. Nú smíða ég einskota haglabyssur og heil ósköp af pöntunum Iiggja hjá mér í þessar byssur. Ég afgreiði sjálfsagt ekki helminginn áður en yfir Iýkur. Ég er svona þrjár til fjórar vikur með hverja þeirra og smíða allt í þær sjálfur. Mér finnst alltaf góð sagan af einni byssanna minna sem var á sýn- ingu og sögð þar eftir annan mann. Þarna var staddur kunn- ingi minn sem þekkti byssuna enda merki ég þær vel. Hann sagðist liafa sagt forstöðumönn- um sýningarinnar þetta en því Einn af rokkunnm. var ekki ansað. Svona er nú margt skrýtið. Ég hef aldrei skotið eitt einasta kvikindi - og lítið skotið yfirleitt. Ég skaut þó nokkrum skotum úr fyrstu byssunni þegar ég var að átta mig á því hvernig ég vildi hafa þær og reyndar prófa ég þær allar. Við byssugerðina nota ég „heimatilbúin" áhöld eins og reyndar oft áður og þau hafa bara dugað vel þó sumt sé nú farið að ganga úr sér. Byssusmíði er svo sem ekki verra en hvað annað en ég verð þó að segja að mér er ákaflega illa við að gera við bilað- ar byssur. Það er þá helst að ég smíði í þær pinna og nýjum byss- um snerti ég helst ekki á, mér lík- ar ekki verkið í þeim. Byssurnar heita „Drífa“, ein- hleyptar nema eina tveggja skota hef ég smíðað sem einn sona minna á. Þær eru hlauplangar og ég hef ákveðna skoðun á heppi- legustu hlauplengd miðað við önnur hlutföll byssanna. Það er nú ekki víst að aðrir samþykki það. í skeftin nota ég beyki sé það nógu þurrt en betri er þó hnotan komist maður yfir hana nógu þykka. Vandasamast er að stilla lásinn svo allt sé öruggt. Ég hef verið heppinn með að það hefur aldrei neitt klikkað hjá mér. Margir halda að erfiðast sé að fást við hlaupin en það er nú alls ekki. Efni í byssurnar mínar hef ég fengið víða að. Lengi vel var það maður hjá Natan og Olsen í Reykjaík sem með aðstoð fyrir- tækisins útvegaði mér efni í byssuhlaupin. Síðan þessi ágæti maður dó hef ég þurft að hafa önnur ráð. í aðra hluta byssunnar hef ég meðal annars notað járn úr spyrnusleðum eins og krakkar leika sér að á vetrum svo ég taki nú dænti, en allt smíða ég semsé sjálfur, hvert og eitt einasta snitti. Hlaupin bora ég, bora inn- an úr þeim en renni ekki. Mér tckst að fá þau jöfn með því að mæla með máta sem ég sting inn í hlaupin. Borinn útbjó ég til þess arna og svo skef ég hlaupið að innan með rímurum og síðast fer ég með sandpappír inn í hlaupið. Til þess að fá hlaupið blátt að utan nota ég aðferð sem ég fékk hjá amerískri vopnaverksmiðju. Vinur minn á Akureyri skrifaði þangað fyrir mig því sjálfur er ég enginn málamaður. Þessi aðferð virðist duga vel þó mér hafi aldrei tekist að fá eitt efnið, jafnvel þó að lyfsalinn hér á Dalvík hafi hamast í því fyrir mig. Einna erfiðast hefur ntér geng- ið að ná í efni í gikkinn og það sem honum tilheyrir. Það þarf að vera vel hert því það er alltaf á hreyfingu. Þetta hefur mér þó tekist að ná í úr gömlum véium sem búið er að henda. Þetta fæst ekki í verslunum hér, ekki þarf að hugsa til þess. Gríp stundum í heimasmíðaða fiðlu Þegar ég var yngri, bæði í upp- vextinum og sem ungur maður, sá ég auðvitað til hagleiksmanna sem bjuggu í nágrenni við mig. Ekki man ég þó til þess að ég hafi lært neitt meira af einum fremur en öðrum enda held ég að mest sé undir manni sjálfum komið hvernig til tekst, hvort maður nær árangri eða ekki. Mér var til dæmis hleypt í rennibekk af ein- um ágætum smið hér í dalnum sem kenndi mér að renna tré. Það var mikið rennt í rokka og borðfætur, svo eitthvað sé nefnt. Rennibekkirnir voru auðvitað fótstignir og voru alfarið úr tré nerna rétt aðeins það sem þurfti að vera úr járni. Ég sá til manna sem voru vissulega listasmiðir og var sama hvort þeir snertu á tré eða málmi og þeir pössuðu nú að hafa verkfærin í lagi. Það beit vel hjá þeim það sem bíta átti. Þann- ig þarf það að vera. Nú er ég farinn að taka það rólega og segja má að ég skrimti af þessum smíðum mínum og í raun hef ég ekkert með meira að gera. Hafi ég eignast peninga um dagana þá hef ég verið snöggur að eyða þeim - og til hvers er svo sem að vera að safna peningum og þesslags skrani? Um dagana hefur mér yfirleitt lagst eitthvað til. Mér þótti í rauninni ágætt þegar ég hætti í fastri vinnu og satt best að segja held ég að ég hafi ekki alltaf verið mjög vinsæll því ég seldi oft ódýrt, til dæmis eldhúsinnréttingar. Ég átti inni hjá ýmsum er ég hætti og fæ það nú ✓íst ekki borgað héðan af en það er í besta lagi. Maður er góð- ur á meðan maður finnur að maður hefur ekki platað neinn. Ég hef átt því láni að fagna að hafa getað horfið að ýmsu urn dagana. Um tíma málaði ég til dæmis töluvert af myndum og við það er gott að dreifa huganum, og fiðlu smíðaði ég mér einu sinni Ég á það til að grípá í fiðl- una mína. NORÐURSLÓÐ 13

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.