Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 12

Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 12
Jón Björnsson trésmiði „Kann etíd að h ^ ( Grein þessi verður í bók, sem Iönskólaútgáfan gefur út nú fyrir jólin. Ritstjóri verksins er Atli Rafn Kristinsson og hefur hann gefíð vinsamlegt samþykki sitt til að Norðurslóö mætti birta þetta efni. Hér er greinin nokkuð stytt. Varð snemma dálítið sérstök manngerð Ég er fæddur 16. október 1907 í Göngustaðakoti í Svarfaðardal. Foreldrar mínir voru Björn Björnsson frá Atlastöðum og Sigríður Jónsdóttir frá Kóngs- stöðum í Skíðadal. Við vorum sex systkinin, fjórar systur og einn bróðir. Ég var nú snemma dálítið sér- stök týpa, ég var svo laus við að vera búmaður eða að vera við búskapinn, en þar kom að mér var trúað fyrir því að sitja yfir rollunum. f>á var ég átta ára. Ég sat yfir í ein tvö sumur og svo datt þetta niður. Aldrei hvarflaði að mér að fara að búa því ég var alltaf í smíðunum en hafði næst- um ekkert til að smíða úr því það var ekki til neitt af neinu. Það er varla hægt að segja frá þessu nú til dags þetta þykir jafnast á við sögurnar hans vellygna Bjarna. En þær geta verið dagsannar fyrir það. Það var mamma mín sem sá alltaf um að gefa mér trékassana undan molasykrinum. Svo gaf hún mér einstöku sinnum pen- inga fyrir naglapakka, því ég var alltaf smíðandi, látlaust, og oft fékk ég skammir fyrir að hafa ekki áhuga á neinu öðru en þessu. Allt var úr tré. Þó kom að því er ég stálpaðist að ég fór að smíða úr málmi, millur á boli og svoleiðis nokkuð, og hitt og ann- að smotterí. Pabbi skildi ekki þessa smíðanáttúru í mér, en það gerði mamma. Smíðaartin er úr mömmu ætt, pabbi hennar hann Jón heitinn, var gullsmiður. Hann bjó á Kóngsstöðum í Skíðadal og smíðaði fyrir bændur. Það var nú svona og svona að vera að smíða fyrir aðra, peningar voru sáralítið í umferð á þeim tíma. Já, það var Ijótt. Eg á nú engin áhöld eftir hann en þó náði ég af tilviljun í eitt þegar hann dó. Hann dó ung- ur til þess að gera, frá þremur börnum kornungum, og svo mátti amma mín sjá um þetta og pilla þessu upp þarna á Kóngs- stöðum. Hún var lengi þar, eða alveg þar til mamma giftist. Þá fór hún til hennar og fylgdi henni eftir. Peningabuddur úr Vídaiínspostillu Þó að búmannsáhuginn í mér hafi ekki rist djúpt og ef til vill einmitt þess vegna - þá stendur það mér ennþá fyrir hugskots- sjónum er ég sat yfir rollunum. Mér leiddist svona voðalega að fást við þetta. Maður var rifinn upp eldsnemma á morgnana og þurfti svo að reka ærnar upp með læk, Skriðulæk sem rennur þarna fyrir ofan Göngustaðakot, og upp á neðri brún, sem kallað var, og sitja þar yfir þeim. Þá tók ég upp á því að búa til pínulítil hjól, svona tvo þumlunga í þvermál, alls ekki stærri því ég bjó þau til úr kvistum, stundum gat ég klof- ið þá út úr girðingarstaurnum. Þetta tálgaði ég til með hníf og setti svo spaða í þessi hjól og gat í miðjuna og öxul og lét þau í lækinn, mörg. Ég vildi alltaf hafa eitthvað í gangi, en það vildi Ritstj. Nsl. auðvitað brenna við að einhver þeirra skoluðust burt, sérstaklega í rigningum. En ég hafði nógan tíma til þess að tálga og bæta við. Af þessu hafði maður gaman í fásinninu og leiðindunum en ég reyndi nú að passa rollurnar og koma með þær heim á réttum tíma. Henni ömmu heitinni ofbauð alveg að ég skyldi tálga svona mikið, sérstaklega á sunnudög- um. Hún las alltaf Jónsbókina sem kölluð var, Vídalínspostillu, þangað til hún dó, en ekkert las hún úr henni fyrir mig. Stundum leit ég í bókina þá, en mér fannst það vera mest bölvun og lygi, djöfullinn og helvíti í henni og annað eftir þessu, alveg morandi. Bókin var í skinnbandi sem var farið að trosna og var hún orðin mjög laus í skinninu. Ég man vel hvað ég var ágjarn í að eignast skinnið til þess að búa til úr því peningabuddu handa mér, en amma sagði að það fengi ég ekki fyrr en hún dæi. Nú, nú, tíminn Jón um tvítugt leið og þar kom að amma mín dó og ég var látinn hafa skinnið. Bókin átti að fara með ömmu í gröfina, ekki að tala um annað, og það var gert. Fékk ég skinnið vegna þess að ég var búinn að láta hana marglofa þessu. Ég var þá eitthvað átta eða níu ára og passaði upp á þetta og lét nú ekki plata mig svoleiðis. Úr skinninu gerði ég svo peningabuddur fyirr mig og aðra. Silfurkveiktir skeiða- hnífar og bollabakkar Maður brasaði við eitt og annað. Nokkrum árum síðar bjó ég til þó nokkuð af skeiðahnífum, strákar voru vitlausir í þá. Eitthvað seldi ég af þessu en mest gaf ég eða fékk aldrei borgað. Stykkið kost- aði sjö krónur. Marga hnífana smíðaði ég heima í Göngustaða- koti. Ég silfurkveikti þetta. Það var silfur í hólkunum og skeiðun- um að framan og ég kveikti þetta í e.ldavélinni heima, bjó til pönnu og rak inn í eldinn. Mér fannst alltaf betra að kveikja í svoleiðis eldi en með gasi, það er einhvern veginn mýkri eldur og ekki eins leiðinlegur að mér finnst. I elda- vélina var bæði notaður taðeldur og svarðareldur og mér fannst hvort tveggja ágætt. Skaftið gerði ég úr kýrhorni og ég held þessir hnífar hafi verið virkilega falleg- ir. Þeir gátu verið allavega á Iit- inn og blæbrigðin margvísleg. Þeir hurfu allir úr höndunum á mér en löngu síðar var mér skilað einum aftur af konu sem hafði gef- ið karli sínum þetta í afmælis- gjöf. Hún var þá orðin öldruð og kom til mín og segir: „Ég ætla að gefa þér þennan hníf, Jón, því hann er hvergi eins vel geymdur og hjá þér.“ Ég hafði ekki neinar fyrir- myndir en það kom nú fyrir að ég fór út í Hæringsstaði. Þar var góður smiður, hann Jóhannes Sigurðsson, sem kenndur er við Auðnir, og þeir bræður. Hann gaf mér oft spýtur og nagla og ég smíðaði úr þessu hitt og annað. Ég gerði mikið af bollabökkum, málaði á gler og postulín. Þeir eru til hérna hingað og þangað, þó mikið af þeim sé að detta út, en þeir cru samt til og þykja ágætir að vera eftir svona strák. Svo gerði ég kistur líka sem ég málaði rósir á og margvíslegt flúr og þær eru til einhvers staðar en lítið samt af þeim. Ég gerði einn- ig við skíði og ýmsa aðra muni, til dæmis bolla af haldararnir brotn- uðu. Þá var ég vís með að setja þá á úr málmi. Hreinasta tilviijun að menn skrimtu Það er ekki hægt að lýsa peninga- leysinu sem var á öllum, ég var ekki verstur. Tíminn fór þannig að maður lá í smíðunum heilu dagana og meira til og fékk aldrei nokkurn tíma borgað og það var bara talið sjálfsagt. Þetta var svipað og þegar ég kom hérna niður cftir á Dalvík og var búinn að. gifta mig og leigði hérna út frá. Það var siður hjá sjómönnum sem reru á árabátum að gefa öll- um í maginn. Ég er nærri viss um að meiri parturinn af Dalvíking- um hefði bara drepist ef þeim hefði ekki verið gefinn svona maturinn. Sveitamenn reyndu alltaf að gefa mjólk og smjör í staðinn, en á Dalvík í þann tíð kom ekki annað til greina en að vinna eitthvað í staðinn. Ég varð einu sinni auralaus fyr- ir jólin, þetta var á kreppuárun- um og ég man að ég átti varla nokkurn eyri. Það voru margir sem svona var ástatt um og kaup- félagiö bara lokaði, það var ekki til neins að fara þangað. Þá voru skömmtunarseðlar sem maður mátti bara taka visst út á. það var hreinasta tilviljun að menn skrimtu af, og síðan var ekki opnað fyrr en annað hvort seinast í janúar eða í byrjun febrúar. Því var betra að eiga eitthvað. Ég bjó til ramma úr messing og fór með þá í kaupfélagið og seldi og fékk 25 krónur fyrir. Fyrir þá keypti ég mikið. Fólk var farið að hirða Jón gerir við rennibekkinn sinn. myndir og taka smámyndir og hafði gaman af að eiga litla mess- ingramma. Slíkir rammar höfðu ekki þekkst hér. Ég held að ég eigi engan eftir. Aflað réttinda Þegar ég kom niður á Dalvík fór ég bara að vinna við hús og fyrsta húsið sem ég byggði upp á eigin spýtur var húsið hans Björgvins í Framnesi, síðar skipstjóra, Jóns- sonar. Mörk heitir það. Þá var ég algjörlega réttindalaus maður en það var ekkert verið að rýna á það í þá daga. Það voru hérna karlar, einir fimm ef ekki sex karlar, sem voru í þessunt smíð- um og við vorum allir réttinda- lausir. Síðan var farið að garfa í því að reyna að útvega okkur réttindi því ekki er gaman að vera réttindalaus og okkur var boðið upp á að ná okkur í rétt- indi. Það fór þannig fram að við urðum að smíða sveinsstykki, leggja fyrst fram teikningu og smíða svo eftir henni. Síðan var okkur gefið fyrir þetta og það var nú ekki Ijótara en það að ég fæ svo bara meistararéttindi líka, er bæði með sveinsréttindi og meist- araréttindi. Það hafa verið nokkrir sem hafa beðið mig að taka af sér stráka í læri en ég sagði alltaf sömu tugguna, að ég kynni ekki neitt og ég færi ekki að kenna þeim og gera þá að sömu sauðun- um og ég væri sjálfur, og ég tók aldrei neinn tíl að segja til. Ég hef heldur ekki kennt sonum mínum, sem eru sjö, neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut, ekki af því taginu. Éinn þeirra er húsa- smiður og hinir hafa allir réttindi á öðrum sviðum: tveir eru málar- ar, tveir bifvélavirkjar, einn er úrsmiður og einn hefur verið í alls konar skrifvélum og nú síðast á tölvum. Dætur á ég þrjár sem ekki eru síðri sonunum þó að iðnmenntun hafi þær að vísu ekki. Meðal fyrstu bíl- stjóra á Dalvík Ég var fyrsti bílstjórinn á Dalvík og keyrði gamla Ford fyrir Sigurð P. Jónsson verslunarmann. Ég fór um allar trissur, meira að segja austur í Vaglaskóg. Við settum sæti á Fordinn - þetta var vörubíll, 1927 módel held ég að hann hafi verið, - fyrsti bíllinn sem kom hingað til Dalvíkur. Siggi Jóns sem átti hann tók aldr- ei próf þótt hann gripi raunar oft í að keyra. Bíllinn var hafður í fiski, saltfiski þegar hann var þurrkaður, keyrður hérna austur á sandinn, austur á stakkstæðin sem þá voru en eru nú horfin. Breitt var á morgnana og svo þegar stakkað var saman þá var látið segl utan um og svo keyrði maður þessu þegar það var orðið þurrt í hús aftur. Það var alltaf látlaus keyrsla hjá mér á sumrin meðan heyskapurinn stóð yfir. Farið var fram á Tjarnarbakkana til að taka hey fyrir þá sem heyj- uðu þar, menn héðan úr þorpinu sem höfðu kindur. Bílstjórum þætti það ljótt núna sem ég keyrði, það verð ég að segja. Þetta var næstum verra en moldartroðningar, því að brautin var byggð fyrir hestakerrur. Maður lét nú oft miklu meira á þessa bíla en ætlast var til. Mig minnir að þeir hafi verið hálft annað tonn eða eins tonns bílar, þessir minnstu bílar, og ef maður stoppaði á götunni á rennisléttu þá gat bíllinn sigið niður væri gljúpur jarðvegurinn. Það var þara ferðin sem hélt þeim uppi. Það er nú ekki trúlegt. Miklar húsbyggingar í Steingrímsfírði í veru mína á Dalvík kemur nú allnokkur eyða. Ég skil við fyrri konu rnína, Ágústu Guðmunds- dóttur, og fer vestur í Steingríms- fjörð og er þar með annan fótinn um tíma. Ég nenni nú ekki að taka saman hversu lengi. Þá átti ég orðið þrjú börn. Þar í Stein- grímsfirði hafði ég alveg ógurlegt að gera í sambandi við smíðar, alveg hreint svakaleg vinna. Þá var að hefjast uppgangur þar, húsbyggingar. Ég var á Drangs- nesi og líka á Hólmavík. Á Drangsnesi innréttaði ég alveg eitt hús, alveg eins og það lagði sig, og málaði það. Húsið var byggt allt saman úr rekavið. Það var einhver að segja mér nýlega sem hefði séð það að röndin sem ég málaði í forstofunni væri þar enn, rósarönd. Allt santan hvert Pása hjá ve^avinnuniunnum. Frá vinstri: Eiríkur Líndals, Valdemar Jóhannssun, Elenór Þurleifssun, Jón Bjurnssun. Ljósmynd: J.H. 12 NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.