Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 11

Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 11
Úr afmælishófínu í Kiwanishúsinu. „Hiö Svarfdælska Söltunarfélag" afhendir þeim hjónum kveðskap mikinn. Ljósmynd:Ó Tli. þvingaður innan um allt þetta kvenfólk. Þó komu þarna mörg skemmtileg atvik fyrir. Ég nran eftir því að á boiludaginn fór ég og 10 ára sonur einnar kennslu- konunnar og hýddum allar náms- nteyjarnar á vistinni klukkan sex um morgun. Sú aðgerð tókst nteð ágætum. Reyndar kom í ljós að þær höfðu gert hernaðaráætlun eina ógurlega um að hýða mig. Næstu vetur átti að ná fram hefndum en mér tókst að verjast öllu með alls konar tæknibrell- um, án þess þó að læsa að mér. Tíminn sem ég var á Blönduósi var um margt ágætur. Þó ég væri ekki þarna samfellt nema í fjögur ár var ég við sund og íþrótta- kennslu flest vor allt til ársins 1965. Ég þjálfaði líka nokkra frjálsíþróttaflokka, sem kepptu á landsmótum ungmennafélag- anna. Lóan fylgdi mér Eftir að Jóhann hætti fastri kennslu á Blönduósi var hann einn vetur á Ólafsfirði en kom síðan til starfa við Dalvíkurskóla haustið 1958. Að undanskildum einum vetri þegar hann var við söngkennaranám í Reykjavík starfaði hann við Dalvíkurskóla til haustsins 1963. Frá þeim tíma og til 1974 þegar hann kom aftur til Dalvíkur var Jóhann kennari á Akureyri og kenndi auk almennrar kennslu bæði söng og leikfimi. Á öllum þessum stöðum tók hann virkan þátt í tónlistarlíf- inu og hefur starfað í næstum tug kóra. En hvenær byrjaði hann að syngja einsöng með þessum kórum? Það var með Karlakórnum á Blönduósi. Ragnar Björnsson var með námskeið á Blönduósi, sem ég sótti, og hefur Ragnar sagt mér að á því námskeiði hafi ég hækkað um tvo tóna og sungið mig upp í fyrsta tenór. Síðar var ég við söngnám um tíma í Reykja- vík og svo á Akureyri og þá hjá Sigurði Demens. Fyrsta lagið sem ég söng einsöng með kór var „Vorið kentur" eða Lóan, og má segja að það lag hafi fylgt mér síðan Flest árin sem ég söng með. Karlakór Dalvíkur var lagið á efnisskránni eða í 15 ár. Að sjálf- sögðu var það síðan á plötu kórs- ins „Svarfaðardalur“. t>að hafa komið út tvær ein- söngsplötur með Jóhanni þar sem að vísu Eiríkur Stefánsson syng- ur með honum líka. Auk þess hafa komið út nokkrar plötur þar sem Jóhann syngur einsöng með kórum t.d. Karlakór Dalvíkur og Karlakórnum Geysi á Akureyri. Talið fer nú að berast að leik- listinni því í blaðaúrklippusafni Jóhanns er að finna nokkra leik- dóma um sýningar hér á Dalvík og á Akureyri. Þar má sjá að hann hefur tekið þátt í nokkrum þessara leikrita. Meðal annars í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á óperettunni Nitouche sem fékk mjög góða aðsókn. Ég tók jú þátt í nokkrum upp- færslum á Akureyri og á Dalvík. Og á sinum tíma einnig á Blöndu- ósi. ntér hefur þótt afar skemmti- legt að taka þátt í leikstarfsemi og kabarettsýningum. Ég vil nú ekkert dæma um listrænan árang- ur minn á þessu siði. Gíslína, kona mín vill nú stundum draga leiklistarhæfileika mína í efa, en ég hcf nú alltaf sagt að henni hafi ekki fallið við hlutverkin, því ég var gjarnan í hlutverki elskhug- ans. Áhrif bernskunnar Hér þykir blaðamanni rétt að geta einnar listgreinar þar sem Jóhann hefur sýnt á góðri stundu og í þröngum hópi mikla hæfi- leika þar sent ballett er. En livað sem líður svona útúrdúrum er eitt víst að söngurinn er einskon- karaktereinkenni Jóhanns Dan- íelssonar svo ráðlegt þykir að halda sé við það efni viðtalið til enda. Um tónlist og söng í bernsku segir Jóhann: Ég var víst 9 ára gantal þegar við Júlíus bróðir og Lárus í Ytra- Garðshorni tróðum fyrst upp á barnaskemmtun sem haldin var á Bakka. Um fermingu var ég með í kvartett sem söng á afmælis- fagnaði Ungmennafélagsins Þor- steins Svörfuðar á Grundinni. Kvartettinn var undir stjórn Sigurðar í Syðra Holti. Mér er þetta minnisstætt ekki síst fyrir þá sök að ég þurfti að standa upp á kassa til að vera jafnstór hinum. Við vorum aldir upp við söng á heimilinu. Bæði mamma og pabbi störfuðu mikið í kórum og heima var mikið sungið. Þórarinn á Tjörn hafði líka mikil áhril' í þessunt efnum því hann lét alltaf syngja eitthvað á hverjum degi í skólanum og sló þá gjarnan taktinn. Fyrsta hljóðfærið sent ég eign- aðist og náði tökum á var munn- harpa. Eitthvert minnistæðast atvik frá fyrri tíð er þegar ég sá og heyrði í gramófóni í fyrsta skiptið. Hjalti Haraldsson hafði fengið lánaðan gramófón hjá Jóa leikara og kom með þetta fram- andlega tæki suður í Garðshorn. Ég man enn eftir lyktinni af þessu apparati hvað þá heldur músik- inni sem úr þessu kom. Urn það leyti heyrði ég fyrst í útvarpi. Það var niðri á Bakka. Ég man vel þegar við vorum að hlusta á messu, þá lét Vilhjálmur gamli okkur alltaf standa upp eins og við á i kirkju. Því er ekkert að leyna að laga- val frá þessum tíma hefur alltaf haft áhrif á mig og ég hef enn gaman af því að rifja upp lögin sem fólk var að æfa og syngja í minni bernsku. J.A. Rarlakór Dalvíkur syngur viö Crundina. Myndin tekin um 1965. Ljósmynd: H.K. Föndurdagur í Dalvíkurskóla Sungin jólalög. * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * Sendum öllum þeim, er stutt hafa starfsemi okkar á liðnum árum, hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Slysavarnardeildir og Björgunarsveit S.V.F.I. á Dalvík. -K * í * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ M. ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ -¥★★★★★★★★★<■★★★★★★★★★★★★★★★★★* Viö óskum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. ft BRumiBðniFÉUG ísmnDs LÍFTRYGGING GAGNKV€MT TRYGGINGAfÉLAC NORÐURSLÓÐ 11

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.