Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 15

Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 15
Arshátíð á erlendri gnrnd - Ferðasaga - Innkaupin geri). Pað var brosmildur hópur 96 starfsmanna og maka frystihúss ÚKED ásamt Hjalteyringum sem mætti galvaskur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar kl. 06.00 fimmtudagsmorguninn 19. nóvember sl. á leið sinni til Trier í Þýskalandi, þar sem halda skyldi árshátíð með pomp og pragt. Þegar var orðin hálftíma seinkun á flugi, en menn létu það ekki hafa áhrif á sig og fengu því sumir kærkominn aukatíma á barnum eða við verslun í fríhöfn- inni. Er út í vél var komið þurfti fólk að sitja í rólegheitum í heila klukkustund vegna bilunar í vél- inni, en eins og máltækið segir: „Fall er fararheill“, og loks rann upp sú langþráða stund að vélin fór í loftið, og var ekki laust við að sumir gæfu frá sér ánægju- stunu eftir að hafa lagt af stað rúmum 12 klst. áður, með rútubíl frá Dalvík. Er komið var út fyrir lofthelgi íslands voru barir flug- vélarinnar opnaðir og ljúffengar veitingar runnu létt niður þreytta ferðahálsa Dalvíkinga og Hjalt- eyringa, enda fór svo að 10-15 metra biðröð var við snyrtingar vélarinnar, er líða tók á ferðina. Eftir tveggja og hálfstíma flug var lent heilu og höldnu á Lux- emborgarflugvelli þar sem við tók passaskoðun og var ekki laust við að sumir settu upp sparisvip- inn, er gengið var fram hjá vega- bréfaskoðuninni, og þótt ótrúlegt megi virðast komst þessi glæsilegi 96 manna hópur í gegn áfalla- laust. Fyrir utan flugstöðina biðu okkar tvær glæsilegar rútur og var lagt af stað sem leið lá yfir þýsku landamærin til Trier, en þangað er u.þ.b. 45 mín. keyrsla frá Lux. Það voru þreyttir ferða- langar sem skriðu upp tröppurn- ar á hótelinu og „tékkuðu" sig inn á Hótel Porta Nigra (Hótel svörtu dyr) en sú þreyta varði ekki lengi því að eftir að menn höfðu skolað af sér ferðarykið þurstu menn og konur eins og beljur sem sleppt er út á vorin, út í búðir og versluðu óspart, og voru það ótrúlegustu hlutir sem hurfu ofan í innkaupapokana, og var ekki laust við að verslunar- eigendur neru saman lófum með sælusvip í andlitum enda hafa þeir vafalaust aldrei séð fólk með aðra eins yfirferð, nema ef vera skyldi landslið þeirra V.-Þjóð- verja í knattspyrnu. Eftir lokun verslana þennan daginn fór fólk heim á hótelið til að kasta af sér varningi og taka sig til fyrir kvöldmatinn, sem smakkaðist, ja svona ágætlega nema það helst að undirrituðum fannst lyktin af súpunni minna helst til rnikið á ullarsokka sem hafa ekki verið þvegnir í 2 mán- uði, þannig að súpan var að mestu látin ósnert í þetta skiptið. Það er óhætt að segja að það hafi verið útkeyrðir ferðalangar sem gengu til hvílu þetta kvöldið, þó svo að þeir alhraustustu með aldursforsetann, Sævald Sig. í fararbroddi, hafi skundað á krá til að svala þorsta sínum. Sjálfur árshátíðardagurinn föstudagurinn 20. nóvember, rann upp bjartur og fagur, að vísu með smá rigningarskúrum af ur yröi stoppaður upp honum til heiðurs. En þctta var nú smá útúrdúr. Er þessi dagur var að kveldi kominn og verslanir höfðu lokaði hafði ég talið allt frá þremur og upp í fjórar ferðir sem sumir höfðu farið upp á hótel til að losa sig við ýmsan verslunarvarning. En nú fór fólk að þvo sér og snyrta fyrir árshátíðina sem skyldi byrja á slaginu kl. 20.00 aö staðartíma. Það var glæsileg sjón, þegar prúðbúnir Dalvíkingar og Hjalt- eyringar fóru að tfnast inn í veislusalinn þar sem hátíðin skyldi fara fram. Hátíðin byrjaði með setningu fyrstihússtjóra Gunnars Aðal- björnssonar sem bauð síðan þeim veislustjórum, Arnari Símonar- syni og Albert Ágústssyni, að taka við stjórninni. Meðal efnis var ferðabæn utan- landsfara, annáll, söngur og ferðasaga að ógleymdri fegurðar- samkeppni um titilinn Miss Tríer ’87, og þvílíkir skrokkar sem komu fram!! Ég leyfi mér að efast um að nokkurn tíma eigi eftir að fara fram önnur eins keppni og þarna fór fram. Sigur- vegari eftir harða keppni varð ungfrú Hrafnkell Valdimarsson, og vildu sumir meina að það sem gerði útslagið með kjör Hrafn- kels hefði verið þegar hópurinn kom fram á sundbolum ásamt hárkollum og öðru lauslegu, en þar sýndi Hrafnkell ótrúlegt vaxt- arlag og limaburð!!!! Eftir krýninguna var síðan dansað fram á nótt, þó svo að vísu hafi sumir læðst á næstu krá og dvalið þar fram eftir nóttu í góðu yfirlæti. Nú gekk í garð laugardagur, yndisfagur dagur þó svo að rigndi af og til. Það verður nú að segjast eins og er að hópurinn sem mætti í morgunverð frá kl. 7-10 var gjörólíkur þeim hópi sem var að skemmta sér 10 tímum áður. Mér fannst einhvern veginn að eitt- hvað vantaði á þann glæsileik sem einkenndi þann hóp, það gæti kannski bara hafa vantað sparifötin. En kl. 13.30 var farin stór- skemmtileg skoðunarferð um Móseldalinn, að sögn þeirra sem fóru þá ferð. (Ég komst ekki þar sem var bein útsending frá þýsku knattspyrnunni!!) Og þar sem undirritaður er nú annálaður bindindismaður sleppti hann ennig vínsmökkunarferð í ein- hvern vínkjallara, þar sem menn fengu aö bragða á þcim guða- veigum scm þar eru framleiddar og var ekki laust við að stækustu bindindismenn kæmu heim með vissa glóð í augum og smá viprur í munnvikjum eftir smakkið. Er menn komu heim gafsl tak- markaður tími til að skipta um föt áður en farið skyldi út í bæ til að snæða kvöldverð. Verð ég að segja að sjaldan eða aldrei hef ég upplifað skemmtilegri kvöld- stund en þetta kvöld. Nú var komið að leiðarlokum, og menn þurftu að vakna eld- snemma sunnudaginn 22. nóvember í morgunmat áður en halda skyldi heim á leið. Lagt var af stað frá hótelinu um kl. 10 áleiðis til Luxemborgar þar sem skyldi skoða borgina á hálfgerðri hraðferð. Það er mjög margt áhugavert á þessum slóð- um og er undirritaður ákveðinn í að leggja leið sína þangað ein- hvern tímann í nánustu framtíð til að skoða betur. Komið var á Luxemborgar- flugvöll klukkan rúmlcga 12 á hádegi, en við áttum flug heim kl. 13.30 með DC 8 þotu Flug- leiða. Heimferðin gckk mjög vel og var lent á Keflavíkurflugvelli kl. rúmlega 16.00. Það varekkilaust við að sumir hræddust þá hugsun að verða stoppaðir í tollskoðun- inni, en sem betur fór var þaö nú ekki. Þegar rúturnar höfðu verið troðnar fullar af farangri var lagt af stað heim á leið og tók sú ferð ótrúlega stuttan tíma, eða rúm- lega fimm og hálfa klukkustund á keyrslu og skildist mér að gengið hefði vel á bjórbirgðir sumra á leiðinni til að róa taugarnar. Komu rúturnar til Dalvíkur um kl. 02.00 um nóttina og lauk þar með þessari ógleymanlegu ferð sem ég vona að verði aðeins sú fyrsta af fleiri slíkum. Ég vil að lokum þakka sam- ferðafólki mínu kærlega fyrir samfylgdina og vona að ég sjái sem flesta (og fleiri) í næstu árs- hátíðarferð, hvert sem hún nú verður farin. Gleðileg jól! Albert Agústsson. Kvoldverður í kjullariinum. Frá vinstri: Kristniunn «g Hólnirriður, liiniiin invgin Heiða og Albcrt. Fcgurðarkcppni í Trier. Sigurvegarar frá vinstri: Gunnar Aðalbjiirnsson, ungfrú Hrafnkell Valdimarsson og Sigurvin Jónsson. og til. Og nú þusti hópurinn allur eins og hann lagði sig í verslunar- leiðangur og nú var sko fyrst verslað almennilega! Undirritað- ur verslaði náttúrlega eins og aðrir, en með smá hléum þó, þar sem að niðri í kjallara „stór- magasíns" nokkurs var þessi stórglæsilegi bjórkjallari frá dög- um Rómverja, og fannst mér nokkuð skondin saga á bak við hvernig hann fannst: Verkamað- ur nokkur sem var við vinnu sína í byggingu stórmarkaðarins var eitthvað að brjóta upp með járn- karli í grunni hússins, missti skyndilega járnkarlinn úr hönd- um sér, og skipti engum togum að járnkarlinn hvarf ofan í jörð- ina og er farið var að athuga mál- ið kom í Ijós að undir var þessi þá líka glæsilega hvelfing frá dögum Rómverja og var henni seinna breytt í krá, og kæmi mér ekki á óvart þó að þessi sami verkamað- * * * * * * * * * * * * * * * * * Frystihús K.E.A. Dalvík sendir starfsfólki og viðskiptavinum bestu jóla- og nýárskveðjur og þakkar vel unnin störf á árinu. Gleðileg jól, farscelt komandi ár. ★★★★★★*★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★J? NORÐURSLÓÐ 15 * * * * * * * * * * ★ * * * ★ * ★ * ★ ★

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.