Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 7
Hugleiðing á jólaföstu Saga íslensku þjóðarinnar er um margt einstök. Því veldur m.a. fámennið og einnig hitt að upphaf hennar er svo nálægt okkur í tíma. Þar af leiðandi blasir hvarvetna við, ef að er gáð, sá arfur sem forfeður okkar hafa látið eftir sig allt frá bernsku þjóöarinn- ar. Dagsdaglega birtist hann m.a. í tungutaki, hugsun og viljan- um til að ráða sjálf okkar málum en á hátíðisdögum er fyrir- brigðið kallað menningararfurinn eða íslensk menning. Við getum þó tæpast litið á íslenska menningu sem einangr- aða stærð, allra síst í því fári alþjóðlegrar afþreyingar og fjöl- miðlunar sem nú geysar. í upplýsingaflóðinu sem steypist yfir okkur dag hvern erum við fremur þiggjendur en gefendur. Leit- ast er við að steypa sem flest í eitt mót og þá dofna einkenni þess sem greinir eitt menningarsvæði frá öðru. Til þess að halda sjálf- stæði sínu á þessu sviði er sjálfsvirðing lífsnauðsyn. Vöxtur byggða landsins er eitt af sjálfstæðismálum þjóðarinn- ar því ef við ætlum að nýta kosti landsins verður að efla búsetu sem víðast svo fjölbreytni aukist í atvinnu- og mannlífi. Það stoðar lítt að byggja landið af óraunhæfri rímantík eða sögulegri tilfinningasemi. Sveitarfélög eru einingar hvert í sínu lagi þar sem fjölskrúð- ugt mannlíf blómstrar. Þau byggja tilveru sína aðallega á tveim þáttum, annars vegar efnalegri velsæld og hins vegar vitundinni um sjálfan sig. Atvinnusagan er snar þáttur í sögu hvers byggðarlags því atvinnuvegirnir eru undirstaða og vaxtarbroddur þess. Nú er flestum Ijóst að við getum ótal margt annað en ræktað gras, alið búpening og sótt sjóinn. Víða um land eru menn að fikra sig inn á nýjar brautir, misjafnlega sókndjarfir eins og gengur, sent ræðst m.a. af því hvort „gott“ er í ári eða „illt“. Oft fer saman ef vel árar til sjávar og sveita að samhljóða álit manna er að hvergi sé betra að búa en á þeim stað sem þeir eru staddir hverju sinni. í slæmu árferði vill barlómurinn hins vegar bera bjartsýnina ofurliði. Álíka upphrópanir eru með öllu óþarfar. Landkostir eru það miklir að þetta er fyrst og fremst spurning um það hvernig möguleikarnir til lífsbjargarinnar eru nýttir. Við byggjum landið ísland og margsannað er að við fáum engu breytt um þá staðreynd að við erum og verðum bundin því. Auðvitað eru skiptar skoðanir á hverjum tíma hvernig þeint verðmætum sem landið gefur af sér er ráðstafað. Það stjórnarfar sem hér er við lýði heimilar hverjum manni að segja hug sinn og berjast fyrir sannfæringu sinni. Állir vilja sinni sveit og sínu landi vel og ættu orðaskipti um þessi mál að einkennast af þeim velvilja. Skoðanaágreiningi fylgja alltaf deilur og átök, ntisjafnlega geðfelld, en það frelsi, sem við höfum hlotið í arf, til deilna um opinber mál ætti síst að nota til mannorsmeiðinga og því síður ætti það að bitna á hags- munum heildarinnar. Allt það sem hér að framan greinir ásamt ýmsu öðru myndar til samans það sem við köllum íslenska menningu. Ef menn líta í eigin barm og gefa því einhverja hugsun þá munu þeir komast að raun um að þeir hafa hlotið í arf gömul og ný verðmæti sem gera kleift að takast á við nútímann og jafnframt búa í haginn undir framtíðina. Við höfum ákveðnum skyldum að gegna við fortíð, nútíð og framtíð. Framtíðin byggir m.a. á þekkingu genginna kynslóða og ekki síður bjartsýni og þrótti þeirra sem takast á við nútím- ann. Það hlýtur því að vera kappsmál hverjum þeim sem ann sinni heimabyggð að leggja rækt við sögu hennar. Þau tengsl sem fólk hefur við sína heimabyggð mega ekki glatast því óvíst er að það finní sér annan slíkan samastað í tilverunni. Á sama hátt og hér að ofan hefur verið talað um íslenska menningu sem einangraða stærð þá getum við einnig einangrað og rætt um svarfdælska eða dalvíska menningu. Þegar við lítum til upprunans með nokkru stolti og teljum það forréttindi fárra útvalinna að vera íslendingur þá höldum við fram svarfdælskum uppruna í samskiptum við aðra landsmenn. Að vera íslendingur eru forréttindi en svarfdælskur uppruni er ómetanlegur. Kristján Þór Júlíusson. * * * * * * * * * * * * * Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum GLEÐILEGRA JÓLA og farsæls komandi nýárs Bókhaldsskrifstofan. * * * * * * * * * * * * * -*★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★* * * * * * * * * * * Óskum viðskiptavinum okkar nær og íjær, GLEÐILEGRA JÓLA og farsældar á komandi ári. Fiskmiðlun Norðurlands. *★★★★★★★★★★★★★★¥.*********-¥■*-¥•*-¥-¥•*★★★ ★ ^-¥-¥-¥-¥-¥-¥-■¥■■¥• •¥-¥-¥-¥■★★★★★★★★★★★★★★★ ¥-¥-¥-^-¥-•¥-¥-¥-¥•-¥-¥-¥-^ Jf Jf >f >f * * * * * * >f >f >f Sendum bestu jólakveðjur til starfsfólks og viðskiptavina. Þökkum samskiptin á árinu. Viðar hf. *★★★■★★★★★★★★★★★★-¥-¥■•¥"¥-¥-¥-¥-¥-¥-*-¥■**★★★★★★★★-*■★★★★* Ævintýralegir vinningsmöguleikar gefast nú lijá Happdrætti SÍBS. Hvorki rneira né minna en 3. hver miði vimiiir — vinningslíkur sem eru einsdæmi hjá stóru happdrætti. Og nú em aukavinningamir 27. Þar aí em 3 rennilegar bifreiðar, Citroén AX14, sem aðeins em dregnar úr seldum miðum. Það em ótrúlega miklir möguleikar á vinningi hjá SIBS. Ævintýralegar \iniiingslilvur NORÐURSLÓÐ 7

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.