Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 19

Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 19
Ljóðagetraun Norðurslóðar 1. Hvenœr er viðsjált að ríða vötnin? 2. Hver safnar allri frónskri drótt? 3. Hver lýsir sem leiftur um nótt? 4. Hvað stynur sem strá í nœtur kulda blæ? 5. Hvar óx dugur þrek og dirfska mín? 6. Hver leiðir fagran blæ á lífið? 7. Fyrir hvað yrði margur sæll og elska landið heitt? 8. Úr hverju má jafnvel sjóða sverð? 9. Hver gréri í skúta inn í gljúfrum grám? 10. Hver er sjónarsteina unun ein? 11. Hvar er ekki rótt að eiga nótt? 12. Hvar hef ég þegið þyngsta magafylli? 13. Hver hringir Líkaböng? 14. Hvað er beint í norðri? 15. Hvar náið þið háttum þótt þið hjarið á meðan þið getið? 16. Hver skeiðar fljótur frár? 17. Hvað vinnur aldrei neinn? 18. Hvað er ungum allra best? 19. Hvað vefja hreinar píkur um hár á sér? 20. Hvað stóð sem klettur úr hafinu? 21. Fyrir hvað hefur hún gefið mér hörpudisk? 22. Hver er best af blómunum mínum öllum? 23. Hvað brosir mér mót í björtum hvammi? 24. Hvað er hér í þessu dragi? 25. Hvað kemur mðe fjörgjafaljósinu skæra? ★ Nafhagátur Hollvinur Norðurslóðar, Ingvar Gíslason, fyrrv. þingmaður vor og ráðherra, hefur enn senf blaðinu efni til jólaskemmt- unar. Að þessu sinni kom sendingin beint frá sjálfri Amer- íku, þar sem höfundurinn sat þá allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem einn af fulltrúum íslands. í meðfylgjandi bréfi segist hann munu verðlauna þann, sem ráði rétt gátunar og bætir svo við: „Við (hjónin) sendum ykkur kærar kveðjur og öllum Svarfdælingum, sem mér geðjast af einhverjum ástæðum sérstaklega vel að - veit ekki af hverju!“ Við þökkum Ingvari hugulsemina og sendum þeim hjónum bestu jólakveðjur. I. Kvennöfn 1. Hver er svanna safn ljóða ? 2. Hvað kona er hungruðum heill? 3. Hvaða konur bera nöfn nætur? 4. Af hvaða konu kviknar eldur? 5. Hver er svanna svefnleysi? 6. Hvaða konur eru óséðar nema ófreskum? 7. Hvaða kona er brjóstvörn í blóðgum leik? 8. Hver veit lengra en nef hennar nær? 9. Hvert er það víf sem vorblæ andar? 10. Hvaða konur velkjast um víðan sjó? II. Karlmannsnöfn 1. Hver er af gumum glaður? 2. Hvaða maður er mál vitna? 3. Hver háttar að hausti, en vaknar að vori? 4. Hvaða maður ber Ijóss líki? 5. Hvaða maður er vígamanns vörn ? 6. Hvaða maður á þroska sinn undir suðrænni sól? 7. Hvaða mann getur í fjöru að finna? 8. Hver tengir tvenna sjö daga ? 9. Hver er skógardýr skáldum kært? 10. Hverjir eiga í Valhöll vísa dvöl? f Minning: s Ami Jóhann Guðlaugsson Fæddur 10. júní 1912 - Dáinn 7. nóvember 1987 Vegna hinna nánu tengsla og vin- áttu allt frá því að við vorum að striplast í baðstofunni í Miðkoti og þar til bróðir minn Arni Jó- hann Guðlaugsson féll frá og hins að hann gleymist síður, langar mig til að skrifa um lífsferil lians nokkur orð. Árni var of gildur og litríkur þátttakandi í fram- kvæmda- og mannlífsvef samfé- lags síns til þess að ég gerði það ekki. Árni var snöggur í heimanbún- aði eins og oft áður og fljótur að hafa bústaðaskipti enda hvergi vanbúinn til þeirrar ferðar að mínu mati, og mun honum hafa verið vel fagnað af horfnum ástvinum. Hann skildi vel við sitt gestkvæma og notalega heimili, bæði úti og inni, sem allir máttu sjá sem til þeirra hjóna, Þórgunn- ar og hans, komu. Par birtist hag- leikur hans í verki og húsmóður- leg fyrirhyggja konu hans og dóttur sem líkist föður sínum nokkuð og lætur ekki bugast við mótbyr og hefur verið foreldrum sínum ómetanleg stoð í stórviðr- um sem á þeim hafa skollið. Oft koma andlát ástvina þeim sem eftir lifa að óvörum þrátt fyr- ir þá staðreynd að þetta er endir okkar allra eftir mislanga lífs- göngu og enginn umflýr sín örlög. Árni var vanur að halda sitt strik án þess að bogna þó gæfi á bátinn og án áhrifa annarra og ráðlagði gjarnan öðrum það sama. Margt kemur eðlilega upp í huga manns á svona tímamót- um og margar mínar bestu minningar eru tengdar Árna frá samstarfsárum okkar scm voru rnörg og öll ánægjuleg. Hlýhugur og vinátta geta verið þrungin margvíslegum tilfinningum sem mörgum láist að sýna á meðan tími er til, sitja svo eftir með sárt ennið og sektarkennd og oft vill það verða svo að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Með eðlislægu áræði, þreki, óbilandi dugnaði, lífs- reynslu og falslausri trú á hið góða, safnaði hann ómetanlegum sífrjóum höfuðstól sem hann arf- leiddi okkur að sem eftir lifum og væri vel ef fleiri skildu eftir sig slíkan fjársjóð samfélaginu til afnota. Skap hans var oft nokkuð rismikið, aðfarir til allra verka ákveðnar og án fums eða hiks. Lund hans þó að jafnaði hlý og viðrnót gott, létt og gamansamt. Oft var sungið þegar við unnum saman í múrverkinu, búið var að bera upp á vegg og farið að rétta hann af og pússa. Já, það var oft garnan á þeim árum þó mikiö væri unnið, vinnudagurinn ætíð langur, og fyrir kæmi að okkur hitnaði í hamsi, sem risti þó sjaldan djúpt, enda báðir að ég hygg fljótir til sátta. Ég er búinn að vinna með mörgum tnannin- um um dagana og ég hef aldrei séð önnur eins afköst við vinnu eins og hjá honum, sama hvað liann tók sér fyrir hendur og snar og snöggur var hann bæði til geðs og gerðar enda glíminn vel á yngri árum. Árni Jóhann Guðlaugsson fæddist í Miðkoti. Dalvík, 10. júní 1912. Foreldrar hans voru Anna María Jónsdóttir og Guð- laugur Sigurjónsson. Þar ólst liann upp að mestu og átti þar heimili þar til hann kvæntist 5. nóvember 1937 eftirlifandi konu sinni, Þórgunni Þorleifsdóttur, úvegsbónda á Hóli á Upsa- strönd. Áttu þau því gullbrúð- kaupsafmæli nú 5. nóvember sl. í ársbyrjun 1943 tluttu þau í sitt eigið húsnæði á Karlsbraut 12, Dalvík, og hafa búið þar síðan. Eignuðust þau þrjú börn, Snorra Guðlaug, Þorleif Kristin og Svan- hildi. Drengirnir fórust báðir af slysförum á besta aldri og má nærri geta hvert reginátak hefur verið að standast slík áföll. Þar reyndist dóttir þeirra, Svanhild- ur, og maður hennar, Vigfús Jóhannesson, þeim með afbrigð- um vel eins og ætíð fyrr og síðar enda kærleikur mikill þar á milli. Trúin reyndist Árna hið mikla athvarf á raunastundum. Árni var við eða á sjó fram til ársins 1941 að hann hóf bygg- ingu á Karlsbraut 12, eöa Reyk- holti eins og þau lijón ncfndu það, og hann var oftast kenndur við í daglegu tali. Hann steypti steininn sem það er hlaðið úr sjálfur og fékk frænda sinn Gísla Magnússon múrarameistara frá Akureyri til þess að aðstoða sig við múrverkið i upphafi, þá tók Árni við og gekk frá múrverkinu inni og úti. Upp frá því fór hann að taka að sér múrverk hér á Dal- vík og víðar og steypa steina, staura og rör, og við múrverk fékkst hann sem aðalstarf í rúm 30 ár. Eru þau orðin mörg hand- tökin hans 'hér í bæ til uppbygg- ingar og fegrunar. Árni gegndi fjölda starfa fyrir byggðarlag sitt og íbúa þess fyrir utan stitt aðalstarf því eins og oft vill verða berast verkefni að þeim sem hafa hæfileika til að leysa þau af hendi. Hann varð fyrsti formaður Björgunarsveitar Dal- víkur 2. mars 1951 og hafði það starf með höndum í 18 ár. Hann var einn af stofnendum Lions- klúbbs Dalvíkur og formaður hans eitt ár. í byggingarnefnd var hann lengi, einnig í karlakór, kirkjukór og sóknarnefnd í mörg ár og átti sinn stóra þátt í að fá því framgengt að kór Upsakirkju var ekki rifinn eins op iíi ctóA heldur var gerður að kapdlu og sá Árni um frágang með öðrum úti og inni á kapellunni. Hann var umsjónarmaður með bygg- ingu heimavistarskóla hér meðan hún stóð yfir. I ágúst 1976 tók hann að sér rekstur á fiskhúsi kaupfélagsins á Dalvík. Hann keypti fisk og verkaði til sölu á Dalvík, í Ólafsfirði, Svarfaðardal og víðar. Þessu starfi gegndi hann til marsloka 1984, og eftir það oft í forföllum þess er tók við starfi hans. Hann átt mörg síð- ustu árin lítinn bát og lagði kola- net á Víkinni og síðast í vor. Eft- ir að hann hætti í fiskhúsinu fór hann að fást við útskurð í tré. Eru margir góðir munir úr hans högu hendi farnir víða. Árni var natinn við ræktun blóma og jurta og ber garður þeirra hjóna þess vitni svo eftirtekt vekur og bjuggu þau sér og vinafóiki ánægjulegt athvarf í garðinum innan um fögur blónt og fugla- söng og hafa margir staldrað þar við og notið góðs viðmóts og vel- gjörða. Þórgunni, Svanhildi og afkom- endum vottum við hjónin og son- ur okkar og fjölskylda hans af heilum hug okkar dýpstu samúð og biðjurn að þau nái sem fyrst áttum og því striki sem Árni stýrði eftir. Við kveðjunt hann og þökkum samfylgdina. Hann skil- aði svarfdælskri byggð ósviknu dagsverki. Kristinn Guðlaugsson. . . . Dagbók Jóhanns á Hvarfi 19. Komu Svarfdælir af Tryggva-markaði (Gunnarssonar) fengu 13,35 meðalverð fyrir sauðinn. 21. september. í gær fór Jóhannes í 1. haust róður, 27 í hlut. 22. september. Fór ég og Sigurður á Tungufelli í Hjalteyri, vórum í nótt. Afráðið að bíða með sauði til 7. október. Týra á þá að taka þá við Hjalteyri á leið frá landinu. 24. september. Rekið saman, skar 2 löntb og 3 geldinga vetur- gamla. Páll fór á Hjalteyri með 3 kindur veturgamlar og einn sauð fyrir mig. 5. október. Sauðir teknir frá til að reka á Hjalteyri. 6. október. Hreppaskil á Völlum, 35 sauðir vigtaðir, höfðu þyngst til muna. 9. október. Farið á stað með 173 sauði, farið inn í Hillnahús voru þar um nóttina. 10. október. Fór Týra að kvöldi út á Arnarnesvík frá Akureyri. 11. október. Fór Týra inn fyrir Hjalteyri snemma, tók vörur og sauði, 190 skipað fram í nótabát gekk vel, fórum heim, vorum 20. 12. október. Róið 3 daga þessa viku. 16. október. Byrjað á niður- jöfnun hér, útsvör með hæðsta móti. 18. október. I nótt var farið á 8 bátum á Hjalteyri eftir pöntun. Komum út á Sand fyrir miðdegi. Var í nótt á Sandinum og skifti vörum, vigtarmaður Jón á Hreið- arsstöðum, bókfærsla þorgils Sökku (Þorgilsson). Vöruskifti stóðu til kl. 3. Allir fengu sínar vörur heim í góðu veðri. 7. nóvember. Lét saga drag yndir bát okkar, fékk efni hjá Baldvin (Böggvisstöðum) en Jón á Brinesi setti dragið yndir. Ég var þar við. Komu drengir ofan (Jóhann og Sveinn) til mín, tók- um við allan okkar fisk, hafa ver- ið rónir 8 róðrar í senn, afli nokkur. 10. Kom bréf frá Einari (Ás- mundssyni) í Nesi með messu fólki frá 30. þ.m. 30. nóvember. Kom póstur í Tjörn. 1. desember. Var í Sökku sam- nátta pósti. 4. desember. Fékk Sólveig bréf frá Sigfúsi bróður sínum í Amer- íku. 10. desember. Fór Jóhannes ofan til kaupstaðarferðar, sendi með honum 20 pör grárra sokka á Hjalteyri. Kom Guðni gamli, fékk hér kjöt fyrir síld (bróðir Sig. Guðmundssonar Helgafelli og þar til heimilis). Fór allt til kirkju, utan Jói og Kristín (Jói hennar barn). 28. Fóru drengir og Jóhannes ofan á Sand að sækja þann smá- fisk sem eftir var, komu um kvöldið. Róið í gær og dag, 40 í hlut. Kom Þorgils á Sökku, var hér í nótt við sparisjóðsvexti með mér. 29. des. Fór Þorgils heim, en ég fram í Hnjúk á áliðnum degi og var þar í nótt. 30. des. Fór í Gljúfurárkot og skoðaði Sokku litlu og gerði hreinan reikning við Berg (á Hofsá) að ég skulda honum þar stm hann heldur trippið frá 31. þ.m. Fór í Krosshól og var þar um nóttina. 31. des. Bjartur til lofts, vestan skafhríð. Fór áleiðis heim, kom í Hverhól, Klængshól og S.-Hvarf. Kom í hús til kinda á þeim fyrst- töldu bæjum. Kom heim um fjóstíma. Hæg fjúkmugga. NORÐURSLÓÐ 19

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.