Norðurslóð - 15.12.1987, Page 6

Norðurslóð - 15.12.1987, Page 6
Á tröppum Húsabakknskóla. Ljósmynd: H.E.P. Aðalfúndur Búnaðar- sambands Ly jaí jarðar Þann 7. nóvember var aðal- fundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar (BSE) haldinn í barnaskólanum á Húsabakka í Svarfaðardal. Fundinn sátu eins og lög gera ráð fyrir 2 full- trúar frá hverju búnaðarfélagi á svæðinu en þau munu vera 12 talsins frá Ólafsfírði að Grýtubakkahreppi. Auk þeirra voru mættir ráðunautar sambandsins 4 að tölu og nokkrir gestir, alls um 30 manns. Ráðunautar BSE eru nú Ævar Hjartarson, sem einkum sinnir nú loðdýraræktinni í héraðinu auk þess sem hann er fram- kvæmdastjóri Sambandsins. Aðr- ir eru Guðmundur Steindórsson, sem fæst við nautgriparæktina, Ólafur .Vagnsson, sem sinnir einkum sauðfjárrækt og einnig kartöfluræktinni og Jón Hlynur Sigurðsson frá Torfufelli, nýr ráðunautur hér, sem trúlega mun einkum fást við jarðræktarmálin. Búnaðarsambandið hefur aðsetur í eigin byggingu, Bú- garði, að Óseyri 2 á Akureyri þar sem einnig er til húsa Ræktunar- félag Norðurlands með efna- greiningarstofu sína, Byggingar- fulltrúi umdæmisins, Ungmenna- samband Eyjafjarðar o.fl. Stjórn BSE skipa nú eftirtald- ir: Pétur Helgason á Hranastöð- um í Hrafnagilshreppi, nýkjörinn formaður, Sigurgeir Hreinsson á Hríshól í Saurbæjarhreppi, Haukur Halldórsson í Svein- bjarnargerði á Svalbarðsströnd, fráfarandi formaður, nú form. Stéttarsambands bænda, Haukur Steindórsson í Þríhyrningi í Hörgárdal og Þorgils Gunnlaugs- son á Sökku í Svarfaðardal. (í^öfeum lanbömönnum (ÉHeðiIegra Jóla ogteattó tomanbiás BÚN/VÐARBANKI ÍSLANDS ÚTIBÚIÐ AKUREYRI OG AFGREIÐSLAN VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI SUNNUHLÍÐ Upsir á Upsaströnd - og síðasti presturínn þar Karl hét maður Steinröðarson (9. og 10. öld), er nam strönd alla út frá Upsum til Mígandi, segir í Landnámabók, og ekki meira á Karl minnst. Svarfdælasaga segir Karl rauða hafa búið að Upsum, en það mun óvíst. Landnáma segir Karl rauða hafa búið að Karlsá. Einn sonur Karls rauða hét Karl og kallaður ómáli og á hann að hafa búið að Upsunt (seinna að Karlsstöðum í Olafs- firði). Seinna bjó að Upsum Por- grímur son Ljótólfs goða, saman- ber Valla-Ljótssögu. Karl rauði var sonur Þorsteins Svarfaðar landnámsmanns að Grund í Svarfaðardal, Þorgnýssonar hersis, segir Svarfdæla, en Land- náma Rauðssonar ruggu. Móðir Karls rauða gæti hafa verið dóttir Karls er nam Upsaströnd. Svarf- dælasaga segir: Ingibjörg Her- röðardóttir jarls, en Landnáma: Vilborg Arnoddsdóttir, Ólafs- sonar bekks, landnámsmanns, en líklegra er, að hún hafi verið kona Karls. Önnur kona Karls nefnd Þorgerður og á hún að vera móðir Karls ómála. Svarfdælasaga segir Karl rauða hafa fallið fyrir Ljótólfi goða, er bjó að Hofi og hafði bardaginn ver- ið mikill og harður. Líkur eru fyrir því að Upsir (Upps, merkir klettótt hæð) hafi staðið á hæð- inni (norðan ár) í mynni Upsa- dals til forna og sér þar til tófta og mótar fyrir túngarði. Munn- mæli herma að snjóflóð hafi tekið bæinn af og hann þá verið fluttur niður á flatann og má þetta rétt vera. Fram kemur í Valla-Ljóts- sögu að menn fóru úr Ólafsfirði og ætluðu til Svarfaðardals í nátt- myrkri og hríðarfjúki og hafa þeir vafalaust fylgt ánni og lenda þeir á bænum Upsum, réði þar húsum Þorgrímur Ljótólfsson, áðurnefndur. Þá hefur og verið byggilegra á dalnum heldur en niðri á flatanum, sem hefir verið viði vaxinn. Jarðardýrleiki Upsa, er óviss til forna, en talið er að hann hafi verið 40 hndr.. Kirkjukúgildi sem fylgdu henni fyrrum voru fjögur. Fjórar hjáleigur hafa verið byggðar úr Upsalandi, tvær þær elstu (Miðkot og Efstakot) fyrir minni þeirra manna er lifðu 1712 er jarðarbókin var gerð, sú þriðja (Lækjarbakki) á árunum 1660-70 og fjórða hjáleigan (Háagerði) byggðist ekki fyrr en 1776. Einn- ig var görnul þurrabúð niður við sjóinn, er nefndist Hlöðkubúð, en hún var talin eyðilögð 1712. Upsir var góð útróðrarjörð og réru tvö skip úr Upsavör 1712. Upsum er svo lýst í Sýslu- og Sóknarlýsingum 1839: „Upsir eru hrjóstrug jörð og landkreppt í mesta máta nema dalurinn að húsabaki, sem aðeins kemur til nota miðkringlu úr sumrinu, en undirleggst sem annar þverdalur strax í fyrstu snjóum. Næstum útheyskaparlaust má telja þetta prestsaðsetur að fráteknu lítil- lega í bithaga á dalnum, en tún er þar stórt, þýft og ógrasgefið. Land þar gengur óðum af sér af snjóflóðum og skriðuföllum. Húsaður er þar bær í góðu með- allagi og má telja þar íveruhús fólks (baðstofu) einhverja þá langbestu í allri heilu sókninni, jafnvel öllum hreppnum." Kirkja var lengi á Upsum og staðurinn beneficium. Er fyrst getið um kirkjuna á 12. öld og síðan í öllum kirkjumáladögum sem til eru frá síðari öldum. Fyrsti prestur sem kenndur er við Upsir var Guðmundur Ara- son, góði, síðar biskup á Hólum, en hann hélt Upsir 1196. Máldag- ar frá 14. og 15. öld nefna engan prest eða staðarhaldara á Upsum fyrr en í lok 15. aldar. Vitað er um 19 presta sem sátu á Upsum. Annar í röðinni var Nikulás Þormóðsson, d. 28. okt. 1521. Var hann prestur á Upsum 1480. Þar þjónaði hann fram yfir 1491. Hann þótti mikilhæfur maður og framkvæmdarsamur. Margir geta rakið ætt sína til hans. Seinasti búandi prestur á Upsum var Baldvin Þorsteinsson. Baldvin var fæddur í Prest- hvammi í Aðaldal 20. júní 1781, d. 28. des. 1858 á Upsum, sonur Þorsteins pr. í Stærra-Árskógi, Hallgrímssonar pr. að Bægisá, Eldjárnssonar pr. að Möðru- vallaklaustursprestakalli (frá honum hafa Tjarnarmenn Eld- járnsnafnið) og lengra fram af Jóni Maríuskáldi Pálssyni, d. 1471. Móðir Baldvins og fyrri kona Þorsteins: Jórunn Lárusdóttir Scheving, Hannessonar Scheving sýslurn. í Eyjafirði. Móðurmóðir Baldvins var: Anna Björnsd. pr. að Grenjaðarstað, Magnússonar, Björnssonar sýslum., Pálssonar sýslum. í Húnaþingi, Guðbrands- sonar Hólabiskups. Amma Jór- unnar: Jórunn Steinsdóttir Hóla- biskups. Stórkostlegir viðburðir vændum hjá RH.L’88! Páll Kristjánsson. Baldvin fór í Hólaskóla 1795 og var útskrifaður þaðan 1802 með góðum vitnisburði. 1 stúd- entsvottorði hans er hann sagður vera gæddur góðum andlegum hæfileikum, bæði að námsgáfum, skarpleika og dómgreind. Hann fékk veitingu fyrir Upsum 1812 og var prestur þar frá 1813 til 1851 er Upsaprestakall var lagt niður og sóknin lögð til Tjarnar- prestakalls. „Af embættinu hafði séra Baldvin litlar tekjur því Upsa- sókn var löngum fámenn og brauðið því tekjurýrt. Skyldur sínar sem kennimanns rækti hann vel, því hann var reglusamur og aðgætinn í prestverkum og þótti sæmilegur predikari, enda vel gefinn og létt um að semja ræður. Prestþjónustubækur sínar færði hann samviskulega, en skrifaði ekki sérlega vel og þó skýrt. Sáttasemjari var hann nær 40 ár og einnig var hann lengi endur- skoðandi hreppsreikninga Valla hrepps. Utansveitarmál lét hann sig litlu skipta, en virðist hafa verið heimakær og friðsamur maður, sem var annt um þá er næstir honum lifðu og hrærðust, bæði sóknarbörnin yfirleitt og svo hans eigin börn, sem flestöll náðu fulltíða aldri og mönnuðust vel. Var séra Baldvin talinn frændrækinn vel, en sjálfur varð hann mikill ættfaðir og hafa ýms- ir niðjar hans reynst afbragðs- fólk. Fyrst og fremst fór þó orð af séra Baldvin sem bónda. Hann þótti tápmikill, stjórnsamur og ötull búmaður, sem gætti vel fjár- afla síns, án þess að vera nokkur maurapúki. Hann stýrði allfjöl- mennu heimili og gætti þess að þar vantaði ekki neitt á aðhlynn- ingu heimilismanna, enda var hann þægilegur húsbóndi og löngum hjúasæll.“ Heimildir: Landnámabók, Svarfdælasaga, Valla-Ljótssaga, Prestatal og prófasta á íslandi, eftir Svein Níelsson, íslenskar æviskrár 3. b., eftir Pál E. Ólason, Svarfdælingar 2. b. eftir Stefán Aöalsteinsson, Sýslu og sóknarlýsingar 1839-1854, Handrit Stefáns Aðalsteinssonar í skjalasafni HSD, Ævisaga Bjarna Pálssonar, bls. 17 neðanm., Sagnablöð hin nýju, bls. 137. Páll Kristjánsson. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Vœnlegast til vinnings Norðurslóð óskar lesendum síiiuin árs og friðar 6 NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.