Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 5
Horft tíl baka um hálfa öld Þann 14. nóvember héldu Svarfdælir fyrir sunnan 30 ára afmælisfagnað, eins og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu. Aðalræðumaður kvöldsins var Bjarki Elíasson yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík (Bjarki í Víkurhóli). Norðurslóð fékk Ieyfi til að birta þetta skemmti- Iega spjall og þakkar höfundi fyrir velviljann. Hér er erindið lítillega stytt vegna plássleysis. „Hann er dalurinn þinn, hann er dalurinn minn, hann er önd- vegi íslenskra dala.“ Þessar ljóð- línur Hugrúnar eða Filipíu frá Brautarhóli gætu ekki átt við neina aðra sveit en Svarfaðardal svo heitt sem við unnunr þessari byggð er ól okkur flest sem hér erum í kvöld eða eigum þar ein- hverjar rætur. Ég ákvað því að láta gamminn geysa um 5 ára tímabil ævi minn- ar eða frá því ég var 5 ára 1928 til þess er ég var 11 ára 1934, þegar jarðskjálftarnir miklu voru á Dalvík. Mínar fyrstu ljósu minningar eru frá Jaðri þar sem ég fæddist en þær eru tengdar við Brimnes- ána sem rennur til sjávar rétt norðan við húsið. Það var alltaf verið að banna okkur að koma að ánni og segja okkur að hún Imma í Árgerði hefði næstum drukknað í ánni. Áin var þá í mínum aug- um hræðilegt fljót og brimið við bakkann ógnvekjandi og gnauðið frá því draugalegt. Þegar ég í dag ek yfir brúna á Bimnesánni hug- leiði ég oft hvort áin hafi alltaf verið þessi spræna eða hvort hún hafi vaxið mér svona í augum. Næstu minningar eru svo þegar við flytjum frá Jaðri í Víkurhól árið 1928. Mér fannst ég vera búinn að missa mikið, Jaðars- bræður Kolbeinn og Kjartan og Ottó frændi voru ekki lengur leikfélagar, þeir voru svo langt í burtu. En nýir leikfélagar voru í næsta húsi, Sunnhvoli þeir Bommi og Balli og Bára systir og María urðu miklar vinkonur. En nú kom eitt áfallið enn. Ég var sendur í sveit til afa og ömmu á Hóli og Bjössa bróður mömmu. En þetta „áfall“ innan gæsalappa er þó ein eftirminnilegasta og áhrifaríkasta æskuminning sem ég á. Soffi og Súsanna voru þá ungu hjónin á Hóli en afi og amma í horninu hjá þeim en Bjössi ungur ógiftur maður á bið- ilsbuxunum. Amma og afi sýsluðu í gömlu hlóðaeldhúsi þar sem tað var aðaleldiviður, moðsuða var til að spara eldivið og flatbrauð bakað á glóð. Afi sat oft við hlóðirnar með pípuna sína og hrærði í glóðinni berhentur til að velja sér góðan glóðarköggul til að nota í lítt eldfimt baðtóbakið sem hann reykti. Siggið var svo þykkt á höndunum að hann brenndi sig aldrei og hefði þess vegna getað gengið á höndum yfir eld eins og indverskur fakír. Flatkökurnar hennar ömmu voru mitt sælgæti á þessum árum og ekki skemmdi jafnþykkt þeirra af smjöri og enn í dag stenst ég ekki þá freystingu að kaupa flatbrauð ef ég rekst á það volgt og ilmandi í búðinni og þá minnist ég alltaf hennar ömmu á Hóli. Ég svaf í norðurhúsinu í gamla torfbænum á Hóli hjá Bjösa Þorbjörg og Björn í Ölduhrygg. frænda en hún Sunna gamla var í næsta herbergi mállaus, blind og heyrnarlaus. Saga hennar var sorgarsaga sem ekki verður sögð hér. En mikið var ég smeikur við hana blessaða og ónotalegt fannst mér að mæta henni í myrkum torfgöngunum þó eng- um gerði hún mein. En það var hann Bjössi frændi. Það fannst mér einkennilegt við hann að strax og komið var heim af engjunum á kvöldin hafði hann fataskipti og pússaði sig allan, lagði hnakk á Rauð og reið niður í Bakka. Ég varð því svo til alltaf einn að far að sofa en svo var hann oftast kominn á morgn- ana. Ég var hreint undrandi á öll- um þessum ferðum hans að Bakka. En árangur þessara Bakkaferða kom brátt í ljós því skömmu síðar var hann giftur Þorbjörgu dóttur Vilhjálms. Við þetta breyttust mínir hagir því Bjössi flutti að Grund og hóf þar búskap og ég fylgdi með en Beyji bróðir fór í Hól. Dvölin á Grund verður mér ætíð hugstæð fyrir margra hluta sakir. Mér leiddist ofsalega í sveitinni og hefði dvöl- in orðið mér óbærileg ef ekki hefði komið til félagsskapurinn sem ég fékk þarna. Veturinn 1930 tók Bjössi að sér að kenna börnum undir barnaskóla, en þá var skólaskylda 10 ára. Auk mín sem var 7 ára voru þarna Kiddi heitinn í Ytra-Garðshorni, Dagga heitin í Blakksgerði, Mæja í Syðra-Garðshorni og Steini heitinn í Brekku. Þetta var góður skóli og félagsskapurinn eftir því. Hart var sóttur skólinn þó ill væru veður og einu sinni man ég eftir að þeir Blakksgerð- isbræður komu með Döggu í strigapoka í stórhríðarveðri og holfdu úr pokanum inn á borð- stofugólfið. Ég elti Bjössa frænda hvert sem hann fór og hann var óþreytandi við að kenna mér og magföldunartöfluna lærði ég svona: „Ef ein kýr hefur 4 spena hvað eru þá margir spenar á 7 kúm o.s.frv. Önnur reiknings- kennsla var eftir því allt miðað við ríkjandi aðstæður engin mengi eða óræð hugtök. Eitt var þó sem angraði mig mjög á Grund, það var að ég var látinn sofa hjá henni Helgu á Bakka og á þessu stríddi Bjössi mér. Þvílík smán ef þetta fréttist nú á aðra bæi. Bjössi frændi var mjög góð- ur við mig en með afbrigðum stríðinn. Einu atviki mun ég aldr- ei gleyma. Páll Zóphóníasson, búnaðarmálastjóri, kom þennan vetur að Grund en hrútasýning var þá haldin þar. Einn af verð- launahrútunum var eign Bjössa frænda. Páll fór að skrá í bók sína ýmis mál, ætt og uppruna og segir svo við Bjössa. Hvað heitir hrúturinn? Hann heitir nú eigin- lega ekki neitt segir Bjössi. Ég stóð þarna við hliðina á Páli sem gerði sér mjög dælt við mig og kallaði mig alltaf frænda og segir „Við látum hrútinn heita Bjarka". Þetta var meira en ég þoldi, að láta hrútfjanda bera nafn mitt. Þvílík ósvífni. Ég rauk út og fór að hágráta og ætlaði sko aldrei að fyrirgefa Páli þetta og þykjast svo vera frændi manns jíka. Ekki batnaði ástandið um sauðburðinn þegar litlu lömbin fóru að hoppa um túnið á Grund og Bjössi sagði „Þetta lamb er undan Bjarka og þetta og þetta“. Hvar ætlaði þessi smán að enda? Bjössi átti tvo góða hesta, Mósa og Rauð. Mósi er einhver sú besta skepna sem ég hef kynnst og líklega eina dýrið sem mér hefur þótt vænt um og ég vona að honum hafi þótt vænt um mig. Rauður var hins vegar hinn mesti gallagripur og gat einhver hrossa- prangari úr Skagafirði platað þessu gerpi inn á frænda minn. Hann var rammfælinn sérstak- lega var honum illa við bíla og svo var útlokað að ríða honum nema fetið, því ef hann fór að hlaupa skipti hann svo snöggt og oft um gang að annað hvort kast- aði hann manni af baki eða gerði mann ófæran til gangs eftjr stutt- an sprett. Mósi var því nr. 1 hjá mér. Ég var oft sendur að sækja hestana í hólf fyrir ofan túnið á Grund og ég gat orðið kallað í Mósa að hliðinu með því að hafa brauð og sykurmola handa honum sem honum fannst mikið sælgæti. Öðru máli gegndi um Rauð. Ég var sendur með hann fyrir kerru til Dalvíkur í innkaupaferðir og að fá fisk í soðið. Þetta voru erf- iðar ferðir fyrir 7 ára strák. í einni slíkri mætti ég Sigga Jóns á Gamla Fordinum sínurn fyrir ofan Tjörn. Ég ók út af veginum er ég heyrði hávaðann, fór úr kerrunni og hélt í beislið á Rauð til að hemja hann meðan bíllinn fór hjá. Ekki tókst það, heldur byrjaði hann að prjóna og hneggja og ég flaug í loft upp en gat þó haldið mér. Ég komst svo við illan leik til Dalvíkur og þurfti að fá aðstoð hjá mömmu til að spenna frá og fyrir en þorði ekki að segja frá því sem á hefði gengið og slapp með skrekkinn. Sem betur fór voru fáir bílar á ferð á þessum árum í Svarfaðar- dal. Þetta sumar á Grund veiddi ég minn fyrsta fisk. Ég þurfti að færa fólkinu mat og kaffi á engjarnar sem voru niður á Grundarbökkum. Maturinn var í stórri tágakörfu en kaffið í 2 flöskum sem settar voru í sokka og svo voru þær hengdar á axlirn- ar á mér og dingluðu miður með síðunum svo þær næstum drógust með jörð. Á heimleið úr einni slíkri ferð kom ég að vaðinu á Grundarlæknum og þá var þar stærðar urriði að brjótast yfir grynningarnar. Ég henti öllu frá nrér óð út í lækinn, sparkaði og barði uns mér tókst að ná gripn- um upp á þurrt en þá var ekki þurr þráður á mér. Ég dröslaðist svo með allt heim og varð Þor- björg mjög undrandi yfir þessum feng. Hún sauð svo urriðann um kvöldið og varð engjafólkið engu minna undrandi en húsmóðirin en veiðimaðurinn hefur þó lík- lega verið sá er montnastur var yfir Maríufiskinum sínum. Ýmis- legt fleira skennntilegt kom fyrir á Grund en alltaf leiddist mér. Ég hafði hálfgerða innilokunar- kennd af því ég gat ekki séð út á sjóinn og stundum hljóp ég út í Sundskála til að geta andað léttar. Þar með lauk minni sveit- advöl um haustið og fór ég aldrei í sveit eftir það. Nú tóku við bernskuárin á Dalvík, leikur og starf, gaman og alvara. Kynslóðabilið margum- talaða var ekki til, börnin unnu við hlið hinna fullorðnu og allir fóru saman í leikhús eða á böll. Ég man ekki eftir neinum ung- lingavandamálum. Allir urðu að vinna og það fyrsta sem ég vann var að vera sendill á símanum hjá Þorsteini kaupmanni. Ég fékk Í0 aura fyrir að sækja menn í sím- ann ef það var stut að fara en 25 aura ef það var langt t.d. alla leið út í Sauðanes. Það var meirihátt- ar ferð. Síðan fékk ég 10 krónur á mánuði og þurfti þá líka ð sitja inni á stöð og svara ef Inga Sig- urjóns þurlti að skreppa frá. Eg var orðinn málkunnugur Ólafi á Krossum og símastúlkum í Reykjavík og Akureyri og víðar, en símatíminn var ekki langur og á milli varð að boða menn í símann. Eitt og boð, eitt og kvaðning voru fastar skráningar í bókina en þetta „eitt“ var „við- talsbil“ og var gjaldskrárviðmið- un. Leikfélagar mínir nutu þess oft þegar ég fékk 10 eða 25 aura fyrir Bjarki Elíasson. sendiferð þá var farið í Gíslabúð og keyptar gráfíkjur sem var Ijúf- meti þeirra ára. Það fékkst stór poki fyrir 25 aura. Við lékum okkur mikið saman á þessum árum, þeir Dúddi og Bjössi Dóra, Vallholtsbræður Sigfús og Jón, Sægrundarbræður Kiddi, Reynir og Kári og Sunnu- hvolsbræður Balli og Bommi o.fl. Þegar ég var 10 og 11 ára var ég kúasmali. 1934 ineð Beyja bróður en árið áður með Ottó frænda mínum. Við fengum 10 krónur fyrir kúna yfir sumarið og 5 krónur fyrir kálfinn. Þetta var mjög eftirsótt starf því launuð störf lágu ekki á lausu. Þetta mundi víst varða við lög í dag vegna vinnutímans sem var frá 7 til 7 alla daga aldrei frí. Oft var maður syfjaður á morgnana en það var engin miskunn við uröum að taka við kúnum við fjósdyr hvers og eins að mjöltum loknum og skila þeim við fjósdyr á kvöldin. Mig minnir að hausarnir hafi verið milli 50 og 60 þegar flest var. Einu sinni týndum við Ottó kúnum í svarta þoku upp í fjalli en þá kom Mundi á Ögðum eins og engill af himnum ofan og fann þær fyrir okkur. Kýrnar voru reknar á Flæðarnar fyrir liádegi en eftir hádegi upp í hóla. Þetta var sífelldur eltingaleikur allan daginn. Ég held að best sé að slá botn- innn í þetta raus með jarðskjálft- anum 2. júní 1934. Sá dagur mun aldrei úr minni líða hjá þeim er það upplifðu. Það er margs að minnast t.d. eins og tjaldbúðanna á Sunnuhvolstúninu, en tjöldin voru gerð úr fiskábreiðum, fyrstu máltíðarinnar sem borðuð var 3. júni sem var æðarfugl og súpa af honum sem soðin var í þvotta- pottinum hennar mömmu en Júlíus heitinn í Sunnuhvoli og Stjáni Jóns höfðu séð um fuglinn. Það voru ekki frystikysturnar lil að fara í þá og nýmeti var bara af nýslátruðu, fugli, sel, hnísu eða kálfi. En í lok júlí fluttum við í nýja barnaskólann ásamt Lamb- hagafólkinu og þar í einni skóla- stofunni fæddist Stefán heitinn bróðir minn 12. ágúst um sumar- ið. Pabbi hóf strax að byggja nýtt hús, nýja Víkurhól og inn í hann fluttum við um haustjð hálfklár- aðan því rýma þurfti barnaskól- ann svo kennsla gæti hafist. Ég minnist þess m.a. að hessian- strigi var stengdur á flesta veggi og síðan hef ég hálfgert ofnæmi fyrir lyktinni af því. Þetta sumar brustu ekki aðeins flest hús á Dalvík heldur líka framtíðardraumar margra. Endurreisnarstarfið gekk furðu- vel en hvort þeirri aðstoð sem veitt var til þess var réttilega skipt er önnur saga sem ekki verður sögð hér. Góðir sveitungar, Svarfdæling- ar - Dalvíkingar. Öll erum við af einni rót við vorum eitt sveitar- félag til 1946 og vonandi eiga þessar byggðir eftir að sameinast aftur. Megi gæfa og gengi fylgja daln- um okkar og víkinni vænu og þeim er þar búa, sem og þeim er hér eru og landsmönnum öllum. Heill fylgi Svarfdælskri byggð og bæ. Meðan bændur búa og bátar gista mið. Á Sunnuhvolstúni 3. júní 1934. Ljósmynd: J.H. NORÐURSLÓÐ 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.