Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 3
Asetningur haustíð 1987 Enn hafa forðagæslumenn ver- ið á ferðinni til að mæla og meta fóðurbirgðir bænda og kasta tölu á búpeninginn. í 10 ár hefur Norðurslóð birt niður- stöður þeirra og gerir það enn. Svarfaðardalshreppur Það kemur varla nokkrum á óvart að sauðfé hefur fækkað mikið en nautgripastofninn held- ur sér og fyllilega það. En hér koma tölurnar, (1986 í sviga): Kýr 817 (807) Kelfdar kvígur 112(110) Geldneyti 282 (288) Kálfar 198 (184) Það sýnir sig enn að bændur halda dauðahaldi í kýrnar, enda reikna þeir nú ekki með frekari samdrætti í mjólkurframaleiðslu- réttinum og vonandi stenst það. En lítum svo á sauðfénaðinn. Ær 2.208 (2.802) Gemlingar 351 (653) Hrútar 87 (98) Sem sagt, ánum hefur fækkað um meira en 20% á milli áranna og kemur þar riðuniðurskurður- inn til sögunnar. Meiri er þó fækkun ásetningslamba hlutfalls- lega eða nærri 50%. Þarna virðist svo að bændur séu að einhverju leyti að bregðast við væntanleg- unt heildarniðurskurði næsta haust. Þá er að lokum annar bú- peningur sem bítur gras: Geitur 9 (10) Hross 313 (264) Endur 18 (10) Fleiri búfjártegundir höfðu forðagæslumenn ekki á skrá sinni. Þó er að sjálfsögðu vitað um hænsn hér þúsundum saman og svo loðdýrin, sem nú kemur til með að fjölga ntikið, með til- komu minkadeildar við öll 4 loð- dýrabú hreppsins. Magn heyfóðurs er mjög svip- að og á haustnóttum í fyrra. eða 46.710 m (46.340). Fóðurþörfin er hinsvegar aðeins metin 38.350 m þar af fyrningar frá í fyrra, svo afgangur ætti að verða á næsta vori 8.350 m . Forðagæslumenn í Svarfðar- dalshreppi eru sem áður Júlíus Friðriksson í Gröf og Þórarinn Jónsson á Bakka. Dalvík Þá er það í lokin upptalning á búfé þeirra á svæði Dalvíkurbæj- ar. Þar eru kýr 57, kelfdar kvígur 14, geldneyti 41 og kálfar 17, alls 129. Ekki höfum við samanburð- artölur frá síðasta ári, en þó ntun þetta vera svipað og þá. Aftur á móti er sauðfjárbúskapurinn að verða ansi rýr í kaupstaðnum. Ær eru 484, gemlingar 49 og hrútar 22, alls 555 hausar. Hross- um fer alltaf fjölgandi á Dalvík, þau eru alls 198, enda sjást nú lagleg hrossastóð á beit í kafgras- inu í löndum Hrísa og Ytra- Holts. Til að fóðra þennan grasétandi búpening eiga Dalvíkingar 7.360 m af heyi og sýnist það kappnóg. Þá er þess getið í skýrslu þeirra ásetningsmanna bæjarins, að ref- ir séu 1.050 og minkar 3.700 og munu þetta vera ásetningsdýrin á Ytra-Holti og á Böggvisstöðum. Forðagæslumenn á Dalvík eru Hafsteinn Pálsson og Rafn Arn- björnsson. Einstök veðurblíöa Veðurblíðan sem ríkt hefur hér á landi undanfarið er að nálgast það að vera einsdæmi. Þetta á við bæði sunnanlands og norðan. Eftir töluverðan snjó í október kom þessi dæmalaust mildi nóventber. Snjórinn hvarf eins og dögg fyrir sólu og sást ekki nema uppi á hæstu fjallatoppum. Sólin brosti af heiðum himni um leið og hún lækkaði flugið dag frá degi uns hún hvarf sjónum flestra Svarfdæla um mánaðarmótin nóv/des. Frostþeli var ekki til í jörðu, bændur óku mykju á tún og sumir herfuðu hana niður og bæjarbúar steyptu gangstéttar. Þessa fmá ekki láta laveg óget- ið, við eru svo fljót að láta frá okkur heyra, þegar náttúran sýn- ir á sér hina hliðina. Annar mild- asti nóvember aldarinnar, segi Veðurstofan, meðalhiti 3,4 gráð- ur á Akureyri. Aðeins árið 1956 getur státað af mildari nóvember. Hér um slóðir eru langminnugir menn helst að tala um 1928 með eitthvað viðlíka veðurblíðu í þessum mánuði, sem oft er held- ur leiðinlegur hvað veður snertir. En nú, 7. des. er hins vegar komið annars konar tíð. Snjó- koma var hér fyrir nokkrum dög- urn og í dag er kalt, frost ca. 10 gráður. Einlcikur á fiðlu, Martin VVaslaw 12 ára spilar yið undirleik móður sinnar, Magdalenu. Sungið og spilað. Með gítarinn: Séra Jón Helgi Þórarinsson, með þvernautuna: Edda Ármannsdóttir. Aðventukyöld í Tjamarkirkju Aðventukvöld í Tjarnarkirkju 6. des. 1987. Júlíus Daníelsson flvtur erindi um bernskujólin. Vatnið rennur i liöfnina áður en það var tengt veitukerfínu. Góða vatnið komið Föstudaginn 4. desember sl. var formlega tekin í notkun ný vatns- veita hér á Dalvík. Þá var lokið tengingu dreyfikerfis bæjarins við aðveituæðina frá eyrunt Svarfað- ardalsár í landi Bakka og Hofsár- kots. Framkvæmdir hófust í lok júní í sumar og unnu við verkið 8-10 manns að jafnaði. Reiknað er nteð að kostnaður við þessar framkvæmdir verði nálægt kostn- aðaráætlun sem hljóðaði upp á 27 milljónir króna. Aðdragandi verksins var orðinn alllangur. Saga vatnsveitu Dalvíkur nær aft- ur til ársins 1936. Veitan er því orðin rúmlega hálfrar aldar göntul. Frá 1962 eða helming þess tíma hafa farið fram rann- sóknir og leit að vatni víða hér í nágrenni Dalvíkur. Það var svo í lok síðasta árs að tillögur voru gerðar um þá lausn í neysluvatns- málinu sem nú er orðin að veru- leika. Það var heiðursborgari Dalvík- ur, Jón E. Stefánsson sem ræstí dælur veitunnar við sérstaka athöfn frammi á eyrunum. Krist- ján Þór Júlíusson hafði áður flutt ávarp og rakið sögu vatnsveitu- framkvæmda. Fáir eru jafn tengdir sögu vatnsveitunnar og Jón E. Stefánsson svo það fór vel á því að hann með táknrænum hætti rak smiðshöggið á þá lausn sem við trúum að leysi vanda í kaldavatnsmálum um langa framtíð. Áður voru hámarks afköst vatnsveitunnar um 35 1/ sek. en í dag er gerlegt að veita til Dalvíkur um 60 l/sek. Gæði vatnsins eru mikil og má þar finna mikinn mun. Guðmundur Árnason veitu- stjóri hafði yfirumsjón með verk- inu og skilaði því með ntikili prýði. Jarðverk hf. og starfsmenn bæjarins sáu um jarðverksvinnu, Tréverk hf. og Elekro Co hf. sáu um trésmíði og raflagnir. Verk- fræðistofnun Norðurlands hafði umsjón með allri hönnun. Hér hefur sem sagt náðst merkur áfangi en síðar verður miðlunar- tankur reistur og þá um leiö verð- ur sett tölvustýring á dælur. sent enn mun auka rekstraröryggi veitunnar. Heiilursborgarinn Jón Stefánsson ræsir dæluna. Dýrniæt jólagjöf Jólin eru á næsta leiti, hátíðin sem oft er kölluð hátíð Ijóss og friðar. Því miður hafa jólin ekki jafnaöarlega megnað að tendra Ijós í myrkri fáfræði og fátæktar sem enn ríkir í stórum hlutum heims. Né heldur hafa þau inegnaö að stilla til friöar í styrjöldum þjóða í milli, jafnvel kristinna þjóða í milli, styrj- öldum sem geisað hafa árum saman, á jólunum jafnt sem endranær. Nú hefur samt sem áður sá atburöur gerst, sem vel getur átt eftir að reynast dýrmætasta jólagjöfin, sem mannkyninu hef- ur nokkru sinni hlotnast. Það er að sjálfsögðu sáttmálinn um eyðingu kjarnavopna sem æðstu menn Bandaríkjanna og Sovétríkjanna undirrituðu þann 8. desember 1987. Sagt er að hér sé aðeins um að ræða 3-4% af kjarnavopnabirgðum stór- veldanna. Samt er þetta byrjun, sem hugsuð er sem upphaf annars og meira og nú er í alvöru farð að nefna takmarkið - heimur án kjarnavopna. Þótt lítið sé er þetta nóg til að allt mannkyn ætti að geta sofið ofurlítið rólegar nú en mörg undanfarin jól. Þessum orðum má Ijúka með tilvitnun í vers úr hinum undurfagra sálmi sr. Einars Sigurðssonar í Eydölum sem svo hljóðar: Lofíð og dýrð á himnum háít honum með englum syngjum þrátt, friður á jörð og fengin sátt, fagni því menn sem bæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. HEP. NORÐURSLÓÐ 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.