Fréttablaðið - 15.05.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 15.05.2017, Síða 2
Kr. 51.000,- Verð aðeins Greinakurlarar Öflugir greinakurlarar - taka allt að 45 mm stofna Model SDL 2800 EVO Einfasa rafmótor 2800 W Sjálfbrýnandi kurlaravals Koma með safnkassa Meðfærilegir Auðveldir í allri notkun Hljóðlátir ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Veður Austlæg átt, víða 5-13 og úrkomu- lítið. Vaxandi norðaustanátt og fer að rigna um kvöldið, fyrst suð- vestanlands. Sums staðar stormur á Suðausturlandi og allra syðst. sjá síðu 18 Viðskipti „Þetta er ekki eins og gámaeiningar sem vinnuskúrar eru gerðir úr, þetta eru raunveru- lega einingar sem byggðar eru úr sömu grind og gámar, það er stálburðarvirki, svo er þetta klætt að utan og klætt að innan – bara nákvæmlega eins og hvert annað herbergi,“ segir Ari Guðmunds- son, sviðsstjóri hjá Verkís, en bæði erlendir og innlendir aðilar skoða nú að byggja hótel hér á landi úr gámaeiningum. Ari segir jafnframt að skoðað sé nú hvort slíkt bygg- ingarefni myndi uppfylla íslenskar byggingarreglugerðir. Hann segir því töluverðan mun á þessu og hefðbundnum hug- myndum fólks þegar það heyrir orðið gámur. „Þetta eru gámar sem eru keyptir erlendis og eru full- frágengnir að innan, jafnvel með húsbúnaði líka. Þetta eru í raun og veru fullfrágengnar húseiningar úr stáli.“ Fara þarf í gegnum vottunarferli á Íslandi. „Það er það sem fólk er að vinna í núna, að afla frekari upp- lýsinga um byggingarefnið sem er í þessu og fara í gegnum það hvort það stenst byggingarreglugerðir,“ segir hann. Ari segir að þetta sé hugsað sem bæði hagkvæmari og hraðari bygg- ingaraðferð. „Lykillinn í þessu er að við erum að skoða, af því að þetta eru mismunandi einingar erlendis, hvort þetta sé allt eitthvað sem uppfyllir þau gæði sem við viljum hafa hér á Íslandi og hvort þetta uppfylli skilyrði byggingarreglu- gerðar.“ Ari segir að hægt sé að byggja töluvert stór hótel með þessu bygg- ingarformi. „Menn eru að skoða það að herbergisálmur á hótelum séu gerðar úr þessu en móttökur og annað byggt á hefðbundnari hátt,“ segir Ari. Hann segir að búið sé að byggja hótel úr svona einingum í Bret- landi, Noregi og Svíþjóð. Hann getur ekki sagt á þessari stundu hvort þetta sé umhverfisvænna en aðrar byggingar. saeunn@frettabladid.is Vilja byggja hótel úr gámum hér á landi Bæði innlendir og erlendir aðilar hafa uppi hugmyndir um að byggja hótel úr svokölluðum gámaeiningum hér á landi. Sviðsstjóri hjá Verkís segir nú unnið að því að skoða hvort byggingarefnið í gámunum standist íslenskar reglugerðir. Marriott Courtyard í Ástralíu verður fyrsta gámahótelið á 25 hæðum. Mynd/CIMC Modular BuIldIng SySteMS Menn eru að skoða það að herbergis- álmur á hótelum séu gerðar úr þessu en móttökur og annað byggt á hefðbundinn hátt. Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís samgöngur Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í for- skráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. Fréttablaðið hefur undanfarna daga greint frá ósætti bílasala og annarra aðila við að biðtími eftir for- skráningu nýrra bíla sé orðinn allt að mánuður. Í svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) vegna tafa á for- skráningu kom fram að Samgöngu- stofa væri að leita leiða til að stytta afgreiðslutímann til framtíðar með því að gera skráningar rafrænar. Kerfið átti að vera komið í gagnið á vormánuðum, segir í svarinu. „Þetta er þvert ofan í það sem okkur var lofað, við höfðum staðfestingu fyrir því úr ráðuneytinu að sett yrði fjármagn í þetta til að tryggja að þetta væri komið í gegn í vor, það hefur ekki gengið í gegn og þess vegna er ástandið eins og það er,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Þórólfur Árnason, forstjóri Sam- göngustofu, segir að aukinn mannafli verði settur í að sinna forskráningum. „Ég tók ákvörðun í vikunni um að stofna til útgjalda þó ég hafi ekki fjárheimildir fyrir því, því að þetta er ástand sem er ekki ásættanlegt. Ég er líka að setja í hugbúnaðarvinnu umfram fjárheimildir, við vonum að nýja kerfið verði þá komið með haustinu,“ segir Þórólfur. – sg Mikil töf hefur verið á afhendingu innfluttra bíla. FréttaBlaðIð/gVa Nýtt kerfi átti að vera komið Bandaríkin Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, segir að Demókratar íhugi að neita því að kjósa nýjan yfir- mann FBI, alríkislögreglu Bandaríkj- anna, fyrr en sérstakur saksóknari er skipaður til að skoða tengsl Trumps forseta við Rússland. Samkvæmt frásögn Reuters liggur ekki fyrir ákvörðun um hvað Demó- kratar gera, en verið er að skoða þetta ráð til að knýja á um rannsókn á áhrifum Rússa á bandarísku forseta- kosningarnar í haust. Það vakti hörð viðbrögð í síðustu viku þegar Trump rak James Comey, yfirmann FBI. Stofnunin hefur verið að rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulega tengingu milli stjórnvalda í Moskvu og framboðs Trump. – sg Gætu hindrað ráðningu yfirmanns FBI Tómar vinnuvélar við fjölfarinn veg „Þetta er stórskrýtið. Ég keyrði þarna líka á föstudaginn og það var ekki einn maður sjáanlegur,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. Ekkert var unnið við framkvæmdir á Miklubraut í gær og stóðu vinnuvélar mannlausar. Einni akrein hefur verið lokað og er gert ráð fyrir að loka fleiri akreinum í sumar. Áslaug bendir á að framkvæmdir í borginni kunni að valda miklum vandræðum. FréttaBlaðIð/anton BrInk 1 5 . m a í 2 0 1 7 m á n u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 1 5 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D A -0 D 3 4 1 C D A -0 B F 8 1 C D A -0 A B C 1 C D A -0 9 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.