Norðurslóð - 16.12.1992, Page 10
10 — NORÐURSLÓÐ
víða að koma eftir að orð fór að
fara af helgi hans og bænamætti.
Höfðingjar kepptust við að bjóða
honum heim og áriðl203 var hann
gerður að biskupi á Hólum, þó
sjálfur færðist hann heldur undan
þeim vegsauka. I biskupstíð Guð-
mundar var Sturlungaöldin í há-
marki og var hann langt frá því að
vera hlutlaus áhorfandi að þeim
átökum. Saga Guðmundar góða er
einhver dramatískasta örlagasaga
íslandssögunnar, en verður ekki
rakin hér. Höldum okkur við Upsir
á Upsaströnd.
Bjarni Pálsson
í bókinni „Svarfdælingar" eru rak-
in nöfn allra presta sem setið hafa
Upsir frá siðaskiptum fram til
1851 þegar prestakallið var lagt
niður. Er þar margt merkra presta.
Um Pétur nokkum Jónsson sem
prestur var á Upsum 1675-94 er til
þessi undarlegi húsgangur:
Séra Pétur sem var á Upsum
kom seint í kífið, hárlaus og
gamall,
svo var hann sterkur í sönglistinni
að alla stofuna œtlaði að rjúfa.
1712-31 var séra Páll Bjamason
prestur á Upsum. Hann var
merkisklerkur í alla staði en eink-
um er hann þó frægur af syni sín-
um Bjama Pálssyni fyrsta land-
lækni íslands. Bjami fæddist að
Upsum 12. maí 1719 einn af 16
systkinum. Þar af komust 12 á
legg. Bjami var 12 ára þegar faðir
hans lést frá eiginkonu, Sigríði Ás-
mundsdóttur og stómm ungbama-
hópi. Flutti Siríður þá að Karlsá og
kom það í hlut Bjama að gerast
fyrirvinna móður sinnar. „Þókti
henni mikið vænt um son sinn, er
hann var mjög eftir hennar geði,
ráðgjörða-, framkvæmda- og út-
réttingasamur, samt frískur og ör-
uggur til lands og sjóar, var hann á
summm formaður fyrir hákarla-
og fiskibáti hennar..“ Svo segir í
æfiágripi Bjama rituðu af Sveini
Pálssyni tengdasyni hans og arf-
taka í embætti landlæknis. Bjami
hefur efalaust verið dugnaðarfork-
ur og sjóhundur enda stutt að
sækja fyrirmyndir á borð við
Duggu-Eyvind sem smíðaði dugg-
una sína í Karlsámausti nokkmm
ámm áður en Bjami fæddist. Sá
hefur vafalaust verið orðinn goð-
sögn í lifanda lífi þegar Bami var
að komast til manns enda stórbrot-
inn ævintýra- og hugsjónamaður.
En það er af Bjama af segja að eitt-
hvað tafðist hann við læknanámið
við að aðstoða móður sína að
framfleyta fjölskyldunni. Um síðir
lauk hann þó námi og varð síðar
einn fremsti lærdómsmaður þjóð-
arinnar, ferðaðist um landið ásamt
með Eggerti Ólafssyni og lagði
gmnninn að ferðabókinni frægu,
ómetanlegri heimild um 18. öldina
á íslandi. Síðar var hann gerður að
fyrsta landlækni íslands eins og
áður segir og bjó þá á Nesi við Sel-
tjöm þar sem nú heitir Nesstofa.
Upsa-Gunna
Séra Baldvin Þorsteinsson var síð-
asti prestur á Upsum frá 1813 til
1851 en þá var prestakallið lagt
niður og Upsasókn bætt við Tjam-
arprestakall. Baldvin var sonur
séra Þorsteins í Stærra- Árskógi
sem sömuleiðis var faðir þriggja
annara presta; séra Stefáns á Völl-
um, séra Kristjáns sem kom víða
við en endaði einnig sem prestur á
Völlum eftir bróður sinn, og séra
Hallgríms á Hrauni (föður Jónasar
skálds).
17. júlí 1834 varð sá válegi at-
burður að Upsum að vinnustúlka,
Guðrún Bjamadóttir að nafni, varð
fyrir voðaskoti og lést. Gmnur féll
á Hans Baldvinsson, son prests
sem þá var 15 ára, að hann hefði af
einhverjum stráksskap beint að
henni hlaðinni byssunni og skotið
hlaupið af. Guðrún var jörðuð
þrem dögum eftir slysið en kvik-
sagan var komin á kreik í Svarfað-
Þannig litu Upsir út um síOustu aldamót. Myndin er af málverki Brimars Sigurjónssonar.
Nú fyrir skömmu fluttu ábú-
endur á Upsum, Páll Guð-
mundsson og Baldvina Guð-
mundsdóttir, í bæinn. Gamli
Upsabærinn stendur eftir
mannlaus og bíður örlaga
sinna. í sjálfu sér er það ekki
mikil frétt og engum kemur
hún á óvart. En í Ijósi sögunnar
má þó segja að um mikil tíma-
mót sé að ræða því að á Upsum
hefur verið búið óslitið frá
landnámsöld að því best er vit-
að en nú má telja harla ólíklegt
að byggð festist aftur. Sögu
Upsa sem bújarðar er allténd
lokið.
Frá fyrstu tíð voru Upsir eitt af
höfuðbólum Svarfaðardals. Þar
eru töluverðir landkostir, ágæt
slægjulönd, mikið beitarland uppi
á Upsadal og síðast en ekki síst út-
ræði frá ströndinni og bjargræðið
úr sjónum. Jafnan voru í Upsalandi
nokkur hjáleigukot, oftast fjögur,
og hétu þau ýmsum nöfnum í gegn
um tíðina. Einu nafni voru þau
kölluð Upsakotin. Miðkot var ein
þessara hjáleiga (og má segja að
nú hafi höfuðbólið og hjáleigan
skipt um hlutverk þar sem búskap-
urinn verður æ blómlegri hjá Haf-
steini bónda). Þegar leið fram á
þessa öld byggjast mörg smábýli á
smáskikum út úr landi Upsa og
Upsakotanna og saxaðist á Upsa-
túnið gamla. Frá því Svarfaðar-
dalshreppur keypti jörðina 1922
og eftir að hreppnum var skipt hef-
ur jörðin varð eign Dalvíkur og
leigð ábúendum. Nú hefur fram-
leiðslurétturinn verið seldur og þar
með er lokið hefðbundnum búskap
á Upsum.
I tilefni þessara tímamóta skul-
um við sem snöggvast líta um öxl
og rifjaupp nöfn og atburði sem
tengjast sögu þessa höfuðbóls
Upsastrandar.
Upphaf byggðar
Fyrsti bóndi á Upsum sem sögur
fara af var Karl rauði sonur Þor-
stein Svarfaðar landnámsmanns á
Grund. Þangað flutti hann frá
Grund að ráði deyjandi föður síns.
Vildi gamli maðurinn með því
móti forða frekari illindum milli
hins uppivöðslusama sonar síns og
Ljótólfs goða á Hofi. En það dugði
þó skammt því aftur hófust illindin
og Karl var að lokum veginn af
mönnum Ljótólfs aðeins norðan
Landnámsj ör ðin
Upsir komin í eyði
- Jörðin hefur verið setin í rúmt árþúsund
- Hvað gerir Dalvíkurbær við hana?
Svona litu Upsir út í sumar leiö. Mynd: Hafsteinn Pálsson
við Karlsrauðatorgið á Dalvík. Þar
lá hann grafinn ásamt skipi sínu
þar til Daníel Bruun og Finnur
Jónsson grófu hann upp í byrjun
aldarinnar. Reyndar segir Svarf-
dæla að hann hafi verið fluttur upp
til Karlsár og grafinn þar en við
skulum ekki láta einhverja smá-
muni skemma fyrir okkur söguna.
Nú liggur Karl suður á Þjóðminja-
safni í glerskáp ásamt hundi sínum
og ættu Dalvíkingar að fara reglu-
lega þangað suður í pflagrímsferð-
ir að skoða kappann.
Sonur Karls; Karl inn ómáli bjó
einnig á Upsum. Hann hafði þá
köllun í lífinu að hefna föður síns.
Mest lagði hann upp úr því að pína
og kvelja Yngveldi fagurkinn sem
á sínum tíma kom í veg fyrir að
sættir tækjust með þeim Karli
rauða og Ljótólfi. Drap Karl ungi
frá henni synina einn af öðrum að
henni ásjáandi, seldi hana síðan
mansali í tvígang einhverjum
bölvuðum föntum í útlöndum en
var svo þess á milli hinn ástúðleg-
asti við hana „ok gerði hana svá
sæla sem þá, er hon var sælst“ seg-
ir í Svarfdælu. Sumir segja að hún
hafi að lokum „tortímt sér af
óyndi“ og þykja það víst engum
merkilegar fréttir.
Guðmundur góði
Kirkja hefur sjálfsagt verið reist að
Upsum á fyrstu árum kristni í land-
inu. Þær spruttu upp eins og gor-
kúlur á öllum höfuðbólum þessa
tíma enda gátu kirkjubændur grætt
vel á kirkjum sínum. Fyrsti prestur
á Upsum sem sögur fara af er ekki
ómerkari maður en Guðmundur
Arason síðar Hólabiskup - Guð-
mundur hinn góði - heilagur mað-
ur sem alltaf var að gera krafta-
verk, lækna sjúka og hjálpa fátæk-
um. í þann tíma héldust útsker eins
og ísland á floti eingöngu fyrir
bænir heilagra manna og munaði
þar mestu um bænhita Guðmundar
og lyftikraft andríkis hans. Um það
vitnar Guðmundar saga Arasonar.
Guðmundur kom að Upsum 1196
en hafði áður verið prestur á Völl-
um. Á hvorugum staðnum stóð
hann þó lengi við, því hann þurfti