Norðurslóð - 16.12.1992, Síða 19

Norðurslóð - 16.12.1992, Síða 19
NORÐURSLÓÐ —19 ÍSLENSKAR BARNABÆKUR NÝ BÓK EFTIR GUÐRÚNU HELGADÓTTUR Velkominn heim, Hannibal Hansson er heillandi barnasaga eftir hinn ástsæla rithöfimd Guðrúnu Helgadóttur, sem nýverið hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin. Sagan er fallega myndskreytt af Brian Pilkington. Hannibal litli Hansson er á leiðinni heim til íslands eftir dvöl í útlöndum. Þá lendir hann í félagsskap skýjabarnanna kátu, sem svífa um himininn, gusa rigningu niður á jörðina og grípa málblómin sem svífa upp til þeirra. Og skýjabörnin hafa ýmislegt skrýtið að segja honum um mannabörnin ... 1.280 krónur 1.280 krónur SÍGILD BARNABÓK LOKSINS FÁANLEG AFTUR Sagan Helgi skoðar heiminn eftir Njörð P. Njarðvík, með frábærum myndum Halldórs Péturssonar, hefur lengi átt ómældum vinsældum að fagna meðal íslenskra barna. Hún hefur verið ófáanleg um árabil, en nú er komin ný útgáfa þessarar sígildu barnabókar, þar sem sögð er skemmtilega sagan af fyrsta ferðalagi Helga litla út í hinn stóra heim, ævintýrunum sem hann lenti í og öllum dýrunum sem hann hitti. Helgi skoðar heiminn er rammíslensk saga sem öll börn kunna að meta. Falleg SAGA UM LÍTINN BANGSA Litli skógarbjörninn var ekki lengur ein- mana daginn sem hann hóf að smíða sér hús. Oll dýrin þyrptust að til að hjálpa honum; kýrnar, flóðhestarnir, hænurnar, gíraffarnir ... Brátt var risið stórt og fallegt hús og litli skógarbjörninn var afar glaður. En fyrr en varði rann upp fyrir honum að ekki er allt fengið með fínu húsi og fjölda vina. Litli skógarbjörninn eftir Illuga Jökulsson er falleg saga, skemmtilega myndskreytt af Gunnari Karlssyni myndlistarmanni. IUUNN

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.