Norðurslóð - 16.12.1992, Page 22

Norðurslóð - 16.12.1992, Page 22
22 — NORÐURSLÓÐ Jólasýning Dalvíkurskóla - Spjallað við Arnar Símonarson Næstkomandi föstudag, 18. desember, munu nemendur í Dalvíkurskóla bjóða bæjarbú- um til skemmtunar í Ungó. Þar mun skólakórinn syngja undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur, nemendur í tónlistarskólanum leika á hljóðfæri sín en aðal- uppistaða samkomunnar verð- ur í formi leiklistar. Nemendur 8., 9. og 10. bekkjar Dalvík- urskóla munu þar flytja frum- samda leikþætti undir stjórn Arnars Símonarsonar. Tvær skólasýningar verða kl. 10.00 og 14.00 en kl. 17.00 og 21.00 gefst almenningi kostur á að sjá hvað krakkarnir hafa fram að færa og verður aðgangseyrir kr. 300. Norðurslóð hafði samband við Amar á dögunum til að forvitnast um þessa „Jólasýningu Dalvíkur- skóla“ og hagi hans sjálfs þessa dagana. - Þessi sýning er þannig til komin að fyrr í haust var haldin þemavika í Dalvíkurskóla þar sem þemað var samskipti og vinátta. Þá var skólastarfið brotið upp og kennarar unnu með krökkunum einhver verkefni sem tengdust samskiptum, vináttu, kurteisi o.s. frv. Við ákváðum síðan að vinna einhverskonar leikþætti í fram- haldi af þessari þemavinnu og Tilvalin jólagjöf Höfum til sölu rúllukragaboli meö rennilás frá Benger. í kragana er saumað DALVÍK. Allar stærðir. Bolirnir verða til sýnis í Versluninni Dröfn. Fást hjá: Jóhönnu, Böggvisbraut 17, ® 61663 Höbbu, Bjarkarbraut 21, ® 61816 Þórunni, Hólavegi 5, ® 61059 Skíöafélag Dalvíkur Óskum landsmönnum GLEÐILEGRA JÓLA og farsæls komandi árs BLJNAÐARBANKI ÍSLANDS ÚTIBÚIÐ Á AKUREYRI og afgreiðslan verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð stefndum semsagt á að enda vinn- una á sýningu. Ég hef síðan verið með krakk- ana í tvo tíma í viku í leiklist. Hjá mér tengist þetta raunar því námi sem ég er í úti í Danmörku. Við byrjuðum á hópefli og treystileikj- um sem miða að því að efla hópinn og treysta samskiptin. Síðan varð textinn smám saman til. Krakkamir fengu engan texta í hendumar og hann er hvergi til á blaði. Hann varð einfaldlega til í frjálsum spuna á milli krakkanna og festist smám saman í þeirri mynd hann er nú. Mér finnst að með því móti verði samtölin öll eðlilegri og sýningin verður miklu meira þeirra. Þessir krakkar eru al- veg þrælduglegir og við náum mjög vel saman. Hvað eru þetta margir leikþœtt- ir? - Þetta em 4 hópar. 8. bekkur er tvískiptur og er með tvö leikrit. Þau fjalla um tvær fjölskyldur fyr- ir jólin. Önnur fjölskyldan er fátæk en hin í góðum efnum. 9. bekkur vinnur út frá sjónvarpsþættinum um Dalvík sem sýndur var í haust. Þar er tekið fyrir bæjarlífið í hnot- skum í formi fréttaþáttar. Þar heit- ir bærinn reyndar Smalavík. 10. bekkur er með leikrit sem er ekki ósvipað Jólaævintýri Dickens. Það fjallar um Betu gömlu sem er skapill kerling en í draumi koma til hennar 3 andar en um framhaldið fá þeir að vita sem koma á sýning- una. Hefur þessi vinna skilað sér í bættum samskiptum og aukinni samkennd? - Já, það finnst mér tvímæla- laust. í vissum bekkjardeildum hefur skapast mikil samkennd í sambandi við þetta. Krakkamir hjálpa hvert öðm og passa hvert upp á annað. Segðu okkur eitthvað meira um þetta nám sem þú ert í í Dan- mörku. - Já, þessi vinna mín hér er í rauninni lokaþjálfun í þessu námi Bæjarstjórn Smalavíkur ræðir málin. 9. bekkingar sýna sjónvarpsþátt um lífið í kunnuglegu plássi. Arnar Símonarson í hópi 9. bekkinga sem voru að æfingum í Ungó þegar ljósmyndara bar að garði. Mynd: -þh mínu úti í Óðinsvéum. Danimir kalla þetta að „dygtiggöre sig“ og ég er sem sagt að „dygtiggöre mig“ í leiklist með krökkunum. Ég er að læra til þess sem heitir „fri- tidspædagog" á dönsku og heitir nú víst „samfélagsþjálfi" suður í menntamálaráðuneyti. Þetta er í rauninni hliðstætt nám og fóstm- nám nema hvað við emm með ald- ursstigið fyrir ofan fóstmmar, krakka sem em 7 ára og eldri. Það em eitthvað um 350 nemendur í þessum skóla, bæði í fóstmnámi og þessu samfélagsþjálfanámi. Hvað tekur svo við hjá þér þeg- ar þessu lýkur? - Ég fer aftur út eftir áramót og þá fer ég að skrifa lokaritgerð. Þegar henni er lokið taka við próf og þá er ég búinn. Núna hafa orðið breytingar í skólakerfinu danska og þetta nám er orðið þriggja og hálfs til fjögurra ára nám svo ég rétt slapp fyrir hom með að taka það á 3 ámm. Síðan reikna ég með því að koma heim og byrja að vinna. Ekki fær maður vinnu í Danmörku. Kemur þú þá alla leið heim til Dalvíkur? - Ja, mig langar mest til þess. Það er ekki ólíklegt ef ég fæ vinnu. hjhj Skíðasvæðið í Böggvis- staðafjallið opnað - Skíðafélagsmenn kætast yfir fannferginu. eftir tvo snjóleysisvetur Síðastliðinn fímmtudag, 10. desember var skíðalyftan í Böggvisstaðafjalli ræst og hef- ur skíðasvæðið verið opið alla daga eftir það. Dalvískir skíða- unnendur eru að vonum hinir kátustu eftir tvo snjóleysisvet- ur í röð að fá nú allan þennan snjó strax í desember. Jóhann Bjamason formaður Skíðafélagsins sagðist í fljótu bragði ekki muna eftir því að lyft- ur hefðu verið settar í gang svo snemma áður. „Snjórinn er mjög góður og skíðafærið eins og best verður á kosið. Maður var orðinn býsna svartsýnn í haust þegar veðráttan virtist ætla að hegða sér alveg eins og í fyrra. Fyrst komu þessar ægilegu rigningar og loks þegar fór að frysta var eins og hann væri búinn með alla úrkomuna. En að undanfömu hefur verðrið verið eins og eftir pöntun. Frekar blaut snjókoma féll á frosna jörð þannig að snjórinn var þéttur í sér og síðan hefur gert stutta hlýindakafla með snjókomu á milli þannig að snjór- inn er orðinn vel harður og myndar fullkomið undirlag undir skíða- snjóinn og fer ekki svo auðveld- lega aftur. Þessa fyrstu daga hefur aðsóknin verið mjög góð og skíða- tímabilið leggst mjög vel í mig,“ sagði Jóhann. Þessi góða byrjun kemur sér að sjálfsögðu ákaflega vel fyrir Skíðafélagið sem eins og allir vita stendur fjárhagslega höllum fæti eftir miklar fjárfestingar samfara algeru snjóleysi í fyrra og hitteð- fyrra. Stefnt er að því að hafa lyft- umar opnar alla daga fram að jól- um ef aðsóknin gefur tilefni til. Þá er einnig meiningin að hafa opið milli jóla og nýárs, dagana 26.-30. des. frá kl. 13.00-17.00. Göngu- brautir verða sömuleiðis troðnar á svæðinu fyrir þá sem það kjósa. Skíðaskálinn Brekkusel verður sömuleiðis alltaf opinn þegar lyft- ur em í gangi. Skíðafélagið hyggst nú taka til við að auglýsa svæðið, m.a. með því að bjóða skólum að kaupa ein- hvers konar skíðapakka þar sem boðið verður upp á dvöl í Brekku- seli með morgunverði og e.t.v. mat ásamt með korti í lyftumar. Aætlað er að senda slíkt tilboð til skóla hér við Eyjafjörð og sjálfsagt víðar. Það hljómar óneitanlega nokk- uð kátbroslega en einmitt núna þessa dagana þegar allt er komið á kaf í snjó er snjóbyssan hans Jóns Halldórssonar að koma til Dalvík- ur. Hún verður væntanlega komin í samband við brunahana uppi við Kirkjubrekkuna og farin að fram- leiða þar snjó þegar þetta blað berst lesendum. Mest verður það til að sýna bæjarbúum hvemig vél- in virkar en ekki af því að þörfin sé brýn akkúrat núna. En Jón fullyrð- ir að byssan eigi eftir að sanna ágæti sitt og gott verði að geta gripið til hennar þegar þannig standi á. hjhj

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.