Norðurslóð - 15.12.1999, Síða 12
12 — NORÐURSLÓÐ
Það er skrýtið fyrir uppvaxandi kyn-
slóðir í lok 20. aldar að hugsa til
þess hve stutt er liðið síðan farið
var að senda börn í skóla. Skóla-
ganga alþýðubama á íslandi er
bundin við 20. öldina. Aður og fyrrum þótti
það eiginlega nóg að þau lærðu til verka af
næstu kynslóð á undan. Bóklegt nám tak-
markaðist við það að kenna börnum að lesa
svo þau gætu lesið guðsorðabækur og mættu
fermast. Sú fræðsla fór fram á heimilunum.
Einu sinni á ári kom presturinn og athugaði
hvað börnin kynnu.
Unglingafræðsla á íslandi
Frá 1880 voru auknar fræðslukröfur gerðar til
heimilanna og greiddir voru styrkir úr Lands-
sjóði til heimiliskennara, ef þeir höfðu ákveð-
inn fjölda nemenda. Fyrsta skipulega fræðslu-
skyldan var sett í lög árið 1907 og markaði
tímamót. Fræðslulög þessi kváðu á um fjög-
urra vetra bamaskóla og var sveitarfélögum
gert að koma á reglulegu skólahaldi, með
stuðningi af nkissjóði sem greiddi kennara-
laun. I framkvæmdinni voru fastir skólar fyrst
um sinn nær eingöngu í þéttbýli en til sveita
var komið á farskólum, á bæjum þar sem
farkennari hafði lengri eða skemmri dvöl.
Þessir fjórir vetur vom í reynd ekki fjórir vet-
ur, aðeins nokkrar vikur eða mánuðir á vetri
í upphafi 20. aldar var alþýðubörnum lítill
kostur gefinn á frekara námi. Skömmu fyrir
aldamótin 1900 höfðu þó verið stofnaðir
bændaskólar og kvennaskólar á nokkmm
stöðum á landinu (litlu síðar komu í Reykja-
vík sérskólar fyrir iðnaðarmenn og verslun-
armenn). Eina æðri menntunin í landinu fór
fram í Lærða skólanum í Reykjavík sem var
uppeldisstofnun fyrir embættismenn, einkum
presta. I nokkra áratugi var hálfgerð eyða í
skólakerfinu í landinum á því skólastigi sem
kalla má unglingastigið, milli bamafræðsl-
unnar annars vegar og hinna starfstengdu
skóla hins vegar. Um aldamótin voru tveir
slíkir skólar starfandi, einn í Hafnarfirði
(Flensborg) og annar á Möðruvöllum. Sá
síðarnefndi fluttist til Akureyrar eftir bruna
árið 1902. Síðan urðu til alþýðuskólar fyrir
ungmenni fyrir frumkvæði einstaklinga eða
samtaka, undir áhrifum lýðháskóla á Norður-
löndum: á Hvítárbakka, Núpi, Eiðum og loks
að Laugum. Þeir voru menntandi og merki-
legir skólar en þeir voru samt utan við hið al-
menna skólakerfi, voru m.a. próflausir. Þeir
voru síðan samræmdir og gerðir að héraðs-
skólum með lögum 1929. Eyða unglinga-
stigsins var staðreynd fram um 1930, og víða
miklu lengur. Arið 1927 voru enn bara starf-
ræktir tveir gagnfræðaskólar í landinu.
Ymsar tilraunir voru þó gerðar með ung-
lingakennslu á öðrum og þriðja áratugnum
og í einstaka þorpi munu slíkir skólar hafa
starfað samfellt upp frá því, en oftar en ekki
var um að ræða tímabundið framtak einstak-
linga eða samtaka heimamanna og stóðu þær
tilraunir mislengi eftir atvikum, á grundvelli
áhugamennsku og við erfiðar aðstæður. Arið
1930 voru sett lög um gagnfræðaskóla í sjö
kaupstöðum. Það styrkti unglingafræðslu í
þéttbýli, án þess þó að hún yrði hluti af
skyldunámi. Rekstur ungmennaskóla fyrir
utan kaupstaðina var mjög háður frumkvæði
foreldra og áhugamanna heima fyrir en naut
mishárra styrkja af fjárlögum ríkisins frá ári
til árs. Kostnaðarþátttaka ríkisins var mun
minni en í barnafræðslunnþsem var um
helmingur kostnaðar árið 1920. Víst er að
unglingakennararnir höfðu hvorki námsefni
né fastmótaða námsskrá að fara eftir. Það
var ekki fyrr en með fræðslulögum 1946
sem gagnfræðastigi var komið á sem föstu
framhaldi af barnaskólanum og millistigi
milli hans og mennta- eða sérskóla, en í
reynd komst það óvíða í framkvæmd nema í
þéttbýli fyrst um sinn.
I þessari grein verður sagt nokkuð af ung-
lingafræðslu í Svarfaðardal og á Dalvík. Alls
ekki er um að ræða tæmandi úttekt á henni,
heldur glefsur út frá gloppóttum heimildum.
Undanfarar - Þorvaldur,
Guðjón, Snorri
Fyrsta unglingakennslan sem sögur fara af á
svæðinu var í Argerði. Þar bjó Þorvaldur
Baldvinsson frá Böggvisstöðum árin 1902-
1904 en flutti svo í Tungufell. Þorvaldur var
Möðruvellingur og að sögn Helga Símonar-
sonar tók hann lítinn hóp unglinga í tilsögn
heim til sín í Árgerði eitthvert bil. Helgi tel-
ur að hreppurinn hafi styrkt hann eitthvað til
þessa skólastarfs. Sigurður P. Jónsson var
einn nemendanna og bar lof á kennslu Þor-
valdar, segir Helgi.
Næstu tilraun gerði bróðir Þorvaldar,
Guðjón Baldvinsson á Böggvisstöðum.
Guðjón var róttækur hugsjónamaður, stúd-
Fimni frumherjar í skóla-
máluni Svarfdæla. Að ofan
frá vinstri: Dabjört As-
grínisdóttir í Lamhhaga,
Snorri Sigfússon, Haraldur
Magnússon og hér til
vinstri: Jón Jónsson frá
Gröf (fjær) og Helgi
Símonarson á Þverá.
Þórarinn
Hjartar-
son
skrifar
fyrir erfiðið. Jón Þórarinsson, fræðslumála-
stjóri, skrifaði Snorra og lagði fast að honum
að snúa sér heldur að bamafræðslunni. Þar
væru lífvænleg laun og betriaðstaða, og þar
sárvantaði menn. Benti hann m.a. á skóla-
stjórastöðu á Flateyri og varð að ráði að
Snorri réðist þangað og var þar síðan skóla-
stjóri til 1930.
Á Dalvík
Þegar Snorri hóf kennsluna 1910 var að hans
sögn búið í þremur húsum á Dalvrk. Upp úr
Svarfdælskir
unglingaskólar
ent frá Lærða skólanum 1905, en missti
snemma heilsuna. I Kaupmannahöfn hætti
hann embættisnámi en fór að undirbúa sig til
að verða, með eigin orðum, „alþýðukennari
heima á Fróni“. Veturinn 1908-1909 var
Guðjón heima hjá foreldrum sínum á Böggv-
isstöðum. Sumarið áður hafði hann legið þar
þunga legu, e.t.v. í taugaveiki sem þá grass-
eraði í dalnum, en þegar hann varð hressari
fór hann að reyna að stofna unglingaskóla.
Svo er að sjá að þar hafi margt verið af van-
búnaði og Guðjón kvartaði undan áhuga-
leysi sveitunga sinna. Þann 14. október
skrifar hann vini sínum Sigurði Nordal (sem
birti það í grein í Rétti 1917):
Maður verður daufur og svartsýnn innan
um alla deyfðina og svartsýnið, ekki síst
þegar vanheilsa er þá annars vegar. Heilsan
er nú samt orðin dágóð núna, svo ég er að
hugsa um að koma hér á einhverri mynd á
unglingaskóla, þó að engin séu nú kennslu-
áhöldin, engar bækurnar og - ef til vill engir
unglingarnir sem vilja læra nokkuð, ef eitt-
hvað þarf að hafa fyrir því. Og ég ætla að
geta þess í upphafi að ég heimta ekki
kennslugjald af neinum en tek hins vegar við
fé af þeim sem vilja láta það af hendi fús-
lega. Eða réttara sagt: ég hef hugsað mér að
láta annan taka við væntanlegu kennslufé
fyrir mína hönd svo að ég viti ekki hverjir
borga eða ekki borga. Þá legg ég síður pen-
ingaást eða peningafæð á nemendur.
Guðjón skrifaði að markmið námsins ætti
að vera að vekja hugsun nemenda um mann-
réttindi, mannskyldur og sjálfsuppeldi, að
glæða hugsunarflugið og að skerpa fegurð-
artilfinninguna. Hugsjónamenn töluðu mik-
ið um nauðsyn þess að „vekja“ fólk á þess-
um árum, og þótti þjóðin lengi hafa sofið
þyrnirósarsvefni. Ekki er víst að foreldrum
eða nemendum hafi þótt þetta námsefni
Guðjóns mikilvægt, né yrði sú þekking í
askana látin. E.t.v. átti það hlut í áhugaleys-
inu sem Guðjón kvartar yfir. En fleira mun
hafa íþyngt kennslunni. Rúmum tveimur
mánuðum síðar skrifar Guðjón aftur Sigurði
og segir að skólinn sé farinn út um þúfur, „-
mest fyrir taugaveikina sem ætlar alla lifandi
að drepa hér í sveit". Guðjón var óheppinn
með tímann því taugaveikin var mannskæð í
dalnum. Eftir nýárið fór hann inn á Akureyri
og kenndi þar við Gagnfræðaskólann það
sem eftir var vetrarins.
Næsta tilraun var gerð tveimur árum síð-
ar, haustið 1910. Þá áraði betur, og Svarf-
dælingar tóku ýmis framfaraspor, í útgerð,
samgöngum og félagsmálum. Árið áður hóf
barnaskóli göngu sína í hreppnum, farskóli
með tveimur kennurum. Og sá sem gerði nú
nýja tilraun með unglingakennslu hét Snorri
Sigfússon. Snorri var ári yngri en Guðjón,
fæddur 1884 að Brekku, fluttist skömmu
síðar að Grund og loks að Tjörn um ferming-
araldur, eftir að hafa misst foreldra sína.
Hugur hans stefndi mjög til skólagöngu og
hann gat lokið gagnfræðaprófi á Akureyri
1905. Eftir það stundaði hann heimilis-
kennslu í tvo vetur, sigldi síðan til Noregs og
var þar á lýðháskóla og kennaraskóla og
kom heim 1909. Snorri segir í ævisögu sinni
hvernig hann haustið 1910 stofnaði ung-
lingaskóla í Svarfaðardal og á Árskógs-
strönd. Hann samdi reglugerð fyrir skólann
og sendi hana stjórnarráðinu og fékk stað-
festa. Ríkið veitti einhverja styrki til ung-
lingaskóla ef nemendur væru a.m.k. tólf.
Skólinn var með farskólasniði og kenndi
Snorri á þremur stöðum. Hann fékk inni á
Krossum á Árskógsströnd, í Ungmennafé-
lagshúsinu á Dalvík (Fróni) sem hólfað var
sundur með segldúk, og var barnaskólinn í
hinu hólfinu, og loks í „stássstofu“ prests-
hjónanna á Völlum. Kenndar voru ein til
tvær vikur á hverjum stað og síðan hlé með-
an kennarinn var á hinum kennslustöðunum.
Þessum unglingaskóla hélt Snorri úti í tvo
vetur. Helgi Símonarson var einn af átta
nemendum á Völlum. Þegar Helgi er spurð-
ur um skólann svarar hann:
Alveg ljómandi góður. Snorri var svo
áhugasamnur, svo fullur af einlægum krafti,
að hann gat blásið lífi í nemenduma. Eftir
hverja skólaviku fengum við heimaverkefni
sem átti að ljúka og skila niðurstöðunum í
byrjun næstu skólaviku. Oft voru það rit-
gerðir og líka spurningar út úr námsefninu.
Þetta var stór þáttur í náminu. Mér finnst það
enn undravert hverju skólinn áorkaði á
svona stuttum tíma. Það var enginn kennari
sem kenndi mér sem hafði eins mikil áhrif á
mig og Snorri.
Seinni veturinn varð sú breyting á að
kennslu var hætt á Völlum en hún tekin upp
í Olafsfirði. Einnig var kennslan flutt frá
Krossum og niður í aflagt norskt fiskhús á
Árskógssandi.
Eitt var óvenjulegt við þennan skóla:
Þegar Snorri hafði kennt viku eða hálfan
mánuð á öllum þremur stöðunum var efnt til
opinna sameiginlegra fræðslufunda; Snorri
flutti þá erindi um ýmis málefni og fékk aðra
með sér s.s. séra Stefán á Völlum, Sigurjón
lækni í Árgerði, Kristján E. Kristjánsson á
Hellu og Davíð Sigurðsson á Hámundar-
stöðum o.fl. Helgi á Þverá man eftir slíkum
fræðslufundi. Þar talaði Sigurjón læknir um
lúsina. Fundirnir þótti upplífgandi og var
stundum margt áheyrenda, skrifar Snorri. En
þar sem hléin í kennslunni voru lengri en
skólatíminn kallaði Snorri þetta skólastarf
„leiðbeininga- og eftirlitsstarf með sjálfs-
námi“. Hann mun hafa ætlað sér að stofna
þarna fastan unglingaskóla, en líklega var
það of róttæk hugmynd. Unglingakennsla
var hvorki inni á fræðslulögum né fjárlögum
en fékk styrki fyrir náð og miskunn, fjárhag-
ur slíkrar stofnunar var óhjákvæmilega afar
þröngur og kennarinn hafði lítið í aðra hönd
því fór þorpið að vaxa hratt, en það tilheyrði
óskiptum Svarfaðardalshreppi til 1946.
Skipuleg og veruleg unglingakennsla f
hreppnum fór fyrst að þróast á fjórða ára-
tugnum. Ekki kom hún af sjálfu sér. Hrepps-
félagið styrkti hana lítið framan af en af-
skipti þess jukust þegar líða tók á 4. áratug-
inn, einkum hvað húsnæði snerti og skipulag
starfsins. Ríkið greiddi hins vegar að mestu
laun kennara, ef nemendur náðu lágmarks-
fjölda. Nokkrir drættir úr þeirri kennslusögu
unglinga á Dalvík eru sem hér segir:
Fyrsti unglingakennari á eftir Snorra Sig-
fússyni á Dalvík var Gunnlaugur Hallgríms-
son frá Hrafnsstöðum sem hélt unglinga-
skóla tvo vetur, 1917-1919, segir Krist-
mundur í Dalvíkursögunni, en ekki hqf ég
aðrar heimildir um það. Eftir það verður aft-
ur langt hlé á unglingakennslu.
Sá næsti sem hélt reglulegan skóla var
Jón Jónsson frá Völlum. Hann lauk stúd-
entsprófi 1930 og hélt unglingaskóla á Dal-
vík veturinn veturinn eftir, 1930-31. Nem-
endur voru úr þorpinu og framan úr sveit,
líklega um tveir tugir. Helgi Símonarson,
bróðir Jóns og skólastjóri bamaskólans,
kenndi unglingunum með honum. Þetta var í
Ási, þar sem bamaskóli hreppsins var frá
1918. Kennt var seinni part dags, eftir
kennslutíma barnaskólans. Eftir þennan vet-
ur gerðist Jón skólastjóri unglingaskólans á
Siglufirði og var svo skólastjóri gagnfræða-
skólans þar frá stofnun hans 1934 og til
1944. Jón var þó áfram bóndi á Völlum og
síðan í Gröf þrátt fyrir skólastjórnina á
Siglufirði.
Líklega mun uppihald hafa komið í ung-
lingakennsluna á Dalvík eftir skóla Jóns
Jónssonar. Þetta voru kreppuár og geta
heimamanna var takmörkuð, þó var verið að
undirbúa og byggja skólahús. Næsta heimild
mín um unglingakennslu í þorpinu er frá
vetrinum 1934-35. Þá kenndi Dagbjört Ás-
grímsdóttir, húsfreyja á Grund, unglingum á
Dalvík. Hún var eini kennarinn með um tíu
stráka og eina stelpu í nemendahópnum.
Kennt var í hinu nýja skólahúsi þar sem
barnakennsla hafði hafist haustið 1933.
Unglingum mun einnig hafa verið kennt
næsta vetur, eftir hádegi, en hver kenndi veit
ég ekki.
Haustið 1936 er unglingaskólanum kom-
ið á fastari grunn, og nefnist hann Unglinga-
skóli Svarfdæla, með eigin skólastjóra og
eigin skólanefnd. Kennsla var samfelld
næstu árin, og líklega féll hún aldrei alveg
niður upp frá því. Nú var tekinn upp sá hátt-
ur að halda skólann á tveimur stöðum í
hreppnum, Dalvík og frammi í sveit. Oft
voru sömu kennarar á báðum stöðum. Vet-
urinn 1936-37 er farið að kenna unglingum
strax á morgnana á Dalvík og kennslan er
aukin. Skólastjóri og aðalkennari er Pétur
Finnbogason frá Hítardal. Auk hans kenna