Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2017, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 17.05.2017, Qupperneq 4
samgöngur „Sú gagnrýni er vægast sagt villandi,“ segir Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitar- stjórnarmála, spurður um þá kröfu að ríkið veiti öllum tekjum ríkisins af skattheimtu af bílum og umferð til samgöngubóta, í stað þess að fjár- magna einstakar framkvæmdir með veggjöldum. „Einhverjir aðilar sem gagnrýnt hafa það að aðeins hluti tekna ríkisins í formi skatta af bílum og umferð renni til uppbyggingar vegakerfisins, reikna samtölu yfir öll gjöld og skatta sem lagðir eru á bifreiðaeigendur, samtals um 70 milljarða króna. Þar með eru talin vörugjöld og virðisaukaskattur af kaupum á nýjum bílum, eldsneyti og varahlutum. Upphæðin er mun hærri en samtala þeirra skatta og gjalda sem innheimt eru af akstri bifreiða og er slíkur samanburður því alls ekki sanngjarn að mínu mati,“ segir Jón. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er að störfum starfshópur sam- gönguráðherra sem er að greina hvernig umfangsmiklum fram- kvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu verði best háttað. Á þessu ári sé fjárveiting til nýframkvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta samgöngubætur sem eru af stærðar- gráðunni 100 milljarðar. Í skriflegu svari Jóns við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að þessar samgöngubætur verði ekki kláraðar í nánustu framtíð vegna kostnaðar og vill Jón því láta kanna aðkomu einkaaðila og veggjöld til að flýta framkvæmdum. „Í þessu samhengi má líka halda því til haga að sam- félagið ber ýmsan annan kostnað af ökutækjum en útgjöld til vegamála. Umferðarslys eru til dæmis talin til mestu álagsvalda á heilbrigðiskerfið. Aukið umferðaröryggi er einmitt ein þeirra jákvæðu afleiðinga sem stórbættar samgöngur út frá höfuð- borgarsvæðinu munu leiða af sér og er sannarlega samfélagslegur ábati. Um það ættum við að geta verið sammála,“ segir Jón. – shá Samgönguráðherra segir gagnrýni byggða á villandi talnaleikfimi Upphæðin er mun hærri en samtala þeirra skatta og gjalda sem innheimt eru af akstri bifreiða Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitamálaráð- herra, FRUMSÝNING Laugardaginn 20. maí Opið frá 12 - 17 Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-17 stjórnmál Búist er við hörðum og hreinskiptnum umræðum á mið- stjórnarfundi Framsóknarflokksins á laugardag. Fundurinn er fyrsti stóri fundur Framsóknar frá flokksþing- inu síðastliðið haust þegar Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, sitjandi for- mann, í formanns kosningu . Í aðdraganda fundarins hafa svæðis félög Framsóknarflokksins haldið aðalfundi þar sem staða flokks- ins hefur verið rædd en heimildir herma að nokkuð þungt sé í mönnum. Eftir aðalfund Framsóknarmanna á Seltjarnarnesi í síðustu viku var til að mynda send út ályktun þar sem hvatt var til þess að flýta flokksþingi svo for- ystan gæti endurnýjað umboð sitt. Sjö og hálfur mánuður er síðan Sigurður Ingi hafði betur gegn Sigmundi með 370 atkvæðum gegn 329. „Ég held að það sé ljóst að það verða hreinskiptnar umræður um stöðu flokksins. Flokkurinn skiptist í tvær eða jafnvel þrjár fylkingar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður. Staða flokksins sé ömurleg. „Slæm útreið í kosningum, við fengum ekki stjórnarmyndunarumboðið og hækk- um ekkert í könnunum á meðan fylgi allra annarra er á hreyfingu. Menn eru ekki sáttir.“ Í stjórnarmyndunarviðræðunum sem stóðu frá kosningum í lok októ- ber og fram í janúar fengu Fram- sóknarmenn ekki stjórnarmyndunar- umboðið þegar búið var að reyna alla stærri flokka. Þess í stað ákvað forseti Íslands að enginn einn flokksformaður fengi umboðið. Á meðan stjórnarþreif- ingar fóru fram skrifaði Fréttablaðið ítrekaðar skýringar þar sem tæpt var á fjarveru Framsóknarflokksins við stjórnarmyndunarborðið. Gunnar Bragi segir það hafa reynst flokks- mönnum skellur að fá ekki umboðið. Nýtt flokksþing Framsóknar hefði átt að fara fram næsta vor. Háværar raddir eru uppi um að flýta því til haustsins. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við töldu þó ekki líklegt að slík tillaga yrði samþykkt á miðstjórnar- fundinum um helgina. Líklegra væri að hugmyndin fengi að gerjast lengur. En ef til flokksþings kæmi í haust yrði tilraun gerð til að skipta formannin- um út til að skapa ró innan flokksins. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, segir ljóst að fólk muni skiptast á skoðunum á fundinum. „Svo fer örugglega eftir stemningu hvort komi tillaga um að flýta flokks- þingi. Það er ótímabært að segja til um það.“ Hún segir það hafa verið óheppilegt að hafa flokksþingið svo skömmu fyrir kosningar síðasta haust. „Svo fóru kosningarnar eins og þær fóru. Því er ekki að neita að árangurinn hefði mátt vera betri. Það er alveg ljóst að menn verða að ná flokknum saman. Það er lykilatriði að árangri,“ segir Lilja Ekki náðist í Sigurð Inga, formann Framsóknarflokksins, við vinnslu fréttarinnar.  snaeros@frettabladid.is Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. Sigurður Ingi Jóhannsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins með 52,7 prósent atkvæða gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem þá var sitjandi formaður. FréttablaðIð/anton brInk Slæm útreið í kosningum, við fengum ekki stjórnarmynd- unarumboðið og hækkum ekkert í könnunum. Gunnar Bragi Sveins- son, þingmaður Framsóknar- flokksins slYs Úrskurðarnefnd í vátrygginga- málum hefur hafnað greiðslu konu úr ábyrgðartryggingu vegna tjóns sem hún varð fyrir er hún gekk á glerhurð verslunar. Konan ætlaði að ganga inn í verslun í gegnum glerhurð sem hún taldi alla jafna opna á sumartíma. Hurðin opnaðist ekki og gekk hún á hurðina og slasaði sig. Taldi hún að verslunin hefði brotið gegn reglum með því að merkja ekki greinilega að hurðin opnaðist ekki. Vátryggingafélag verslunarinnar sagði hins vegar að umrædd hurð væri aldrei opin. Alltaf sé stafli af vörum við hana og „ætti enginn að ganga á hurðina nema meiningin sé að ganga yfir vörurnar fyrir aftan hana“. Úrskurðarnefndin taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að frágangur glerhurðarinnar bryti gegn reglum. Ekki var heldur talið að frágangur verslunarinnar á vörunum hefði verið óforsvaranlegur. Bótaskyldu var því hafnað. – jóe Bótalaust labb á glerhurð jaFnrÉttI Sýn ungra karla í Egypta- landi, Marokkó og Palestínu á konur er jafn neikvæð og sýn eldri karla í þessum löndum. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á vegum UN Women og samtakanna Promundo sem byggð er á viðtölum við 10 þúsund karla og konur í Marokkó, Egyptalandi, Líbanon og Palestínu. Það er aðeins í Líbanon sem ungir karlar eru jafnréttissinnaðri en eldri karlar. Í skýrslu um niðurstöðu rann- sóknarinnar kemur fram að annar hver karl í Marokkó og sex af hverj- um tíu körlum í Egyptalandi segjast hafa áreitt konur eða stúlkur kyn- ferðislega. – ibs Með neikvæða sýn á konur 1 7 . m a í 2 0 1 7 m I Ð V I K u D a g u r4 F r É t t I r ∙ F r É t t a B l a Ð I Ð 1 7 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E 0 -6 1 F 0 1 C E 0 -6 0 B 4 1 C E 0 -5 F 7 8 1 C E 0 -5 E 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.