Fréttablaðið - 17.05.2017, Page 16

Fréttablaðið - 17.05.2017, Page 16
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Kjörís hefur stefnt Emmessís og vill staðfestingu héraðsdóms á lögbanni sem Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði á framleiðslu- vöru samkeppnisaðilans í lok nóvember. Forsvarsmenn Emmessís hafa lagt fram gagn- stefnu og fara fram á bætur enda telja þeir að einkaleyfi ísfram- leiðandans í Hveragerði á vöru- merkinu Toppís hafi runnið út.   „Við fórum fram á lögbanns- beiðni í lok nóvember á vöru þeirra Toppís sem var samþykkt og þeir komu með nýtt nafn á ísinn sinn sem heitir nú Happís. Þeir hafa aftur á móti ekki viður- kennt að við eigum vörumerkið Toppís, og vilja fá nafnið afskráð hjá Einkaleyfastofu á þeirri forsendu að við höfum ekki notað vörumerkið nógu mikið. Við áttum okkur ekki á framgangi þeirra og höfum varið okkar vörumerki,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss. Emmessís hóf í nóvember í fyrra sölu á ís í boxi undir heitinu Toppís. Forsvarsmenn Kjöríss fóru í kjölfar- ið fram á að nafninu yrði breytt og vísuðu til skráningar fyrirtækisins á vörumerkinu hjá Einkaleyfastofu árið 1996 og endurnýjun  hennar tveimur áratugum síðar. Kjörís framleiðir vörur undir  merkinu Lúxus toppís. „Við höfum notað þetta meira og minna alla tíð. Þeir hafa notað vörumerkið Toppur og eiga það skráð,“ segir Valdimar. Ragnar Birgisson, framkvæmda- stjóri Emmessís, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni vegna  lög- bannsins enda hafi sala og dreifing á vörunni verið hafin. „Við höfðum unnið með aug- lýsingastofu við að finna nafnið og hanna vörumerki. Okkur fannst það í takt við að við erum með vin- sælasta toppinn á Íslandi, Hnetu- topp, og annað af okkar slagorðum er „Emmessís toppurinn á ísnum“. Okkur láðist að athuga hjá Einka- leyfastofu hvort þetta væri skráð en höfðum ekki orðið vör við neinn Toppís á markaðnum og töldum því ekki að nafnið væri frátekið,“ segir Ragnar. „Við höfðum svo  samband við lögfræðing sem benti okkur á að þegar þú hefur ekki notað vöru- merki í fimm ár fellur einkaleyfið úr gildi. Síðan kom í ljós að þeir eru ekki að selja undir vörumerkinu Toppís heldur Lúxus toppís. Þar kemur nafnið fram en eingöngu sem lýsing en ekki vörumerki. Kjör- ís þurfti að leggja fram tryggingu í lögbanninu og síðar að stefna okkur til að fá hana til baka. Við erum fyrst og fremst að endurheimta eitthvað af því tjóni sem við urðum fyrir. Ef lögbannið dæmist ógilt þurfa þeir að borga okkur tjón sem við höfum orðið fyrir,“ segir Ragnar. haraldur@frettabladid.is Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hvera- gerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.    Fyrirtaka í máli Kjöríss gegn Emmessís verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. FRéttablaðið/GVa Emmessís kynnt í nóvember nýja vöru sem hét þá toppís en var síðar breytt í Happís. Gengið var endanlega frá sölu á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni þann 27. apríl síðastliðinn. Ný stjórn fyrir- tækisins var kjörin sama dag og tóku fulltrúar framtakssjóðanna Akurs fjárfestinga og Horns III þá sæti í stjórninni. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, staðfestir í samtali við Markaðinn að  eigendaskiptin séu nú frágengin. Akur og Horn III eru að mestu í eigu lífeyrissjóða og keyptu framtakssjóðirnir 69 pró- senta hlutinn ásamt hópi einka- fjárfesta. Söluverðið nam um fimm milljörðum króna þegar ekki er tekið tillit til skulda Ölgerðarinnar og handbærs fjár. Kom það fram í dómsmáli sem fyrrverandi hluthafi í Ölgerðinni höfðaði eftir að Sýslu- maðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði beiðni hans um lögbann á söluna. Októ Einarsson, sem á ásamt Andra Þór alls 31 prósents hlut í Ölgerðinni í gegnum OA eignar- haldsfélag ehf., var kjörinn stjórnar- formaður fyrirtækisins á fundinum í lok apríl. Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III, fór þá inn í stjórn félagsins ásamt Jóhann- esi Haukssyni, framkvæmdastjóra hjá Íslandssjóðum sem reka Akur. Það gerðu einnig þær Rannveig Eir Einarsdóttir, forstöðumaður flug- þjónustudeildar Icelandair, og Sylvía Kristín Ólafsdóttir, starfsmaður Landsvirkjunar. Eins og Markaðurinn greindi frá um miðjan mars biðu þáverandi og núverandi eigendur Ölgerðarinnar eftir samþykki Samkeppniseftirlits- ins fyrir sölunni í rúma fjóra mánuði að óþörfu. Salan var ekki tilkynn- ingarskyld og úrskurðaði stofnunin endanlega um það í byrjun mars. - hg Salan á 69% í Ölgerðinni í höfn Kaupsamningurinn var undirritaður í október FRéttablaðið/anton bRinK Þetta er nýbúið að gerast,“ svarar Guðni Rafn Eiríks-son, framkvæmdastjóri og eigandi Eplis, spurður hvort fyrir- tækið hafi tryggt sér umboðið fyrir farsíma Apple hér á landi. Síminn, Vodafone á Íslandi og Nova hafa verið umboðsaðilar á farsímum banda- ríska raftækjafram- leiðandans síðan þeir fóru fyrst í sölu hér landi árið 2009. „Við höfum hing- að til verið með umboð á öllum vörum Apple nema Iphone. Fjarskipa- fyrirtækin hafa átt það síðan fyrsti sím- inn kom á markað en Apple vill nú fara í gegnum einn aðila en ekki þrjá,“ segir Guðni í samtali við Markaðinn. Epli er bæði heild- og smásali á vörum Apple og rekur tvær verslanir, við Laugaveg og í Smára- lind. Fyrirtækið nýtur ákveðinna sérkjara á vörum frá Apple en hefur hingað til þurft að kaupa Iphone til endursölu af fjarskiptafélög- unum þremur. Það er í eigu einka- hlutafélagsins Skakkaturns sem Guðni keypti í desember í fyrra af þeim Bjarna Ákasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eplis, og Valdi- mar Gíslasyni, fjárfesti og fyrr- verandi handboltakappa. Guðni á í dag 80 prósenta hlut í fyrirtækinu en Bjarni á 20 prósent. „Þú getur keypt símana hvar sem er því það er ekki lengur til neitt sem heitir einkaumboð á raftækjum. Apple veitir aftur á móti ákveðna ábyrgð sem við þjónust- um og síðan geta allir komið með símana hingað í þjónustu óháð því hvar þeir voru keyptir,“ segir Guðni. „Menn leita að besta verðinu og þar þurftum við að vera sam- k e p p n i s h æ f . Þegar það kemur nýr Iphone á markað snýst þetta einnig um að fá vöruna á réttum tíma en fyrir okkur skiptir mestu að fá þjónustuna. Það er ekki mikill hagnaður af símasölu en við munum þjónusta símafyrirtækin hér heima og verðum þeirra birgir. Neytendur munu aftur á móti ekki finna fyrir neinum breytingum og áfram verður hægt að kaupa símana í öllum helstu verslunum.“ - hg Símafélögin missa Iphone umboðið yfir til Epli Epli rekur verslun við laugaveg og í Smáralind. FRéttablaðið/anton bRinK – Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is 1 7 . m a í 2 0 1 7 m I Ð V I K u D a g u R2 markaðurinn 1 7 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E 0 -5 8 1 0 1 C E 0 -5 6 D 4 1 C E 0 -5 5 9 8 1 C E 0 -5 4 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.