Fréttablaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 49
TónlisT HHHH Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 11. maí Sinfóníuhljómsveit íslands flutti verk eftir Fanny Mendelssohn, Hafliða Hallgrímsson og Jean Sibelius. Stjórnandi: John Storgård, ein- söngvari: Helena Juntunen. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið hljóm- aði fyrst verk eftir Fanny Mendels- sohn, Forleikur í C-dúr. Hann var sérlega fallegur. Heillandi heiðríkja, yfirvegun og andakt var í tónmálinu, en líka ákafur innileiki. Hljómsveitin spilaði afar vel undir stjórn Johns Storgård, heildarsvipurinn var vand- virknislegur og þéttur, fágaður og hlýr. Aðalatriðið á efnisskránni var næst, nýtt verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Fimm söngvar fyrir sópran og hljóm- sveit. Eins og nafnið ber með sér eru ljóðin fimm og eru eftir William Blake, Samuel Taylor Coleridge og Christinu Rosetti. Í þeim er að finna heimspekilegar, en tilfinninga- þrungnar vangaveltur um lífið og hvernig er best að lifa því. Líkingamálið er margslungið, þarna blæs vindur á aldinn sjóara, sungið er um veru okkar í djúpinu og hversu langt er til stjarnanna, lítill drengur ákallar föður sinn í örvæntingu, lífi mannsins er líkt við brothætta tilveru flugu og horft er inn í gleymsku fortíðarinnar þar sem eilífðin skaut upp kollinum eitt andartak. Margræð og áhrifarík tónlist Hafliði Hallgrímsson átti einkar fallegt verk á tónleikum SÍ í síðustu viku. Fréttablaðið/VilHelM GRAND HÓTEL REYKJAVÍK 24. maí Ávarp ráðherra, umhverfis- og auðlindamála Björt Ólafsdóttir Fundarstjóri: Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís -Stóra myndin- Lífhagkerfið, tækifæri á tímum efnahagslegra umbreytinga, Sigríður Þormóðsdóttir, Innovation Norway Græðum við ekki nógu mikið Róbert Guðfinnsson, athafnamaður Lífauðlindir norðurlandanna Dr. Daði Már Kristófersson, Háskóli Íslands -ÁSkoranir- aukaafurðir dýra – reglugerðir á mannamáli Guðrún Lind Rúnarsdóttir, Matvælastofnun Skordýr og rófur Búi Bjarmar Aðalsteinsson Játningar skordýrabónda Gylfi Ólafsson, Víur – Ræktunarfélag um fóðurskordýr - HÁdeGiSmatur í boði - innblástur og vörukynningar frá nýsköpunaraðilum á sviði sjávarút- vegs, landbúnaðar, sláturiðnaðar og matvælaframleiðslu! -LauSnir oG nýSköpun- auðlindatorgið – gagnvirk lausn til að skapa verðmæti Hildur Harðardóttir, Umhverfisstofnun bestun á nýtni lífrænna aukaafurða ReSource International Úr úrgangi í úrvalsvöru Ágúst Torfi Hauksson, Norðlenska Seyra í sókn Magnús Jóhannsson, Landgræðsla ríkisins Fiskeldi, Getum við minnkað umhverfisáhrifin? Ragnheiður Þórarinsdóttir, Samrækt er geitin illa nýtt og verðmæt aukaafurð? Framtíð íslensku geitarinnar: Listaháskóli Íslands Dagskrá er frá kl. 9:00 – 14:00 Úrgangur í dag auðlind á morgun Ráðstefna um nýsköpun og lífrænar aukaafurðir Skráning er hafin á audlindatorg.is/radstefna aðgangur ókeypis Í samstarfi við Bændasamtökin, Fenúr, Landgræðslu ríkisins, Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Sjávarklasann. Ráðstefna um bætta nýtingu lífrænna aukaafurða á Íslandi. Ráðstefnan er lokaliður í for- mennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni um Norræna lífhagkerfið (NordBio). Markmið NordBio er að gera Norðurlöndin leiðandi í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífauðlinda í því skyni að draga úr sóun og efla nýsköpun, grænt atvinnulíf og byggðaþróun. Í takt við þennan fjölbreytileika var tónlistin margræð, hljómsveitin fylgdi eftir merkingu hverrar ljóð- línu og undirstrikaði hana á einkar áhrifaríkan máta. Alls konar litir voru í hljómsveitarröddinni, og þar var raf- magnspíanó sérstaklega eftirtektar- vert, en það var stundum í orgelstill- ingu. Maður heyrir orgel sjaldan á sinfóníutónleikum og notkun þess hér var spennandi og skapaði sérkennilega stemningu. Í heild var hljómsveitar- röddin fremur ómstríð, en þó ekki óþægilega, hún var fyrst og fremst annarleg og hæfði þannig heimspeki- legu inntaki ljóðanna prýðilega. Helena Juntunen söng einsönginn og gerði það af ótrúlegri fimi og glæsi- leik. Röddin var í senn tær og kröftug, auk þess sem öll túlkunin var gríðar- lega lífleg og full af snerpu. Það var dásamlegt að hlusta á hana syngja. Fimm söngvar er án efa eitt besta verk Hafliða. Honum lætur vel að semja tónlist fyrir söngvara og kann þá list betur en flestir að láta hljóm- sveitin magna upp merkingu ljóðanna. Það gerði hann á eftirminnilegan hátt í Passíunni sinni sem undirritaður hélt ekki vatni yfir á sínum tíma, og það gerir hann líka hér. Að lokum var flutt sjötta sinfónía Sibeliusar. Um hana þarf ekki að hafa mörg orð. Hún er átakalaus og ekki líkt því eins safarík og margar aðrar sin- fóníur tónskáldsins. Hljómsveitin lék hana þó ágætlega en það dugði ekki til að lyfta henni upp úr meðalmennsk- unni. Nei, það var Hafliði sem átti kvöldið og er honum hér með óskað til hamingju með magnaða tónsmíð. Jónas Sen niðursTaða: Framúrskarandi verk eftir Hafliða Hallgrímsson var dulúðugt og himneskt. Við erum að fagna orðlistinni alla daga Það er því óhætt að segja að bók- menntalífið í Reykjavík sé bæði marglaga og margmála og með þess- um viðburði erum að við að vekja athygli á því,“ segir Lára og bætir við að upplestrarnir fari fram á ensku og tungumáli höfunda en áhersla verði á ensku í spjallinu. „Þannig að það má alveg segja að þetta sé svona míní fjöltungumálahátíð. Við erum svona að fagna orðlistinni eins og alltaf en að þessu sinni með því að tefla þessum tungumálum saman. Við tökum þetta svo á næsta plan með því að vera með panel á Borgar- bókasafninu á fimmtudaginn. Þar ætla þessir höfundar og fleiri að ræða það hvernig það er að skrifa á öðru tungumáli en talað er í landinu sem þú býrð í. Ræða baráttuna fyrir því að vera sýnilegur og fá rödd við þær aðstæður.“ magnus@frettabladid.is Fréttablaðið/VilHelM m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ðE r a l a 21m i ð V i K u D a g u r 1 7 . m a í 2 0 1 7 1 7 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E 0 -8 9 7 0 1 C E 0 -8 8 3 4 1 C E 0 -8 6 F 8 1 C E 0 -8 5 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.