Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1971, Blaðsíða 3

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1971, Blaðsíða 3
1 Aðalfundur Félag3 löggiltra endurskoðenda var haldinn laugardaginn 26. nóv. 1970 að leifsbiíð, Hótel loftleiðum. Formaður setti fundinn kl. 11 f.h. og bauð fundarmenn velkomna. Sérstaklega bauð hann velkomna gesti fundarins, þá Jónas Haralz, bankastjóra og Helga Bachmann, forstöðumann hagdeildar Landsbankans. Því næst gaf hann Jónasi Haralz orðið. Ræddi Jónas um afstöðu bankanna til ársreikninga fyrirtskja í sambandi við lánsumsóknir og dskir banfiamanna í því sambandi. kom. banka- stjórinn víða við í greinargáðu erindi. Er Jánas hafdi lokið erindi sínu t<5k til máls Helgi Bachmann. Ræddi hann nokkuð um starfsaðferðir hagdeildar Landsbankans og sýndi dæmi. Er þeir Jdnas Haralz og Helgi Bachmann höfðu flutt mál sitt, var gert fundarhlé, meðan matazt var. Kl. 13-30 var fundi fram haldið. Var þá gengið til venjulegra aðalfundarstarfa. Fyrst flutti formaður starfsskýrslu stjórnar. Rakti hann í stórum dráttum fálagsstarfið á liðnu starfsári. Gat hann m.a. þess, að á árinu hefðu 18 nýir löggiltir endurskoðendur gengið f fálagið. Þá hált Norræna endurskoðendasambandið árlegan fund sinn hér í Reykjavík s.l. sumar. Sá félag ckkar um þann fund. Þá gat formaður þess, að ir.nan fárra daga kæmi át fyrsta hefti tímarits, sem ákveðið væri aö hefja útgáfu á. Einnig sagði hann frá sumarráðstefnu félagsins, sem fram fór að Skógum undir Eyjafjöllum. Ennfremur skýrði formaður frá þvf, að stjórnin hefði tilnefnt Arna Björnsson f samstarfsnefnd, sem Fjármálaráðuneytið kom á laggirnar, og á að fjalla um menntun löggiltra endurskoðenda í framtíðinni. Þá las gjaldkeri reikninga félagsins og skýrði þá. Rekstrarreikningur sýndi hreinar tekjur kr. 48.315.24, en niðurstöðutölur á rekstrarreikningi eru kr. 360.086.84.

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.