Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Qupperneq 4

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Qupperneq 4
Á árinu 1995 í tilefni af 60 ára affnæli FLE kom út veglegt affnælisrit og var því ritstýrt var af sérstakri ritnefnd sem í voru Hallgrímur Þorsteinsson, Lárus Finnbogason og Sigurður Tómasson. Nefndin leitaði víða fanga og gerði sögu félagsins svo og fræðilegu efni góð skil. Á ritnefndin þakkir skildar íyrir gott starf. Affnælisritnefndin fékk sér til aðstoðar sérfróðan útgáfustjóra Birgi Guðmundsson sem annaðist viðtöl, uppsetningu effiis og ýmis tæknileg ffamkvæmdaatriði. Að fenginni góðri reynslu af störfum hans var ákveðið að ráða Birgi til þess að hafa umsjón með útgáfu tímaritsins Álits. Mun hann starfa í nánum tengslum við ritnefnd FLE varðandi alla efnisöflun og útgáfumál. Ritnefnd hefur ákveðið að breyta nokkuð um áherslur í efhisvali og efnistökum tímaritsins og verða m.a. tekin viðtöl við menn um þau málefhi sem helst eru á döfinni hverju sinni og snerta endurskoðendur og starfsvettvang þeirra. I þessu tölublaði er m.a. birt viðtal við prófessor Andrew Christie sem flutti okkur erindi á ráðstefiiu 26. apríl s.l. uin bætt samskipti milli skattyfirvalda og skattgreiðenda í Bretlandi. Bæði fyrrverandi formaður FLE, Þorsteinn Haraldsson og núverandi for- maður Tryggvi Jónsson hafa lagt á það mikla áherslu að efla þurfi útgáfu og kynningarmál félagsins. Koma þarf á framfæri upplýsingum um endurskoðendur, störf þeirra og skyldur og leiðrétta ýmsar ranghugmyndir um þessi störf. Auka þarf skrif um fagleg efhi og virkja félagsmenn betur til að láta skoðanir sínar í ljós um efhi sem snerta störf okkar svo og málefhi sem tengjast starfsgrein okkar. Liður í því er að láta þýða áhugaverðar erlendar greinar sem eiga erindi við okkar lesendur. Ritnefhdin hefur jafn- framt í hyggju að breyta nokkuð útliti og broti blaðsins og gera það meira aðlaðandi fýrir stærri lesendahóp. Rimefnd þakkar þeim sem nú hafa lagt til efni í blaðið og aðstoðað hafa við útgáfu þess og vonast til að geta átt gott og árangursríkt samstarf við félagsmenn á komandi misserum. Reykjavík, ji'mí 1996

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.