Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Qupperneq 15

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Qupperneq 15
Þorsteinn Haraldsson, endurskoðandi og Magnús Pétursson ráðstefnustjóri og ráðuneytisstjóri hlýða á A.j. Christie símann og taka skilaboð. Eða þá hvernig þeir eru farn- ir að orða bréfin sem þeir senda frá sér. Núna eru yfirvöld öll af vilja gerð til að greiða úr málum manns, sem er mikil breyting frá því sem var fyrir tíu árum eða svo. Eflaust hefur einhverjum starfsmönnum skatt- stofanna fundist þessi breyting til þess fallin að gera þeim starfið erfiðara. I heildina hefur þó ekki borið mikið á slíku og útkoman því sú, að í stað vinnubragða sem voru hálfgert pukur eru öll samskipti miklu opn- ari nú en áður. Vissulega eru ákveðin atriði í innan- hússreglum skattrannsóknarmanna ekki opinber þó flestar vinnureglur þeirra séu það. En engu að síður hefur starf endurskoðandans sem skattráðgjafa, ein- faldast mikið. A móti kemur auðvitað, að nú getur þessi ráðgjafi ekki skákað í því skjóli að hann hafi ekki vitað nákvæmlega eftir hvaða reglum er farið.“ Túlkun framtalsskyldunnar Eitt af því sem fram kom í fyrirlestri Christie og hann flokkaði sem vandamálasvæði í samskiptum skattyfirvalda og endurskoðenda, var spurningin um túlkun og skilgreiningu á framtalsskyldunni - hvað ætti að telja fram og hversu ítarlegar upplýsingar þyrf- tu að vera í framtalinu. Prófessor Christie bendir ein- mitt á að fyrir skattráðgjafa geti það stundum valdið óvissu við framtal að þeir hafa handbækur skattstof- anna undir höndum. Þetta má rekja til þess að óhjá- kvæmilega koma alltaf upp álitamál um hvers eðlis ákveðin atriði eru í framtali. Framteljandinn kann að hafa aðra túlkun á hlutunum en skattstofan. I slíkum álitamálum hafa skattrannsóknarmenn jafhan bent á að opinberlega liggi fyrir hvernig yfirvöld líti á málin og því beri framteljendum að draga athygli sérstaklega að þeim liðum sem túlkaðir eru á annan hátt en líklegt er að skatturinn geri. Endurskoðandinn þarf því að gera upp við sig hvort hann ætlar að fylgja sinni túlk- un eða túlkun skattayfirvalda. I fyrirlestrinum á End- urskoðendadegi tók prófessor Christie einmitt dæmi af þeirri tilraun sem yfirvöld gerðu í hitteðfyrra til að festa í lög, að ef framteljandi notfærði sér vafaatriði í reglum eða lögum eða ef um túlkunaratriði var að 13

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.