Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Page 21

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Page 21
A síðasta starfsári, þ.e. 93/94, var lokið við skoðun hjá 117 aðilum. Af þessum 117 fengu 24 endurskoð- endur viðvörun og 9 voru sviptir leyfi. Kostnaður við starfsemi deildarinnar var á síðasta starfsári 6,2 m. SEK og var hann að 80% hluta borinn uppi af sértekjum, en það eru gjöld (SEK 4.200), sem lögð eru á þá sem sækja um löggildingu/viðurkenn- ingu til að starfa sem endurskoðendur. 1.3. Danmörk Eftirlit með og opinber skráning á endurskoðendum í Danmörku er á vegum Erhvervs- og Selskabsstyrel- sen sem heyrir undir Atvinnumálaráðuneytið (Er- hvervsministeriet). Erhvervs- og Selskabsstyrelsen skipar svonefnda Endurskoðendanefnd (Revisor-kom- mission) sem er ráðgefandi, heldur próf fyrir verðandi endurskoðendur og úrskurðar í kvörtunarmálum sem í fyrstu umferð er úrskurðað í hjá Aganefhdum (Disciplinærnævnene). Aganefhdirnar eru annars veg- ar nefhd sem fjallar um mál sem tengjast löggiltum endurskoðendum og hins vegar mál sem tengjast skráðum endurskoðendum. Þessar nefhdir voru stofn- aðar samkvæmt nýlegum lögum sem tóku gildi 1. júlí 1993 þ.e. lög um „et nyt disciplinarsystem for revisor- er“. Aganefndunum er ætlað að fjalla um og úrskurða um æduð brot á góðri endurskoðunarvenju og starfs- skyldum endurskoðenda. Undanskilin eru þó brot sem leiða tíl opinberrar ákæru. I úrskurðum Aganefhda getur falist áminning, ávítur, sekt og tillaga um svipt- ingu löggildingar en sviptíng löggildingar er í hönd- urn fyrrnefndrar Endurskoðendanefndar. Einn og sami maðurinn er formaður í báðum aganefhdunum. Aganefndirnar hafa opinbera stöðu og um þær gilda ákvæði stjórnsýslulaga. 1.4. Finnland Eins og í Svíþjóð og Noregi eru tvenns konar end- urskoðendur með opinbert leyfi. Þ.e. annars vegar löggiltír endurskoðendur (CGR-revisor) og hins veg- ar viðurkenndir endurkoðendur (GRM-revisor). Munurinn á þessu tvennu er fyrst og ffemst sá að til fyrrnefnda hópsins eru gerðar meiri kröfur um menntun og hæfni. Sérstök nefnd, Centralhandels- kammerens revisionsnamnd, sér um próf, leyfisveit- ingar og eftirlit með löggiltum endurskoðendum (CGR-revisor) en aðrar nefndir svonefndar Handel- skammeres revisionsutskott, sem eru 21 talsins sjá um próf, leyfisveitingar og eftirlit með viðurkenndum endurskoðendum (GRM-revisor). Þessar nefhdir hafa lögum samkvæmt aðgang að öllum gögnum og skjöl- um í vörslu endurskoðenda, sem nauðsynlegt er talið að hafa aðgang að til uppfylla eftirlitsskylduna. Nefndirnar hafa vald til að veita áminningar og aftur- kalla leyfi tímabundið. Nefnd á vegum ríkisins, Statens revisionsnamnd, sem heyrir undir viðskipta- og iðnaðarráðuneyti hefur hins vegar heimild til að svipta endurkoðanda leyfi ótímabundið. Opinber skráning endurskoðenda er hjá viðskipta- og iðnaðar- ráðuneyti. Fjöldi löggiltra endurskoðenda í Finnlandi er nú u.þ.b. 550 en fjöldi viðurkenndra endurskoðenda er um 1200 talsins. Samkvæmt yfirliti yfir fjölda eftirlitsverkefha á árinu 1994 virðast tilefhi eftirlits með einstökum endur- skoðendum að meirihluta til koma frá kærumálum. Þannig hafa 14 af 16 afgreiddum málum vegna CGR- endurskoðenda á árinu 1994 stafað frá kærumálum og 13 af 19 vegna GRM-endurskoðenda. Yfirlit yfir við- urlög á sama tíma sýnir að í fyrrnefnda hópnum (CGR-endurskoðendur) hafa 5 fengið viðvörun og 2 áminningu en í síðarnefhda hópnum (GRM-endur- skoðendur) hafa 2 verið sviptir leyfi tímabundið, 2 fengið viðvörun og 7 fengið áminningu. Fram kom að í Finnlandi er hámarksaldur 70 ár hjá þeim sem fá að halda réttindum löggiltra endruskoð- enda. Ný lög um endurskoðun tók gildi frá ársbyrjun 1995 í Finnlandi. 1.5. Island Fjármálaráðuneytið hefur með málefhi endurskoð- enda að gera á Islandi samkvæmt lögum um löggilta endurskoðun sem eru ffá árinu 1976. Ráðherra skipar prófnefhd sem sér um próf fyrir væntanlega endur- skoðendur. Ráðherra veitir þeim aðilum löggildingu sem staðist hafa próf og uppfylla önnur skilyrði lag- anna. Við tiltekin skilyrði getur ráðherra svipt löggilt- an endurskoðanda löggildingu. Beint eftirlit af hálfu ráðuneytisins með löggilmm endurskoðendum er ekki fyrir hendi. Opinber skráning á löggiltum endurskoð- endum hefur hingað til ekki verið með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í 28. gr. Attundu tilskipunar ESB nr. 84/253/ESB. 1.6. Viðurkenning á starfsréttindum endurskoð- enda yfir landamæri EES samningurinn gerir ráð fyrir sem meginreglu að starfsréttindi innan eins ríkis gildi á öllu evrópska efha- hagssvæðinu. A fundinum var fjallað um framkvæmd þessa ákvæðis í hverju Norðurlandanna fyrir sig. 19

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.