Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Side 39

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Side 39
Aðalfundur FLE 1995 Aðalfundur félags löggiltra endurskoðenda 1995 var haldinn þann 17. nóvember 1995 á Hótel Ork í Hveragerði. Formaður félagsins Þorsteinn Haralds- son setti fundinn og var Arni Tómasson kosinn fund- arstjóri og Hjördís Asberg fundaritari. Þorsteinn Haraldsson flutti skýrslu stjórnar. I upp- hafi nefndi hann að félagsmenn væru nú 212 talsins eða jafnmargir og fyrir ári síðan. Hann minntist Odds Péturssonar löggilts endurskoðanda sem lést á árinu og heiðruðu fundarmenn minningu hans með því að rísa úr sætum. Þorsteinn vísaði síðan til skýrslu stjórn- ar til aðalfundar sem lægi frammi og þar væri starfsemi félagsins rakin í aðalatriðum. Guðmundur Þ. Frímannsson gerði grein fyrir árs- reikningi félagsins fyrir árið 1994/1995. Fundarstjóri bar skýrslu stjórnar og ársreikninginn undir atkvæði og var reikningurinn samþykktur mót- atkvæðalaust. Skýrslur fastanefnda: Alit.mefiid Ef tekið er mið af þeim erindum sem borist hafa álitsnefnd á undanförnum áram má skipta þeim í fjóra flokka: • Umsagnir um lagaframvörp að beiðni Alþingis. • Umsagnir um einstök mál sem varða reiknings- skilareglur og endurskoðun að beiðni félagsmanna, stofnana, fyrirtækja eða samtaka þeirra. • Kvartanir frá viðskiptamönnum endurskoðenda um þjónustu þeirra og vinnubrögð. • Urskurðir í klögunarmálum vegna meintra brota á samskiptareglum félagsins. Flest hafa erindin kornið frá Alþingi og er þar leitað eftir umsögnum um einstök lagafrumvörp. Þrátt fyrir að hér séu taldar upp umsagnir um vinnubrögð ein- stakra endurskoðenda vegna kvartana frá viðskipta- mönnum þeirra þá fjallar Alitsnefhd almennt ekki um slík mál. Alitsnefhd hefur ekki úrskurðarvald að því er varðar viðskipti einstakra félagsmanna og viðskipta- manna þeirra. í nær öllum tilvikum hafa slík klögumál verið lögð fyrir nefhdina með þeim hætti að hún hef- ur orðið að vísa þeim frá. Formlegar kærar vegna meintra brota á samskiptareglum FLE heyra til und- antekninga. A starfsárinu hefur Alitsnefnd haldið 5 bókaða fundi og afgreitt 12 erindi. Endurskoðunamefhd Meginvinna nefhdarinnar á árinu fólst í að þýða og staðfæra staðal Alþjóðlegu endurskoðunarnefhdarinn- ar (IAPC) um: Aritanir endurskoðenda á reikningsskil, um er að ræða viðamikinn staðal sem felur í sér grand- vallarbreytingar. Litdð hefur verið til annarra Norður- landa og tekið mið af breytingum og athugasemdum sem þar hafa komið ffarn. Nefndin mun leggja fram til kynningar tillögur sínar um leiðbeinandi reglur í þessu efni á félagsfundi í nóvember, en stefht er að því að ljúka afgreiðslu málsins í byrjun komandi árs. Tveir nefndarmenn sóttu fund Norrænu endur- skoðunarnefndarinnar (NRK) í Olsó dagana 18. og 19. ágúst. A aðalfundi félagsins 1994 var Endurskoðunarnefnd og Reikningsskilanefnd falið sameiginlega að þróa áfram gæðaeftirlit með vinnu félagsmanna. Nefndirn- ar skiluðu tillögum sínum um næstu skref til stjórnar félagsins í sumar. I fyrstu er gerð könnun á vinnu fé- lagsmanna við endurskoðun. Spurningalistar vora sendir út í byrjun hausts og verða niðurstöður kynnt- ar á félagsfundi í nóvember. Menntunamefnd Auk þess sem nefndin hefur unnið að skipulagningu námskeiða í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands, hefur hún skipulagt faglegt efhi og annast um framkvæmd á ráðstefhum félagsins í sam- ráði við stjórn þess. Um námskeiðin og ráðstefhurnar hefur verið fjallað fyrr í skýrslunni. Reiknmgsskilanefnd I lok árs 1994 sendi Reikningsskilaráð nefhdinni til 37

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.