Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 39
-31-
á hvern hátt beitardýrin nýttu gróðurinn. Hún lagði áherslu á að beitarstjórnun ætti
að miðast við ástand gróðurs á hverjum tíma, fremur en ákveðinn fjölda búfjár.
LÍKANASMÍÐ í BEITARRANNSÓKNUM
Þó að líkanasmíð í beitarrannsóknum hafi ekki verið sérstakt viðfangsefni
ráðstefnunnar, kom hún við sögu í fjölmörgum erindum og Richard W. Rice (Rice,
1986) og Richard H. Hart (Hart, 1986) tóku líkanasmíð sérstaklega fyrir.
Richard W. Rice var þátttakandi í þróun umfangsmikils hermilíkans af beit búfjár.
Þetta líkan, SPUR, sem svo hefur verið nefnt (stytting á: Simulation of Production
and Utilization of Rangelands), var þróað á vegum bandaríska landbúnaðar-
ráðuneytisins (Wight og Skiles o.fl., 1987). SPUR nær til fjölmargra þátta sem flokka
má í fimm meginþætti: veðurfar, vatn, plöntur, búfé og hagfræði. Rice vann við
þróun búfjárundirlíkansins, en þar er fóðurþörf búfjárins reiknuð út frá fjölda, stærð
og eðli þess. Upplýsingar frá plöntuundirlíkaninu eru síðan notaðar til að reikna
fóðurframboð, bæði hvað varðar tegundir og staðsetningu í landslaginu. Ef
fóðurframboð fullnægir ekki fóðurþörfinni leitar féð annað. Að lokum eru breytingar á
lífþunga reiknaðar út frá átmagni. Við þá útreikninga er notað hið velþekkta
vaxtarlíkan þeirra Sanders og Cartwright (Sanders og Cartwright, 1979a,1979b).
SPUR er mjög viðamikið líkan. Við þróun þess var áhersla lögð á að gera sem
flestum þáttum nokkur skil, fremur en að gera færri þáttum fullnægjandi skil. í
ljósi þess tilgangs, sem því var ætlað að þjóna, er slíkt sjálfsagt réttlætanlegt.
Hættan er hins vegar sú að notendur líkansins geri sér ekki grein fyrir
takmörkunum þess og taki útkomunni sem algildum sannleik.
Richard H. Hart lýsti í erindi sínu (Hart, 1986) tiltölulega einföldu
reynslufræðilegu líkani af tengslum vaxtarhraða búfjár og beitarþunga. Hann reiknar
vöxt plantna sem einfalt fall af stærð þeirra. Á svipaðan hátt gefur hann sér
einfaldar forsendur um tengsl átmagns annars vegar, og lífþunga búfjár,
vambarrúmmáls og meltanleika hins vegar. Allt líkanið, sem reiknar daglega
þyngdaraukningu út frá beitarþunga og lífmassa plantna, er þannig einungis sjö
likingar. Einfalt líkan sem þetta getur fallið vel að þeim gögnum sem notuð voru til
að þróa það, og jafnvel öðrum sem safnað er við álíka aðstæður. Stikarnir1) eru hins
vegar mjög staðbundnir og þarf því að meta þá sérstaklega fyrir hvert svæði um sig.
Umhvefisþættir, svo sem veðurfar, hafa engin áhrif í þessu líkani.
Mikil gróska er í líkanasmíð í tengslum við beitarrannsóknir um þessar mundir
(sjá t.s. Joyce og Kickert, 1987). Mörg tengjast þessi líkön þáttum, sem bændur geta
haft bein áhrif á með beitarstjórnun (t.d. Senft, 1988).
x) Stiki er nýyrði, sömu merkingar og enska orðið "parameter" (Snjólfur Ólafsson
o.fl.,1988).