Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 43
-35-
Fjarlœging á óœskilegum plöntutegundum og/eða sáning
í Bandaríkjunum og í Skandinavíu, er trjágróðurs og runnar fjarlægðir til að bæta
samkeppnisaðstöðu þeirra plöntutegunda sem bæta nýtingu beitilandsins (Yalentine,
1971; Garmo, 1986; Nedkvitne og Garmo, 1986; Syrjala-Qvist, 1986). Stundum er allur
gróður fjarlægður og æskilegri tegundum sáð í landið í staðinn. Þetta eru dýrar
aðgerðir, sem þarf að framkvæma með reglulegu millibili því hlutfall þeirra
plöntutegunda sem ekki eru bitnar eykst alltaf í beitilandi (Provenza og Balph,
1987). Skurðargröftur íslendinga og þurrkun mýra veldur því að hlutur heilgrasa í
beitilandinu eykst á kostnað mýrargróðurs. Með hliðsjón af plöntuvalsákvörðunum eru
heilgrös talin eftirsóttari en mýrargróðuraf t. d. sauðfé og þau því talin æskilegri í
beitilandinu (Ingvi Þorsteinsson, 1981).
Áburðargjöf
Með áburðargjöf breytist samkeppnisaðstaða milli plöntutegundanna og má því hafa
áhrif á gróðursamsetningu með áburðargjöf (Garmo, 1986). Einnig hefur áburðargjöf
mikil áhrif á efnainnihald gróðurs og plöntuval beitardýra (Baadshaug, 1983).
Áburðargjöf getur því haft mikil áhrif á nýtingu beitilandsins. Kostnaðurinn við
áburðargjöfina veldur því að þessi aðferð er óraunhæf á stærri beitarsvæðum. Hins
vegar má nota áburðargjöf sem lið í að jafna nýtingu beitilandsins, með því að hafa
áhrif á dreifingu beitardýranna í landinu eins og greinilega hefur sést á
uppgræðslusvæðum á virkjunarsvæði Blöndu.
Skiptibeit
Forsendur beitarkerfa, þar sem ýmiss konar skiptibeit er notuð, eru aðallega tvenns
konar. Annars vegar eru beitarkerfi sem miða að því að friða beitargróður þegar hann
er hvað viðkvæmastur fyrir beit (deferred-rotation og rest-rotation). Þessi beitarkerfi
bæta lítt nýtingu beitilands. Hins vegar eru beitarkerfi er hafa það að markmiði að
minnka áhrif beitarvals, sérstaklega plöntuvals (Kothmann, 1984). í þessum
beitarkerfum er um að ræða blandaða beit, þar sem plöntuval dýrategundanna er ólíkt
eða álagsbeit (short-duration grazing), þar sem mörgum skepnum er beitt á mjög lítið
svæði í mjög stuttan tíma (Howell, 1976). Yið þær aðstæður gefst minna svigrúm til
plöntuvals, og landið verður jafnar bitið. Þeir þættir gróðurs er einkum hafa áhrif á
plöntuval eru:
- Gróðursamsetning svarðar
- Efnainnihald gróðurs
- Eðlisbygging gróðurs
Gróðursamsetning svarðar. Plöntuval er ekki aðeins háð því hvaða tegundir eru til
staðar í sverðinum, heldur einnig þekju og magni hverrar plöntutegundar (Penning,
1986; Arnold, 1987). Ef plantan er etin á annað borð, eykst vanalega hlutfall hennar