Ráðunautafundur - 15.02.1989, Blaðsíða 46
-38-
plöntuvals þrátt fyrir munnstærð. Þannig getur elgur vandað mjög plöntuval sitt,
þrátt fyrir munnstærðina (Hofmann, 1988).
Aðrir lífeðlisfræðilegir þættir. Af öðrum lífeðlislegum þáttum ber helst að nefna
stærð munnvatnskirtla sem hlutfall af þunga skepnunnar í tengslum við plöntuval. Hjá
skepnum sem flokkast að jafnaði sem betur aðlagaðar að fóðri með háu trénisinnihaldi
er hlutfall munnvatnskirtla, aðallega parotid-kirtilsins, aðeins um 0,05% af
líkamsþyngd (sauðfé), meðan hjá skepnum sem aðlagaðri eru að meira plöntuvali er
þetta hlutfall 0,3% (Hofmann, 1988). Stærð munnvatnskirtla og plöntuval hefur verið
tengt með skírskotun til beitarletjandi aukaefna, sérstaklega sútunarsýru. Þannig er
talið að eggjahvítuefni í munnvatni bindist sútunarsýrum strax í byrjun meltingar og
geri þau þar af leiðandi óvirk við að lækka meltanleika fóðursins (Robbins et al.,
1987) . Til skýringar ber þess að geta að beitarletjandi aukaefni eru mun algengari í
blöðum runna og ýmiss konar tvíkímblöðunga er jafnframt hafa hátt næringarinnihald
en blöðum grasa (Rhoades, 1985). Stærri munnvatnskirtlar gæti því verið aðlögun að
fóðri með hátt næringarinnihald en jafnframt hærra innihald af beitarletjandi
aukaefnum.
Aðlögun beitaratferlis
Lengi vel var talið að beitarval dýra væri þeim meðfætt og því væri lítið svigrúm til
að hafa áhrif á t.d. plöntuval einstakra dýra. Mikil áhersla var lögð á að safna
upplýsingum um plöntuval einstakra dýra og fylgni plöntuvalsins við einstaka
efnaflokka gróðursins (Arnold, 1964). Þessi nálgun hefur hinsvegar borið lítinn
árangur og hlotið sivaxandi gagnrýni (Arnold, 1981). Nýlegri rannsóknir benda til að
beitarval sé alls ekki eins meðfætt skepnunni og áður var talið, heldur sé beitarval að
miklu leyti lært atferli sem auðveldlega má hafa áhrif á (Provenza og Balph, 1987;
Anna Guðrún Þórhallsdóttir, 1988). Þannnig hefur verið sýnt fram á að plöntuval lamba
er háð plöntuvali móðurinnar eða annarra nálægra skepna (Anna Guðrún Þórhallsdóttir,
1988) og að plöntuval er háð því á hvaða aldursskeiði lambið fyrst át plöntuna
(Squibb, 1988). Nánar verður fjallað um þessar rannsóknir síðar.
HEIMILDIR
Anna Guðrún Þórhallsdóttir, 1981. Beitevalg hos sau og rein pá Vesturörcefi, Island.
Cand. Agric. ritgerð, Ás Landbrugshögskole: 95 bls.
Anna Guðrún Þórhallsdóttir, 1988. The role of social models in the development of
food preferences of lambs. PhD ritgerð, U. S. U. Logan: 70 bls.
Archer, S. R. & L. L. Tieszen, 1986. Plant response to defoliation: Hierarchical
considerations. í Grazing Research in Northern Latitudes (ritstj. Ó. Guðmundsson).
NATO ASI series Vol 108. Plenum, N.Y.