Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 49
-41-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1989
Áhrif umhverfisþátta á beitarfénað
Ólafur Guðmundsson
Rannsóknastofnun landbúnaóarins
INNGANGUR
Erindið sem hér birtist er, eins og öll erindin sem flutt eru eftir hádegið í dag
(Halldór Þorgeirsson, 1989; Anna Guðrún Þórhallsdóttir, 1989; Ólafur R. Dýrmundsson,
1989), byggt að miklu leyti á upplýsingum sem fram komu á alþjóðlegum vinnufundi
um beitarrannsóknir á norðurslóðum sem haldin var á Hvanneyri 1985 (Ólafur
Guðmundsson, 1986a). Vitnað er í aðrar heimildir þegar ástæða þykir til þess. Fjallað
verður um áhrif beitilanda, veðurfars, sníkjudýra og jarðvegssveppa á búfé á beit.
BEITILANDIÐ
Hverskonar breytileiki í beitilandi getur haft áhrif á át búfjár og þar af leiðandi á
þrif þess. Á Ráðunautafundi 1987 voru þessir þættir teknir til umræðu (Ólafur
Guðmundsson, 1987) og verða því lítið ræddir hér. Þó er rétt að rifja upp nokkur
atriði. Aðallega verður stuðst við tvö erindi frá ofangreindum vinnufundi (P.D.
Penning, 1986; Richard H. Armstrong og John Hodgson, 1986).
Á 1. mynd eru sýnd áhrif ýmissa þátta á stærð munnbita, beitarhraða, beitartíma
og át. Þéttleiki gróðursins og uppskera hafa svipuð áhrif á þessa þætti, enda
samtvinnuð í eðli sínu. Til vinstri á myndinni er það aðallega fóðurmagnið sem
takmarkar átið, en til hægri eru það gæðin sem ráða ferðinni. Það er augljóst að til
þess að átið sé í lagi og þrifin góð þarf gróðurinn að vera nægilegur. Til þess að
þetta sé í mörgum tilfellum mögulegt verður beitarálagið að vera tiltölulega lágt.
Gróðurnýtingin er því oft léleg og afurðir á flatareiningu litlar. Hér á landi er
landrými yfirleitt nóg og þvi ætti þetta ekki að vera vandamál á úthaga. Þó er
mikilvægt í þessu sambandi að hafa stjórn á beitinni.
Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áti beitarfjár hér á landi. Át er mjög
breytilegt milli beitilanda og erlendis er talið að breytileikinn orsakist aðallega af
þrennu:
1. Uppskeru magn
Margir þættir geta haft áhrif á sveiflur í uppskeru og vegur veðurfar þar eflaust
mest, en beitin hefur einnig áhrif. Á 2. mynd eru sýndar niðurstöður úr nýsjálenskum
tilraunum varðandi áhrif uppskeru og beitar á át og vöxt áa (P.V. Rattray og D.A.
Clark, 1984). Þar kemur greinilega fram hversu mikilvægt það er að gróður við upphaf