Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 54
-46-
SNÍKJUDÝR
Veðurfar hefur áhrif á tegundir og fjölda sníkjudýra í beitarfé. Auk þess hafa ýmsir
aðrir þættir áhrif, s.s. tegund beitilands og beitarþungi. Á norðurslóðum er
sníkjudýrasmit yfirleitt tiltölulega lítið á úthaga, sérstaklega á hálendi, vegna þess
hversu dreift féð er um landið (Oddvar Helle, 1986) Einnig er möguleiki að einhverjar
tegundir gróðurs í úthaga innihaldi efni sem draga úr ormasýkingu (R.Sh. Eminov,
1982). Sníkjudýr geta þó orðið vandamál á láglendi, sérstaklega á ræktuðu landi, þar
sem þétt er beitt.
Mikill fjöldi ormalirfa lifir af veturinn við það veðurfar sem hér ríkir. Þær eru
síðan étnar með nýgræðingnum á vorin og breytast í orma sem ná fullum þroska x
skepnunum á fáum vikum. Ormaeggin fara síðan með saurnum á beitilandið aftur þar
sem ný kynslóð af lirfum myndast, sem síðan eru étnar og sama sagan endurtekur
sig. Misjafnt er hversu lirfuskeiðið er langt eftir ormategundum og umhverfisþáttum.
Yfirleitt þrífast lirfurnar betur í röku veðri en þurru. Þannig getur smásaman
magnast upp ormasmit í landinu sé þessi hringrás ekki rofin á einhvern hátt, t.d.
með lyfjum eða með beitarstjórnun (Oddvar Helle, 1986).
Tiltölulega fáar tegundir innyfla orma finnast í nautgripum hér á landi miðað við
mörg önnur lönd. Kálfar á beit geta oft orðið illa úti sé þeim beitt á þröngt land
og/eða land sem er smitað af ormum. Þetta kom mjög vel fram í tilraunum á
Hvanneyri (Sigurður H. Richter o.fl., 1981). Eldri nautgripir mynda aftur á móti oft
ónæmi gegn ormasýkingu. Það er því mikilvægt að gefa kálfum ormalyf 3, 6 og 9
vikum eftir að beit hefst, sé þeim beitt á land sem ætla má að sé nokkuð smitað
(Oddvar Helle, 1986). t norskum tilraunum hefur reynst vel að gefa kálfum hylki sem
gefur frá sér ormalyf smátt og smátt í þrjá mánuði (J. Tharaldsen og O. Helle,
1982) . Þessi hylki voru upphaflega þróuð í Ástralíu, en eru nú mikið notuð bæði þar
og annars staðar s.s. á Nýja Sjálandi og í Bandaríkjunum.
Yfirleitt er mjög rúmt á sauðfé á sumarbeit á úthaga hér á landi og því litlar
líkur á vandræðum vegna ormasmits. Verið er að rannsaka ormasýkingu á þurrlendis-
móa á Auðkúluheiði, í tilraun sem ekki er lokið. Það hefur komið í ljós að nokkur
ormasýking var í ám og lömbum þegar þau voru sett í tilraunina. Fjöldi ormaeggja I
saur lækkar siðan þegar líður á sumarið. Ekki hefur komið fram munur milli
beitarþunga og of fljótt er að segja til um hvort smit sé að aukast í beitilandinu
(Matthías Eydal, persónulegar upplýsingar 1989). Á vorin og haustin er fénu oft beitt
mjög þröngt á láglendi. Við þessar aðstæður getur ormasýking orðið mjög veruleg.
Sama á við ef fé er beitt á áborið eða ræktað láglendi sumarlangt (Sigurður H.
Richter o.fl., 1981).
Nokkuð margar tegundir orma finnast í hrossum hér á landi (Matthías Eydal,
1983) . Rannsóknir hafa sýnt að litlar líkur eru á því að ormasýking verði til baga hjá
hrossum á beit sé þeim gefið ormalyf reglulega á beitartímanum (Matthías Eydal,