Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 55
-47-
persónul. upplýs. 1989). Gott getur verið að gefa ormalyf tveimur til þremur dögum
áður en hross eru færð milli staða, t. d. áður en þau eru sett úr húsi á beit, þegar
þau eru sett á haustbeit og áður en þau eru tekin í hús að nýju (Berglind
Hilmarsdóttir og Ólafur Guðmundsson, 1987).
Hnísildýr eru einfrumungar sem vaxa og fjölga sér í meltingarveginum, einkum
mjógirni. Hér á landi eru nokkrar tegundir í sauðfé og nautgripum, en aðeins ein í
hrossum (Matthías Eydal, persónul. upplýs. 1989). Lömb geta smitast í húsi fyrstu
vikurnar eftir burð, þó algengast sé að þau smitist fljótlega eftir að þau eru sett út
með ánum, sérstaklega þar sem mikið smit er í landinu (Oddvar Helle, 1986). Þá éta
lömbin einfrumunganna sem fjölga sér í þekjufrumum þarmanna. Þekjufrumurnar rifna
síðan og hnísildýrin dreifast til nálægra fruma, og þannig koll af kolli. Hjúpur
myndast síðan um sum dýrin og þau verða að hinum eiginlegu hnislum sem berast með
saurnum á beitilandið. Hníslarnir geta lifað marga mánuði eða jafnvel ár á landinu.
Sauðféð étur síðan hníslana og ný hringrás hefst. Fullorðið fé myndar talsvert ónæmi
gegn hnísildýrum og herjar hníslasótt því aðallega á lömb. Það er því mikilvægt á
vorin að setja lambær á beitiland þar sem hníslasmit er lítið t. d. þar sem sauðfé
hefur ekki gengið í ár að minnsta kosti (Sigurður H. Richter og Matthías Eydal,
1984).
í tilraun á Auðkúluheiði kom í ljós að hníslafjöldi í saur lamba er mestur í
byrjun sumars en minnkar er líður á sumarið. Hníslafjöldi um haustið virðist vera
orðinn minni lægri en almennt þekkist á láglendi, en er þó nokkuð breytilegur milli
ára. Munur milli beitarþunga er lítill, en oftast eru tölurnar lægstar þar sem beitin
er minnst (Matthías Eydal, persónul. upplýs. 1989). í athugun á framræstri mýri í
Sölvholti í Hraungerðishreppi 1983 kom í ljós að hníslafjöldi í saur beitarfjár var
ekki ýkja hár, en þó ívið hærri en í tilrauninni á Auðkúluheiði (Sigurður H. Richter
og Matthías Eydal, 1984). í tilraun, sem gerð var á Hvanneyri, á ræktuðu landi var
hníslamagnið hærra og áhrif beitarþunga meiri. Þó komu ekki fram nein greinileg
merki hníslasóttar, en hníslafjöldinn í lömbunum minnkaði hægar yfir sumarið
(Sigurður H. Richter, 1979). Þegar lömbin koma af afrétti á haustin og þau eru sett á
þröngt land verða þau oft fyrir miklu hníslasmiti. Sérstaklega er hætt við þessu séu
þau sett á land sem fé hefur gengið á fyrr um sumarið. Þetta getur dregið all
verulega úr þrifum lamba fyrir slátrun á annars góðu beitilandi (Ólafur Guðmundsson
O.H., 1983; Sigurður H. Richter o.fl., 1983).
JARÐVEGSSVEPPIR
Kálfar og sérstaklega lömb þrífast oft illa á láglendismýrum. Fjöldamargar tilgátur
hafa verið settar fram um hvað valdi þessu. Ein er sú að fúkkaefni sem framleitt er
af sveppum í beitilandinu berist ofan i skepnurnar og hafi áhrif á vambarstarfsemina
þannig að dragi úr fóðurnýtingu. Þessi kenning á uppruna sinn í því að á Nýja