Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 60
-52-
BEITARÞUNGI - VÖXTUR GRIPA
Mikið liggur fyrir af upplýsingum úr beitartilraunum sem sýna beint neikvætt
samhengi á milli beitarþunga og vaxtar gripa, hvort sem um er að ræða hross,
nautgripi eða sauðfé. Gildir einu hvort miðað er við lífþunga eða fallþunga gripanna.
Á 3. mynd er þetta samhengi skýrt með niðurstöðum úr fjórum beitartilraunum við
fjölbreytilegar aðstæður þar sem fram kemur minnkandi fallþungi tvílembinga við
vaxandi beitarþunga. Þar kemur einnig fram hinn lélegi fallþungi dilka á
láglendismýrum, og ljóst er að þar hefur beitarþunginn mun minni áhrif á vöxt dilka
en á uppskeruminna þurrlendi, hvort sem er á láglendi eða hálendi. Mestur er munur
á vaxtarhraða um miðbik sumars svo sem sýnt er á 4. mynd.
HAGKVÆMNI MISMIKILS BEITARÞUNGA
Allar hérlendar beitartilraunir hafa sýnt vaxandi framleiðslu á hvern ha lands
samfara auknum beitarþunga og sést þetta beina jákvæða samhengi glögglega á 5.
mynd. Þannig hafa mest beittu hólfin, oftast ofbeitt, gefið mest af sér í dilkakjöti,
þótt meðalfallþungi hafi venjulega verið lélegur og gæðaflokkun óviðunandi. Þó að
framleiðsla á hverja flatareiningu lands sé talin veigamikill mælikvarði víða erlendis
eru aðstæður all frábrugðnar hér á landi í venjulegum úthaga, m.a.vegna
gróðurverndarsjónarmiða, og gæta þarf meira hófs í beitarálagi, a.m.k. á þurrlendi.
Þá er og ljóst að sveiflur i veðurfari, einkum sumarhita, hafa mikil áhrif á
hagkvæmni mismikils beitarþunga. Á 6. mynd sést hvaða áhrif beitarþungi getur haft
á framlegð eftir ha heiðalands. í þessari tilraun jókst framlegð á ha við aukinn
beitarþunga á bilinu 0,15-0,55 ær/ha í "góður sumri” (1975) en í "slæmu sumri"
(1979) jókst framlegðin ekki þegar beitarþunginn var kominn yfir 0,45 ær/ha.
BEITARÞOLSMAT
Við mat eða ákvörðun beitarþols verður að kanna samhengið á milli vaxtar og þrifa
beitarfénaðar, annars vegar, og gæða og ástands beitilandsins, hins vegar. Hér skipta
því beitarþungi og beitarálag megin máli eins og áður var vikið að. Svo sem fram
kemur á 7. mynd og með hliðsjón af hérlendum ástæðum má ætla að heppilegra sé að
hafa beitarþungann minni en þann sem gefur hámarksframleiðslu á ha. Það er m.a. í
ljósi þessara kenninga að taka þarf til endurskoðunar þær aðferðir sem notaðar hafa
verið við útreikning á beitarþoli úthaga. Einnig þarf að taka tillit til ójafnrar
dreifingar fénaðar í víðáttumiklum beitilöndum svo sem í afréttum. Það er greinilega
ekki lengur viðunandi að beitarþoli tiltekins haglendis sé gefið eitt ákveðið tölugildi,
heldur verður að ákvarða beitarþolið á einhverju ákveðnu bili beitarþunga eða
beitarálags, eftir aðstæðum, sbr. 7. mynd. Slíkt hlýtur að fela í sér stöðuga
endurskoðun og endurmat.