Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 68
-60-
l.mynd. Fjöldi tegunda háplantna i
norrœnu gróöurlendi miöaö
viö meöalhita i júlimánuði.
Norrænum plöntum vegnar samt sem áður misvel að nema land og þroskast. Kemur
þar ýmist til, svo sem arfgerðin, samkeppni annarra tegunda eða önnur
umhverfisáhrif. Verður að taka tillit til þess í uppgræðslustarfi. Þar sem raki er
hæfilegur virðist oft einnig frjósemi og fræforði í jörð, en í þurru umhverfi er
skortur á hvoru tveggja og kemur sér þá vel að bera á og sá, einkum níturbindandi
tegundum. Aðfengnar tegundir eru hins vegar oft harðir keppinautar innlendu
tegundanna (Cargill og Chapin, 1987).
Á norðurslóðum eru jaðarsvæði gróðurs. Þannig eru plöntur á nyrstu mörkum varla
fræbærar og þurfa á aðkomusáði að halda til endurnýjunar. Mörg samfélög eru alltaf
á landnemastigi og seinni þróunarstig taka ekki við nema loftslag batni eða
umhverfisástand sé bætt. Að loknu kuldaskeiði sem endaði seint á 19. öld fór gróðri
fram á norðurslóðum (Svoboda og Henry, 1987).
Framför gróðurs fer samt mjög eftir landslagi, hæð yfir sjó og þar með hitastigi
og úrkomu en einnig þeim tegundaforða, sem finnst í nágrenninu. Gróður, sem leggur
undir sig berangur framan við hörfandi jökul á hálendi er seinni í þróun og er með
færri samfélagsþrep en nýgræða á lægri svæðum. Þetta má athuga við norska jökla
(Matthews og Whittaker, 1987).
Á sumum jaðarsvæðum hleðst upp talsverður fræforði í jarðvegi. Upp af þessu fræi
geta vaxið plöntur, þegar eldri svörður rofnar af einhverjum ástæðum. Þannig getur
verið mikið magn af beitilyngsfræi á skosku hálendi, jafnvel 100 000 fræ á fermetra.
Fræ geyma spírunarhæfni betur í köldu loftslagi en hlýju, er því fræforði ekki síður
góður á hálendi en á lægri stöðum (Miller og Cummings, 1987).
Þegar einhæf gróðurlendi ná að þróast á samfelldri víðáttu svo sem freðmýrar í
Norður-Ameríku á sér stað sérhæfing og misþróun þannig að í mýrinni myndast
landslag með eyjum og Iægðum líkt og í föstum jarðefnum. Myndun eyja og lögun
þeirra fer þar eftir hreyfingu á vatni og sýrustigi þess (Glaser, 1987).
Vatn og ástand þess er þýðingarmikill þáttur í landnámi og uppbyggingu gróðurs.
Þannig veldur vatnsstaða því hvort votlendi myndast eða þurrlendi og óbeint hefur
efnainnihald og sýrustig vatns áhrif á tegundasamsetninguna. Dæmi um þetta má
sýna í sunnanverðu Grænlandi og nota má það til að hanna líkan sem sýnir áhrif