Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 69
-61-
vatns og ýmissa annara þátta í gróðurkerfinu (Molenaar, 1987).
Fylgjast má með uppbyggingu gróðurs á auðnarsvæðum til þess að læra hvernig
náttúran fer að því að klæða þau gróðri. Surtsey er eitt slíkt dæmi um áður ördautt
Iand þar sem hægt er að kanna aðflutning tegunda, landnám þeirra og myndun
samfélags (Sturla Friðriksson, 1987). Á áður ördauðu landi skortir tiltækt köfnunarefni
til vaxtar fyrir mosa og æðri plöntur. Að einhverju leyti sjá blágrænþörungar fyrir
því að binda köfnunarefni úr lofti og talið er að það komi að minnsta kosti mosa að
gagni (Henriksson og Henriksson, 1987). Hreindýramosi sem margar aðrar
fléttutegundir er frumbýlingur á norðurslóðum. Þessi flétta kemur að notum sem fæða
í beitilöndum hreindýra. Nauðsynlegt hefur þótt að vita hvernig þéttleiki fléttunnar
hefur áhrif á tillífun, en blaðgræna virðist vera mest í efstu hlutum plöntunnar
(Bjartmar Sveinbjörnsson, 1987).
Af mannavöldum geta orðið skerðingar á gróðri norðurslóða. í Alaska hefur verið
athugað hvernig bæði sáðplöntur og græðlingar leggja undir sig bersvæði þar sem
gróðri hefur áður verið eytt. Gróður á litlum blettum nær sér fljótt, og einnig á
stærri svæðum einkum sé ungur gróður í örum vexti umhverfis. Sé jörð frjósöm eru
sáðplöntur bestar til uppgræðslu (Ebersole, 1987).
Á norðurslóðum í Kanada hefur gróður skemmst vegna vegagerðar. Sár eftir
aðgerðir vegavinnuvéla gróa smámsaman. Af 18 plöntutegundum sem að sjálfsdáðum
nema land á opnum svæðum, eru grös og víðitegundir algengastar (Kershaw og
Kershaw, 1987).
Stór og smá sár geta einnig komið í gróið land af völdum bruna, sem jafnvel
eldingar valda. Fylgst hefur verið með slíkum svæðum í Alaska. Virðast brunasvæðin
gróa á 5 til 6 árum og eru þá eftir þann tíma þakin að hálfu eða öllu leyti af æðri
plöntum. Til dæmis virðist fífa ná sér vel á strik eftir bruna (Racine, Johnson, og
Viereck, 1987).
Með raflínulögnum og vegagerð hefur svörður mómýra á norðurslóðum Kanada
einkum verið skertur. Svarðmosa og lyngtegundum fækkar á þeim athafnasvæðum
miðað við það sem er í skógarbotnum í kring, en Polytrichum mosar og vatnastör
nema fyrst land á eyddum freðmýrasvæðum (Borgþór Magnússon og Stewart, 1987).
Vegaryk getur haft talsverð áhrif þar sem malarvegir eru lagðir um gróin svæði
norðurslóða. Athuganir frá Alaska sýna að snjór bráðnar fyrr á vegköntum vegna
minna hitataps svæðanna miðað við hrein snjósvæði. Breytingar verða á fléttu- og
mosaflórunni, til dæmis fækkar svarðmosa (Walker og Everet, 1987).
Þar sem olía er unnin úr jörð á norðurslóðum getur tjón orðið á gróðri af völdum
olíumengunar. í Meistaravík á Grænlandi var fylgst með gróðurfarsbata í
olíublettum. Kom þar fram að grasvíðir náði, sér nokkuð vel á strik á þremur árum í
hráolíublettum, grasleitar plöntur endurnýjuðust nokkuð einkum í raklendi, en
breiðblaða jurtir urðu illa úti af olíumengun og ná litlum bata (Holt, 1987).