Ráðunautafundur - 15.02.1989, Side 71
-63-
aðkomuefni og aðfengnar plöntutegundir. í Denali þjóðgarði í Alaska er því leitað að
innlendum tegundum úr garðinum til uppgræðslu. Notaðar voru tegundir runna, jurta,
þar með belgjurta, og einnig þarlend vingulstegund, til þess að eftirlíkja annað
gróðurlendi í þjóðgarðinum. Yar einkum hagstætt að hefja vöxt í pottum í gróðurhúsi
og planta síðan út í land sem hafði orðið fyrir raski (Densmore og Holmes, 1987).
Tilbúinn áburður getur aukið gróður og bætt uppgræðsluhorfur á norðurslóðum þar
sem áburðarskortur er yfirleitt meiri en á suðlægari svæðum. Köfnunarefni og fosfór
skortir tilfinnanlega. Sést glöggt undir fuglabjörgum, til dæmis á Svalbarða, hve jörð
er þar betur sprottin en á bersvæði. Tilraunir með dreifingu N-P-K 13-6-16 (400
kg/ha) í fjögur ár á vetrarblóm - kræðu - samfélag á malarjarðvegi sýndu að
blómgun, fræseta og spírun eykst við áburðargjöf. Ekki virðast þó allar tegundir nýta
áburðinn, til dæmis var ekki aukning í framleiðslu á hæru við þessar aðgerðir (Klokk
og Ronning, 1987).
Tilraunir með áburðardreifingu á mýrasvæði í Alaska sýna að bæta má að nokkru
14 ára gamlar gróðurskemmdir af völdum olíumengunar með þrífosfatgjöf. Einkum
virðist til bóta að nota 145 kg/ha. Án fosfórgjafar voru 40% af yfirborði ógróin eftir
tíu ár en með áburðargjöf minnkaði það yfirborð í 12% ógróið land. Einkum virtist
vatnastör aukast við áburðargjöfina (McKendrick, 1987).
Á norðurslóðum í Kanada, þar sem gróður hafði skemmst við olíuvinnslu, var leitað
að hentugum grastegundum til uppgræðslu. Bæði var reynt að finna hentugar tegundir
til að hylja berangrið strax á fyrsta ári og eins til þess að mynda varanlega þekju. Á
fyrsta ári eftir sáningu var ’Engmo’ vallarfoxgras með mesta þekju en til lengdar var
auðséð, að ’Nugget’ vallarsveifgras og ’Arctared’ túnvingull gátu hulið 80% yfirborðs.
Sennilega tekur samt 60 til 80 ár að ná fyrra ástandi gróðurlendis (Younkin og
Martens, 1987).
í Alaska eru víða gróðurskemmdir, þar sem kol eru unnin úr yfirborðslögum.
Tilraunir hafa verið gerðar með að hylja þessi svæði með því að sá í þau
grastegundum. Að átta til tólf árum liðnum eftir sáningu kom fram að túnvingull lifði
best allra grastegunda á tilraunareitunum, en notaður var Boreal-stofn. Yar þekja
hans yfir 50% og einnig gaf hann helmings magn allrar uppskeru (3. mynd) (Elliott,
McKendrick og Helm, 1987).
Á ráðstefnu þessari var einnig skýrt frá ástandi íslensks gróðurlendis, og gerð
grein fyrir þeim breytingum, sem ætlað er að orðið hafi á gróðri eftir landnám manna
874. Þess var getið að sumir álíta skóga hafa á þeim tíma þakið 25% af flatarmáli
landsins en nú er flatarmál þeirra aðeins um 1%. Gróður hefur á þeim 1100 árum sem
liðin eru frá landnámi rýrnað mjög að gæðum og er gróðureyðing eitt mesta
umhverfisvandamálið á íslandi (Andrés Arnalds, 1987).