Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 79
-71-
MÝRARJARÐVEGUR OG SAMSETNING HANS
Eins og fyrr er getið hefur upphleðsla mýrarjarðvegs verið mun hraðari en
móajarðvegs vegna þess hve lofthiti er lágur hérlendis. Fram að landnámi frá
ísaldarlokum fyrir u.þ.b. 10 þúsund árum hefur upphleðslan verið um 0,3 mm á ári eða
tífalt meiri en þykknun móajarðvegsins á sama tíma (sjá 4. mynd).
Eftir landnám verður talsverð aukning í þykknuninni en viðbótaraukningin að
mestu af völdum fokefna, sem aukast mikið við landnám eins og 5. mynd sýnir
einnig, en hún sýnir þykknun mýrarjarðvegs í Skagafirði. Því verður að álykta að
samsetning steinefnahluta mýrarjarðvegs sé mjög svipuð og þurrlendisjarðvegs.
íslenskar mýrar eru mun steinefnaríkari en mýrar í nálægum löndum og gerir
steinefnamagnið þær auðræktaðri.
VEÐURFAR OG VEÐRÁTTA
Veður er samtvinnað úr mörgum veðurþáttum svo sem hitastigi, úrkomu, vindum, raka,
skýjafari og sólskini.
Með veðurlagi eða veðráttu er átt við tiltekinn stuttan tíma t.d. veðráttu eins
mánaðar, en veðurfar er notað til að lýsa veðri í lengra tímabil. Ekki er ætlunin að
ræða hér um veðurfar almennt, en skoða nokkra tiltekna þætti veðurfarsins, sem hafa
mikil áhrif á jarðveg og gróður.
Þættirnir, sem kannaðir voru eru hiti, úrkoma og vindur.
Frost og þíðu, ber að hafa í huga í sambandi við veðurfar og jarðveg hérlendis.
Frostveðrun er t.d. miklu tíðari hér, en víða í nágrannalöndum okkar.
Tilefni þess ég fór að skoða þessa veðurfarsþætti var að síðastliðinn vetur fékk ég
senda töflu yfir meðalvindstyrk hvers mánaðar í 10 s.l. ár á athugunarstöðum
veðurstofunnar. Fréttir síðast liðins sumars, um jarðvegseyðingu á Norð-Austurlandi,
nánar tiltekið í Mývatnssveit og öræfunum juku einnig á áhugann að skoða vissa
veðurfarsþætti betur en gert hefur verið.