Ráðunautafundur - 15.02.1989, Blaðsíða 90
-82-
8. tafla. Úrkoma, hlutfall úrk/dagaf j.
maí-sept maí og júní júlí og ágúst
Nautabú 2,1 2,0 2,9
Torfufell 2,4 2,5 2,8
Mýri 3,2 2,5 3,6
Reykjahlíð 3,3 2,6 4,7
Grímsstaðir 2,6 1,9 3,2
Möðrudalur 2,4 1,9 2,8
Brú 3,8 3,7 3,7
Hallormsstaður 2,9 1,9 2,3
ATH! Því hærra sem þetta hlutfall er og því mishæðóttara land, því meiri hætta á
vatnsrofi. - Hrafnkelsdalur, Fljótsdalur, Jökuldalur.
Úrkoma, áhrif hennar á rof og jarðvegseyðingu
Allmikill munur er á úrkomumagni á þeim stöðum sem athugaðir voru. Mesta úrkoma
er á Hallormsstað og undrar engan, en það sem vekur athygli er að Brú á Jökuldal
kemur þar næst á eftir með 561 mm ársúrkomu. Sá staður er hvað lengst frá sjó af
athugunarstöðunum, eða um 85 km (sjá 6 töflu). Brú er aftur á móti í 1. sæti hvað
sumarúrkomu varðar, en með fæsta úrkoudaga (sjá 7. töflu). Þegar haft er í huga hve
margir moldroks- og misturdagar eru á Brú þá sýnir það ef til vill hve úrkoman
hripar fljótt niður, hve fljótt jarðvegurinn þornar og því hætt við foki, jafnvel þótt
úrkoma sé jafn mikil og á Brú.
Áttunda tafla sýnir hlutfall úrkomu á móti fjölda úrkomudaga. Það hlutfall er hæst
á Brú og má álykta að þvi hærra, sem þetta hlutfall er, þar sem land er brattlent
eða mishæðótt, því meiri hætta sé á vatnsrofi. Hlíðar Jökuldals og Hrafnskelsdals
bera þessu augljóst vitni.
Hitafar og vaxtarskilyrði plantna
í ritgerð sinni um vorhita og vaxtarskilyrði nytjajurta (Isl. 1. 1974) sýnir Bjarni
Guðmundsson fram á að vorgróður byrji þegar meðalhiti fer fyrst yfir 4“C. Þennan
hita lögðu þeir Sturla Friðriksson og Flosi Hrafn Sigurðsson til grundvallar þegar þeir
reiknuðu svo kallaða gráðudaga fyrir nokkra staði á landinu í ritgerðinni: Áhrif
lofthita á grassprettu (ísl. landbún. 1983).
Gráðudagar eru þannig fundnir að lagður er saman hiti þeirra daga, sem fara yfir
4°C fyrir hvern dag.