Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 93
-85-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1989
Belgjurtir f landbúnaði og landgræðslu
Áslaug Helgadóttir
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Belgjurtir gegna mikilvægu hlutverki bæði í náttúrulegum samfélögum og í
landbúnaði. Er það fyrst og fremst vegna hæfileika þeirra að vinna nitur úr lofti í
sambýli við örverur. Þetta hefur í för með sér að belgjurtir eru próteinríkari en
aðrar plöntutegundir. Jafnframt framleiða þær oft meira nitur en þær hafa þörf
fyrir sjálfar og geta því verið áburðargjafar fyrir grannplöntur. Notkun belgjurta
hefur tekið mið af þessu tvennu og hafa þær verið nýttar í aldanna rás bæði sem
skepnufóður og til manneldis, auk þess sem þær eru niturgjafar í hefðbundnum
landbúnaði og í landgræðslu.
Áhugi manna á notkun belgjurta á íslandi hefur nokkuð aukist að undanförnu.
Ekki er það þó alveg nýtt fyrirbæri og má rekast á önnur svipuð í sögu
landbúnaðarrannsókna hérlendis (Snorri Baldursson og Áslaug Helgadóttir, 1987). Nú
er ef til vill von um meiri árangur en oft áður. Samdráttur í landbúnaði kallar á
aukna hagræðingu. Sparnaður í áburðarkaupum, sem er einn stærsti liður
fóðurframleiðslunnar, hlýtur að vera keppikefli bænda,- Mikill áhugi er á notkun
belgjurta í nágrannalöndunum og þar fleygir þekkingu fram á þessu sviði, sem
jafnframt nýtist okkur hér á landi. Árið 1986 hófst nýtt átak í rannsóknum á
vegum Rala og ýmissa samstarfsaðila á þessu sviði sem markaðist með útgáfu á litlu
kveri, "Nýting belgjurta á íslandi" (Áslaug Helgadóttir, 1986). Þar voru dregin
saman ýmis atriði er málið varðar. Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir þessum
rannsóknum. Birtar verða bráðabirgðaniðurstöður, þar sem við á, og sýnt hvert
stefnir.
HEFÐBUNDINN LANDBÚNAÐUR
Belgjurtir búa yfir ýmsum kostum í fóðurframleiðslu hefðbundins landbúnaðar. Má þar
nefna betra fóður þar sem átgeta, og afurðir af hverri einingu sem étin er, eru
yfirleitt meiri samanborið við gras með svipaðan meltanleika (Frame og Newbould,
1986). Niturbúskapur verður hagstæðari vegna niturnáms belgjurtanna og sparast því
áburðarkaup. í gömlum belgjurtatilraunum hérlendis hafa áburðaráhrifin verið
varlega áætluð á bilinu 30-80 kg N/ha (Jónatan Hermannsson, 1986). Þetta felur
jafnframt í sér minni mengun þar sem útskolun NOs' 1 jarðvatn minnkar. Þá má