Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 94
-86-
nefna að talið er að belgjurtir geti gefið meiri uppskeru en raunin er í almennri
ræktun og kynbætur fela í sér von um miklar framfarir.
Ókostirnir eru einnig nokkrir og verða að vegast á móti kostunum. Framleiðslan
er almennt óáreiðanlegri en af túni sem fær tilbúinn áburð. Nú um stundir gefa
belgjurtir oft minni uppskeru en grös sem fá stóra skammta af tilbúnum áburði.
Þær endast oft skemur en sáðgrös og stundum er erfitt að koma upp sverði, bæði
vegna þess að fræin eru gjarnan smá og oft er nauðsynlegt að smita jarðveginn með
Rhizobium bakteríum. Heilbrigði búfjár getur auk þess verið vandamál ef mikið er
um belgjurtir í fóðrinu.
Rannsóknir undanfarinna ára hafa einkum beinst að notkun hvítsmára og
rauðsmára, en nokkuð hefur verið hugað að öðrum tegundum.
Hvítsmári
Erlendis er algengast að nota hvítsmára í beitartún og gegnir hann stóru hlutverki
í kvikfjárrækt t.d. á Bretlandseyjum og Nýja-Sjálandi. Því var ákveðið að setja af
stað nokkur forgangsverkefni í þróun smáratúna hérlendis. Þau voru að finna
nothæfa erlenda hvítsmárastofna, að hefja kynbætur á íslenskum stofnum, að finna
heppilega svarðarnauta með hvítsmára og finna rétta meðferð smáratúna (Snorri
Baldursson, 1986).
Ekki er til neinn íslenskur hvítsmárastofn á markaði nú, en fyrir um 20 árum
var íslenskur stofn reyndur í stofnaprófunum hér og kom sá mun betur út en
danskir stofnar (Sturla Friðriksson, 1971). Samkvæmt nýlegri samantekt eru nú til
um 230 hvítsmárastofnar í heiminum (Caradus, 1986). Því skyldi ætla að auðvelt
væri að hafa upp á stofnum sem hér gætu þrifist. Reyndin hefur orðið önnur.
Flesta þessara stofna má útiloka strax þar sem þeir koma úr allt annars konar
umhverfi en hér er og skortir því nauðsynlegt vetrarþol. Sumarið 1986 var sáð til
stofnaprófunar á Korpu þar sem bornir voru saman nokkrir stofnar sem til greina
gætu komið hér á landi. Niðurstöður þeirra athugana voru í stuttu máli þær að
einungis væri reynandi að rækta hér stofninn Undrom frá N-Svíþjóð (1. tafla).
Niðurstöður þessarar athugunar benda ótvírætt til þess að helst sé að leita
stofna frá norðlægum slóðum. Þar hefur aftur á móti ekki verið lögð rækt við
kynbætur hvítsmára, þó teikn séu á lofti um að það sé að breytast, t.d. í N-Noregi
og Svíþjóð.
Hvítsmári er útbreiddur á íslandi og finnst bæði í úthaga og í ræktuðu landi.
Safnað hefur verið hátt í 500 arfgerðum viða um land og fyrstu athuganir benda til
þess að erfðabreytileiki sé mikill í ýmsum útlitseiginleikum, bæði milli stofna af
mismunandi uppruna og einnig milli einstakra arfgerða innan stofna. Á grundvelli
fyrstu athugana hefur verið hafist handa um að kynbæta íslenskan hvítsmárastofn
og verður því starf haldið áfram á næstu árum.