Ráðunautafundur - 15.02.1989, Blaðsíða 95
-87-
1. tafla. Þekja og uppskera hvitsmárastofna af ýmsum uppruna, sem rœktaðir
voru í blöndu með Leik túnvingli, einu ári eftir sáningu á
tilraunastöðinni á Korpu.
Stofn Uppruni Vorþekja, 21. maí 0-9 Uppskera smára, 2. júlí hkg þe./ha % af heildaruppskeru
Undrom N-Svíþjóð 5,3 13,1 76
Sandra S-Sviþjóð 3,0 6,2 68
S.184 Bretland 1,0 1,5 37
Donna Bretland 0,0 0,3 11
Menna Bretland 0,0 0,3 12
Huia Nýja-Sjáland 0,0 0,3 17
Meðaltal 1,5 3,5 37
SED 0,4 1,1 10
Hvítsmári er ávallt ræktaður í blöndu með grasi og erlendis er algengast að
nota fjölært rýgresi eða hávingul. Hvorug þessara tegunda þrífast hérlendis. Til
þess að finna hvaða grastegundir og stofnar reynast smáranum heppilegir
svarðarnautar var Undrom hvítsmára sáð í blöndu með fimm stofnum þeirra þriggja
grastegunda sem líklegastar eru. Þetta eru stofnarnir Lavang og Fylking
(vallarsveifgras), Leik og 0301 (túnvingull) og Leikvin (hálíngresi). Jafnframt var
þrenns konar sláttutimameðferð reynd, þ.e. (1) stöðugur sláttur á þriggja vikna
fresti allt sumarið, (2) tíður sláttur snemmsumars og hvíld síðsumars og (3) hvíld
snemmsumars og tíður sláttur síðsumars. Sáð var til tilraunarinnar vorið 1986 á
Korpu og hefur hún því verið uppskorin i tvö sumur. Allir reitir hafa fengið sama
áburðarskammt, jafngildi 60 kg P/ha og 83 kg K/ha.
Niðurstöður eru í stuttu máli þær að hlutdeild smárans í heildaruppskeru jókst
eftir því sem leið á sumarið og komst hann hátt í 60% af heildaruppskeru sumarið
1987. Smárinn kom síðan illa undan vetri og varð hlutdeild hans aldrei meiri en
10% sumarið 1988 (2. tafla).
2. tafla.
Hluldeild Undrom hvitsmára í heildaruppskeru (%) (meðaltal
svarðarnauta) á reitum slegnum á þriggja vikna bili sumurin 1987 og
1988.
Sláttudagar
15.júní 7.júlí 28.júlí 18.ágúst 8.september
Sumarið 1987 16 31 52 57 57
Sumarið 1988 0 4 7 11 9