Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 96
-88-
Vallarsveifgrasstofninn Lavang reyndist besti svarðarnauturinn en Leikvin
língresi sá versti. Þessi munur var þó einungis merkjanlegur fyrra sumarið þegar
hlutdeild smárans í uppskerunni var umtalsverð (3. tafla).
3. tafla. Áhrif svarðarnauta á heildaruppskeru Undrom hvitsmára (hkg þe./ha)
(mebaltal sláttutímameðferða) á Korpu sumurin 1987 og 1988.
Svarðarnautar
Lavang Fylking Leik 0301 Leikvin SED
Sumarið 1987 15,6 14,4 12,9 14,0 12,1 1,6
Sumarið 1988 0,8 0,9 0,7 1.0 1,3 0,3
Ekki var sama hvernig smáratúnið var slegið. Minnst varð heildaruppskeran af
þeim reitum sem oftast voru slegnir, en þeir reitir, sem hvíld fengu snemmsumars,
gáfu mesta uppskeru (4. tafla). Þar varð heildaruppskera smára og grasa um 45
hestburðir sumarið 1987 en ekki nema 19 hestburðir sumarið eftir.
4. tafla. Heildaruppskera smára og grasa (hkg þe./ha) við mismunandi
sláttutímameðferð á Korpu sumurin 1987 og 1988.
Tiður Hvíld Hvíld
sláttur síðsumars snemmsumars
Sumarið 1987 31,0 33,7 45,7
Sumarið 1988 13,4 18,0 19,1
Niðurstöður þær sem hér hafa fengist benda til þess að stofninn Undrom sé varla
nægilega vetrarþolinn fyrir okkar aðstæður. Hann fór mjög illa veturinn 1987-1988
þó svo að sá vetur hafi ekki verið harðari en gengur og gerist. í N-Noregi hafa
menn reyndar einnig komist að sömu niðurstöðu (Ivar Schjelderup, munnl. heimildir).
Æskilegt væri þó að prófa stofninn frekar en erfitt hefur reynst að afla fræs og er
því framhald á þessum tilraunum nokkuð óljóst þar til fræ af íslenskum stofni
liggur fyrir.
Rauðsmári
Rauðsmári er talsvert notaður til sláttar í N-Svíþjóð og N-Finnlandi. Algengast er
að nota hann í sáðskiptum með korni og grænfóðri og er þá reiknað með því að hann
endist í þrjú til fimm ár. Hérlendis hefur rauðsmári átt erfitt uppdráttar sem
líklega má kenna um skorti á harðgerðum stofnum. Talsverð gróska er í kynbótum