Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 97
-89-
rauðsmára á Norðurlöndunum og fer áhugi vaxandi ef eitthvað er. Þó virðist vera
erfitt að auka vetrarþol í þeim efniviði sem þar er. Skýringin er ugglaust sú að
tegundin er á mörkum útbreiðslusvæðis síns í N-Skandinavíu og er því ef til vill
nauðsynlegt að róa á önnur mið i leit að auknu vetrarþoli. Hér á landi eru
kynbætur á rauðsmára rétt að hefjast og eru til tvö fræsöfn. Annað er frá
Akureyri og var fræið tínt 1984, hitt var tínt á Sámsstöðum 1985 af eftirlifandi
plöntum úr tilraun sem sáð var í 1976. Var það fræ upphaflega frá Akureyri.
Þessum söfnum hefur verið fjölgað í Danmörku og eru prófanir á þeim rétt að
hefjast.
Á Sámsstöðum er nú verið að prófa norræna rauðsmárastofna í tengslum við
Nordgras kynbótaverkefnið. Var sáð í tilraunina vorið 1986 og liggja tveggja árs
niðurstöður fyrir. Sáð var níu stofnum og gáfu sex þeirra um og yfir 60 hestburði í
blöndu með Öddu vallarfoxgrasi fyrsta uppskeruárið sumarið 1987 (5. tafla). Var
hlutdeild smárans um 60% í uppskerunni. Sumarið 1988 varð uppskeran verulega
minni og gáfu einungis þrír stofnar meira en 35 hestburði, en þeir lögðu þó til um
70% uppskerunnar. Þessir þrír stofnar lofa góðu og verður fylgst með þeim áfram.
5. tafla. Heildaruppskera (hkg þe./ha) norrœnna rauösmárastofna í hlöndu með
Öddu vallarfoxgrasi og hlutdeild smárans í uppskerunni (%) á
Sámsstöðum sumurin 1987 og 1988.
Stofnar Uppruni Sumarið 1987 Heildar- Hlutur uppskera smára hkg þe./ha % Sumarið 1988 Heildar- Hlutur uppskera smára hkg þe./ha %
Jo 0187 Finnland 66,2 67 15,8 35
A 82225 Svíþjóð 63,4 62 17,5 39
N 80303 Svíþjóð 55,1 63 21,9 46
Frida Svíþjóð 31,4 40 16,8 1
Björn Svíþjóð 60,4 65 15,5 29
Bjursele Svíþjóð 57,3 64 37,5 72
Vágoy E2 Noregur 60,3 61 35,4 65
Vá 092001 Noregur 67,6 71 39,2 72
Pradi Noregur 50,0 62 20,6 35
Meðaltal 56,9 62 24,5 44
SED 5,0 2,3
Aðrar tegundir
Ýmsar aðrar belgjurtategundir gætu gagnast hefðbundnum landbúnaði og hafa þó
nokkrar verið reyndar hér. Er þar einkum um að ræða einærær tegundir nýttar sem
grænfóður. Engar nýjar athuganir hafa verið gerðar frá 1986 og vísast því til eldri