Ráðunautafundur - 15.02.1989, Side 98
-90-
heimilda (Friðrik Pálmason, 1986; Jónatan Hermannson, 1986).
Talsverður áhugi er fyrir því að nýta Alaskalúpínu, sem er fjölær, til beitar og
standa fyrir dyrum ýmis verkefni þar sem þeir möguleikar verða kannaðir (Jón
Guðmundsson, í þessu hefti). Aðra tegund má nefna sem einnig er fjölær og reynd
verður hér í ræktunartilraunum á sumri komanda. Er það Galega orientalis sem
nefna mætti skriðlu á íslensku. Hingað er hún komin um Finnland frá Eistlandi.
Nokkrum plöntum var plantað á Sámsstöðum sumarið 1986, þar sem þær lifa enn og
báru fræ síðastliðið sumar. Skriðla er talin mjög vetrarþolin og hefur gefið ágæta
raun í Finnlandi. Þar er hún endingargóð og gefur sambærilega uppskeru við
rauðsmára, bæði að magni og gæðum (Varis, 1986).
LANDGRÆÐSLA
Niturbindandi tegundir ættu að skipa veglegan sess í landgræðslu, þar sem þær eru
frumbjarga og þrífast þar af leiðandi vel í næringarsnauðum jarðvegi. Þær koma
gróðurframvindunni af stað og búa þannig x haginn fyrir aðrar plöntur. Segja má að
einungis Alaskalúpína hafi sannað gildi sitt til uppgræðslu (Andrés Arnalds, 1988),
en ýmsar aðrar tegundir hljóta að eiga hér erindi þótt það hafi lítt verið kannað.
Hér á landi eru aðeins átta belgjurtategundir sem telja má fullgilda þegna
islensku flórunnar, en engin þeirra virðist gegna mikilvægu hlutverki i náttúrlegri
landgræðslu. Gæti skýringin verið sú að þær séu viðkvæmar fyrir beit. Baunagras
(Lathyrus japonicus) hefur aðeins verið rannsakað síðastliðin tvö ár með
landgræðslusjónarmið í huga. Fylgst hefur verið með baunagrasbreiðum í Skaftafelli
sem þar hafa orðið mjög áberandi á aurunum eftir að land var friðað. Einnig var
safnað baunum í Þykkvabæ og í Gunnarsholti og hefur þeim verið sáð á nokkrum
stöðum. Fremur illa hefur gengið að koma því til og er ekki ljóst hvort það megi
rekja til fræsins, smitunar, sáningaraðferðar eða landgerðar.
íslenskur hvítsmári gæti reynst álitleg uppgræðsluplanta. í athugun á
útbreiðslu smára í gróðurlausu óábornu landi á Keldnaholti kemur í ljós að hann
hefur skriðið um 5-15 sm á ári og gefur jafnframt um 15-20 hkg þe./ha árlega (6.
tafla). Niturnámið hefur verið á bilinu 22-36 kg N/ha, en svo virðist sem þurrkur
takmarki það (Hólmgeir Björnsson, 1988). Nauðsynlegt er að kanna nánar gildi
hvítsmára til uppgræðslu.
Lítið sem ekkert hefur verið flutt inn af erlendum tegundum til uppgræðslu á
undanförnum árum, ef frá er talin Alaskalúpínan. Á því er þó að verða nokkur
bragarbót. Óli Valur Hansson safnaði álitlegum efniviði af elri (Alnus sp.) í Alaska
1985. Tegundirnar eru þrjár og kvæmin fjölmörg. Elrinu var plantað út sumarið
1988 á 14 stöðum í öllum landsfjórðungum við fjölbreytileg veðurfars- og
jarðvegsskilyrði, sem ætti að verða góður prófsteinn á efniviðinn. Jafnhliða þessum
ræktunartilraunum hafa verið gerðar athuganir á smitun elris með Frankia